Molar um mįlfar og mišla 1747

Molavin skrifaši (06.07.2015): ,,Morgunblašiš segir ķ fyrirsögn og frétt ( http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/07/06/georg_spegilmynd_fodur_sins/ ) 6. jślķ aš Georg prins, sonur Vilhjįlms prins, hertoga af Cambridge, sé "spegilmynd föšur sķns." Ég sé aš ķ enskum fjölmišlum hefur snįšinn veriš sagšur vera "spitting-image" föšur sķns og žį er žaš nś mįlvenja hér aš tala um "lifandi eftirmynd föšur sķns." Hins vegar hefur lķka veriš sagt ķ žarlendum mišlum aš żmsum žyki Katrķn hertogaynja, móšir drengsins, vera "mirror-image" Dķönu prinsessu heitinnar, tengdamóšur sinnar. En žar er fremur įtt viš hvernig hśn gegnir hlutverki sķnu.”. Molaskrifari žakkar bréfiš. Hann hnaut reyndar einnig um žetta oršalag.

- Molavin bętti svo viš ķ öšru bréfi sama dag:,, Heyrši ķ hįdeginu aš Netmoggi hefši lķka talaš um aš barniš hafi komiš til kirkju ķ "pramma." Žaš nįlgast aš vera jafnoki kryddsķldarveizlunnar. (,,Princess Charlotte was pushed to her christening in a vintage pram the Queen used for two of her own children...). Žaš mun vķst hafa veriš leišrétt, en sumarbörnin hafa nóg aš gera į Mogganum” - Žakka bréfiš. Žęr bregšast ekki žżšingarnar hjį Mogga!

Oršiš pram er notaš um barnavagn į ensku. Žaš er stytting į oršinu perambulator, komin til sögu sķšla į nķtjįndu segir oršabókin mķn. Molaskrifari var einmitt aš horfa eftir žvķ hvort žessi viršulegi barnavagn, sem var greinilega ekki glęnżr, vęri af geršinni Silver Cross, sem ķ gamla daga svona upp śr og eftir 1950  var žaš  fķnasta fķna, - kįdiljįkurinn mešal barnavagna. Sżndist svo reyndar ekki vera.

 

Innan viš tuttugu manns ,,į annan tug” efndu til Grikklandsmótmęla į Lękjartorgi į sunnudag (05.07.2015). Ķ fréttum Rķkisśtvarps bęši klukkan 16 00 og klukkan 18 00 var sagt frį žessum mótmęlum, ekki bara meš frétt heldur og vištali. Žessi 12-14 manna hópur fékk einnig rķflega umfjöllun ķ fréttum Rķkissjónvarps um kvöldiš. Višmęlandi višurkenndi  aš vita  lķtiš um įstandiš ķ Grikklandi.   ,, Ég veit ekkert alveg hvernig įstandiš er žar ....”. Einhverra hluta vegna fóru mótmęlin fram į ensku. Einn mótmęlenda sagši: ,,Viš komum hérna saman og vonum aš ķsland segi nei ķ žessari žjóšaratkvęšagreišslu”, haft  eftir mótmęlenda į fréttavef Rķkisśtvarpsins. Hafši Ķsland atkvęšisrétt? Meiri žvęlan.

Undarlegt fréttamat. Žaš žarf ekki mikiš til aš komast ķ rķkisfréttirnar.

 

Mjög gott vištal viš Salvöru Nordal ķ Sprengisandi Sigurjóns M. Egilssonar  į Bylgjunni (05.07.2015), Vonandi hafa žingmenn og rįšherrar hlustaš, ekki sķst į žaš sem hśn sagši um valdiš og afliš. Og um illa undirbśin mįl sem koma inn į Alžingi. Gęti vel hugsaš mér aš hlusta į žetta aftur. Hef oft hugsaš til žess sem Salvör sagši į blašamannafundinum ķ Išnó um rannsóknarskżrslu Alžingis. Hśn sagši efnislega : Į Ķslandi er landlęgt viršingarleysi fyrir lögum og reglum. - Žaš er mikiš rétt.

 

- Žeir eru einbeittir ķ žvķ sem žeim langar til aš gera, sagši sį sem, vill aš Kķnverjar reisi įlver viš Hśnaflóa, ķ hįdegisfréttum Rķkisśtvarps į sunnudag (05.07.2015).

 

Śr frétt į mbl.is (02.07.2015) Žennan heišur, sem tķmaritiš veitir įrlega, žykir öllum bķlsmišum eftirsóknarveršur. Hér hefši fremur įtt aš standa: ,,Žessi heišur, sem tķmaritiš veitir įrlega, žykir öllum bķlasmišum eftirsóknarveršur”. http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/07/02/bill_arsins_hja_auto_express/

Og enn auglżsir stórverslunin Vķšir lambalęrisśtsölu (Bylgjan 05.07.2015) . Žaš viršist ganga fremur treglega aš koma žessu blessaša lęri śt!

 

Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.

Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband