AÐ VILLA UM FYRIR FÓLKI

 

 Svo er að  sjá sem forseti Íslands og Morgunblaðið séu komin í  sameiginlega herferð gegn aðild  Íslands að Schengen. Er ekki Útvarp Saga í sama liði?

Bandaríkjamenn segja ,,Politics makes strange bedfellows”, sem útleggst lauslega: Í pólitíkinni verða til undarlegir rekkjunautar, - eða  undarlegasta fólk sængar saman í pólitík.

 Auðvitað er  Schengen-kerfið  ekki gallalaust og þarf að bæta, eins og berlega hefur komið  í ljós að undanförnu. En þegar Morgunblaðið og þjóðhöfðinginn ( sem ætti ekki að blanda sér í þessa umræðu)  nota það sem rök, að Bretar séu ekki í Schengen og  Bretar byggi  eyju eins og við, og  þess vegna  þurfum við ekkert á Schengen að halda, þá er verið að afvegaleiða umræðuna og villa um fyrir fólki.

 Bæði Morgunblaðið og  ÓRG  láta þess  rækilega ógetið, að Bretar  eru með öflugustu leyniþjónustu  allra   ESB landanna.  Við landamæravörsluna eina, vegabréfaeftirlit starfa hátt í 25 þúsund manns og er þá ógetið öryggisþjónustunnar MI 5 sem starfar innanlands og  MI6  sem  aðallega annast, njósnir og upplýsingaöflun erlendis.

  Athugun vegabréfa ein og sér  segir ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er  aðgangurinn að gagngrunni og  samstarfi Schengenríkjanna sem  skiptir máli.

   Eru forsetinn og Moggi  að tala fyrir því að  fjölgað verði  starfsmönnum við landmæravörslu hjá okkur  um nokkur hundruð eða þúsund manns og að komið verði á fót öflugri leyniþjónustu á Íslandi? Er það vilji Ólafs Ragnars Grímssonar og  stjórnenda Morgunblaðsins?  Ef svo e,r  á bara að segja það hreint út. Annars er þessi umræða bara bull út í bláinn  til þess eins að  villa um fyrir fólki og  afvegaleiða umræðuna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þsð væri kannski best ef að Kastljós fengi ríkisreglustjóra landsins á teppið til sín og léti hann meta kosti og galla samstarfsins með því að stilla kostunum og göllunum upp hlið við hlið.

Jón Þórhallsson, 24.11.2015 kl. 16:16

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einni spurningu þarf að svara: Hvernig geta Bandaríkin og Kanada sem heild verið með miklu betra landamæraeftirlit en Evrópa en samt sleppt öllu eftirliti á "innri landamærum" þessara samtals 50 ríkja?

Af hverju er hægt að bruna eftirlits- og hindranalaust þvers og kruss á milli fylkja Kanada og nyrstu ríkja Bandaríkjanna?

Af hverju hefur Texas, stærra ríki en Frakkland, enga landamæravörslu?

Hlýtur svarið ekki að vera það, að ytra eftirlitið er svo gott, að ekki er þörf fyrir hið innra?  

Ómar Ragnarsson, 24.11.2015 kl. 23:04

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Til hvers þurfa íslenskir ríkisborgar rándýr vegabréf þegar þeir flækjast á milli norðurlanda og EES-landa?

Á þetta ekki allt að vera vegabréfa-eftirlitslaust klúbbasamfélag "einhverra"?

Það vantar víst bæði haus og sporð á þetta sundrungarinnar stríðsheimskerfi.

Og flest allir hafa víst týnt bæði sannri heiðarleikans skynjunarvitund, og trúnni á fölnandi flokkasvikula bankastjórnsýslu-kerfinu ósnertanlega og ólöglega.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.11.2015 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband