30.3.2016 | 08:42
Molar um málfar og miđla 1916
FYRIRSAGNIR
Hversvegna hafa tölustaf í upphafi fyrirsagnar: 1 árs stúlka hvarf úr rúmi sínu (mbl.is 25.03.2016) ?
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/03/25/1_ars_stulka_hvarf_ur_rumi_sinu/
Hversvegna ekki: Eins árs stúlka hvarf úr rúmi sínu ? Betra.
STULDUR
Molaskrifari hefur oft velt ţví fyrir sér hvađ íţróttafréttamenn eiga viđ, ţegar ţeir tala um ađ íţróttaliđ hafi stoliđ sigrinum, eđa nćstum stoliđ sigrinum (25.03.2016). Hvenćr vinna menn sigur, sigra, og hvenćr stela menn sigri?
ÚTGÁFA NAFNS
,,Nafn hans hefur ekki enn veriđ gefiđ út, sagđi fréttamađur í hádegisfréttum Bylgjunnar á föstudaginn langa (25.03.2016). Átt var viđ grunađan hryđjuverkamann. Nafn hans hafđi ekki veriđ birt, - ekki hefur veriđ greint frá nafni hans , hefđi til dćmis veriđ eđlilegra ađ segja.
UM
,, ... en eru nú um ţrjú ţúsund áttatíu og sjö, var sagt í fréttum Ríkissjónvarps (25.03.2016) um fjölda félaga í tilteknum samtökum. Voru félagarnir ekki bara ţrjú ţúsund átta tíu og sjö, 3087 ? Ekkert um.
FALLAVILLA
Í fréttayfirliti Bylgjunnar á skírdag (24.03.2016) var sagt: ,,Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson telur ađ hann hafi ekki boriđ nein skylda til ađ ... Enginn les yfir. Ekki frekar en venjulega. Ekki frekar en annarsstađar. Honum hafi ekki boriđ nein skylda til ....
EKKI GOTT
Í frétt Stöđvar tvö (25.03.2016) um tónlistarhátíđina Aldrei fór ég suđur, var međal annars sagt: ,, Hún segir fjöldi erlendra ferđamanna,sem sćkja hátíđina fara vaxandi á hverju ári. Ekki gott. Ţarna hefđi til dćmis mátt segja: Hún segir ađ erlendum ferđamönnum, sem sćkja hátíđina fari fjölgandi á hverju ári.
UM FÉ
Ţetta er fyrirsögn af fréttavef Ríkisútvarpsins (25.03.2016):Líst ekki á millifćrslu án meiri fjár. Ţetta er ambaga samkvćmt málkennd Molaskrifara. Ţarna hefđi til dćmis mátt segja: Líst ekki á millifćrslu án meiri fjármuna.
http://www.ruv.is/frett/list-ekki-a-millifaerslukerfi-an-meiri-fjar
TIL LESENDA
Ţeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru beđnir ađ nota póstfangiđ eidurgudnason@gmail.com .Eđa einkaskilabođ á fésbók.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.