18.1.2016 | 09:01
Molar um mįlfar og mišla 1867
STYR Ķ STRAUMSVĶK
Žegar styr stendur um eitthvaš, žį er deilt um eitthvaš. Ķ Spegli Rķkisśtvarpsins (15.01.2016) sagši fréttamašur ķ umfjöllun um vinnudeildur ķ Straumsvķk: ,,Styrinn snżst um kröfu įlversins aš fyrirtękiš verši heimilt aš lįta verktaka vinna tiltekin störf ķ įlverinu ... Hér hefši fremur įtt aš segja: ,,Styrinn stendur um kröfu įlversins aš fyrirtękinu verši heimilt aš lįta verktaka vinna tiltekin störf ... . Rķkisśtvarpiš į aš vera til fyrirmyndar um mįlfar.
VIŠ SAMA HEYGARŠS ....
Molaskrifari heldur sig viš sama heygaršshorniš. Hann skilur ekki hversvegna žurfti aš seinka fréttum ķ Rķkissjónvarpinu um ellefu mķnśtur į laugardagskvöld vegna žess aš Spįnverjar og Žjóšverjar voru aš leika handknattleik. Hversvegna var žessi boltaleikur ekki sżnt į ķžróttarįsinni? Til hvers er hśn?
Žaš var ekki einu sinni hęgt aš afsaka žetta meš žvķ aš ķslenska landslišiš, eša ķslenskt liš, vęri aš leika.
Skotiš var upp skjįborša žar sem sagši: Fréttir hefjast aš leik loknum. Žaš var ekki rétt. Aš leik loknum hófust auglżsingar. Sķšan hófust fréttir. Žarf śtvarpsstjóra? Žarf dagskrįrstjóra? Getur ķžróttadeildin ekki bara séš um žetta? Hśn ręšur dagskrįnni hvort sem er.
BRENNIVĶN Ķ BÓNUS
Śr skrifum į visir.is (17.01.2016) um samręšur Kįra Stefįnssonar og flutningsmanns brennivķns- ķ-Bónus-frumvarpsins: ,,Sagši hann žaš ekki vera reynsluna į Ķslandi žar sem einkaašilinn hefši sķšastlišin įr fjölgaš vķnveitingaleyfum um 700 prósent sķšastlišin įr en engu aš sķšur vęri neyslan minni en įriš 2007.
Og žeir sömu sem eru aš berjast gegn frumvarpinu hafa ekki komiš meš sömu stašreyndir til aš nota gegn frumvarpinu til aš sżna aš einkaašilinn hefur fjölgaš vķnveitingaleyfum um 700 prósent. ...
Molaskrifari veršur aš jįta aš hann nęr žessu ekki alveg.
LENGRI AUGNABLIK
Molaskrifari veit meš vissu aš mjög margir, ekki sķst eldri borgarar, sem muna įrdaga sjónvarps į Ķslandi hafa gaman af žįttunum, sem sżndir eru į föstudagskvöldum ķ tilefni hįlfrar aldar afmęlis Sjónvarpsins. Augnablik śr 50 įra sögu Sjónvarps, heita žeir.
Žessir žęttir męttu alveg aš skašlausu vera helmingi lengri. Žeir eru vel geršir og skemmtilega fram settir. Gamlir skemmtižęttir , - og auglżsingar - standa vel fyrir sķnu.
TIL LESENDA
Žeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru bešnir aš nota póstfangiš eidurgudnason@gmail.com .Eša einkaskilaboš į fésbók.
Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.
Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.