Molar um málfar og miđla 1877

 

UM KYNNINGAR OG FLEIRA

Ţórarinn Guđnason, vinur Molaskrifara og vinnufélagi á árum áđur, sendi eftirfarandi (28.01.2016) ,,Sćll félagi,

Ég hef aldrei almennilega skiliđ ţegar veriđ er ađ tala um ađ fólk sé kynnt fyrir dauđum hlutum. Ţannig varđ mér á ađ skella upp úr, ţegar ég las eftirfarandi klausu á visir.is, í grein eftir Eirík Stefán Ásgeirsson, um EM-mótiđ í Póllandi: 

"Dagur hefur veriđ duglegur ađ kynna leikmenn sína fyrir íslenskum drykkjar- og matvćlum en í hann bauđ sínum mönnum upp á Tommaborgara í ćfingabúđunum í Berlín fyrir mótiđ". 

Tókust leikmenn í hendur viđ veitingarnar, eđa hvađ?

Fyrir utan ,,drykkjar- og matvćlum" orđalagiđ og fleira, finnst mér nú líka á mörkunum ađ ţjálfari haldi upp á sigur í leik međ kassa af bjór, - í beinni útsendingu en ţađ er annađ mál.” Kćrar ţakkir, Ţórarinn. Tek undir međ ţér í einu og öllu og ţakka bréfiđ.

 

ŢRÍR FYRIR TVEIR!

Stefán Haraldsson skrifađi (29.01.2016): ,,Góđan daginn Eiđur.
Nú bjóđa margar verslanir vörur sínar á útsöluverđi.
Allalgengt er ađ gefiđ sé í skyn ađ hluti keyptra vara fáist ókeypis.
Til dćmis: tveir fyrir einn.
Flestir skilja vel hvađ átt er viđ.
En ţessa dagana er verslun í bćnum ađ auglýsa tilbođ á vörum sínum á Bylgjunni. Ţar eru ekki bođnir tveir fyrir einn, heldur ţrír fyrir tveir.” Ja, hérna! Kćrar ţakkir ábendinguna, Stefán.

ENN UM VERĐFELLINGU ORĐANNA

Í fimm fréttum Ríkisútvarpsins (29.01.2016) var okkur sagt ađ pólska ţjóđin hefđi veriđ í sárum eftir ađ hafa tapađ handboltaleik á móti Króatíu međ nokkuđ miklum markamun. Pólska ţjóđin í sárum??? Hvers vegna í ósköpunum er íţróttadeildin látin komast upp međ ţetta bull? Ţetta er reyndar ekki í fyrsta skipti, sem ţjóđ er sögđ í sárum eftir tapađan boltaleik. Er engin verkstjórn á ţessari fjölmennustu fréttastofu landsins?

 

 

 

GÖMUL PLATA

Segja sjálfsagt sumir. Ekki skal ţví neitađ. Eđa gömul vísa. Enn einu sinni riđlađist dagskrá Ríkissjónvarpsins á föstudagskvöld (29.01.2016) vegna yfirgangs íţróttadeildar. Fréttir hófust tíu mínútum of seint. Hversvegna? Ţjóđverjar og Norđmenn voru ađ spila handbolta í Póllandi. Norska ríkissjónvarpiđ, NRK1 sá ekki ástćđu til ađ sýna ţennan leik. Heldur ekki NRK2. Og ekki heldur NRK3. Kannski ţarf hvorki útvarpsstjóra, dagskrárstjóra né fréttastjóra. Íţróttadeildin sér bara um ţetta.

 

PRÓFKJÖR

Nú fara í hönd prófkjör víđa í Bandaríkjunum vegna nćstu forsetakosninga. Ţess vegna er kannski ástćđa til ađ minna á, ađ ef. flt. af orđinu prófkjör er prófkjöra ekki prófkjara eins og stundum hefur sést.

http://bin.arnastofnun.is/leit/?q=pr%C3%B3fkj%C3%B6r

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband