10.6.2015 | 09:21
Molar um mįlfar og mišla 1733
Rafn skrifaši (08.06.2015): ,,Sęll Eišur Opnun maga viš keisaraskurš?
Fréttin er ekki alveg nż, en hśn er śr DV (15.05.2015). Ég hefši getaš skiliš aš lęknir tżndi sķma ķ kvišarholi sjśklings eša jafnvel legi, žar sem um keisaraskurš var aš ręša. Hvernig honum tókst aš koma sķmanum ķ maga sjśklingsins er hins vegar ofvaxiš mķnum skilningi.
Svona var fyrirsögnin:,,Farsķmi skilinn eftir ķ maga konu viš keisaraskurš -
Fann titring ķ kvišnum og var skorin upp aftur. Furšuskrif. Žakka įbendinguna, Rafn.
Ę oftar heyrist talaš um aš hafa gaman, - aš skemmta sér. Sķšast heyrši Molaskrifari žetta ķ fréttum Stöšvar tvö (06.06.2015). Hrįtt śr ensku, - to have fun.
Stundum finnst Molaskrifara aš veriš sé aš ljśga aš honum ķ auglżsingum. Horfši um daginn į sjónvarpsauglżsingu um innflutt gręnmeti. Sį ekki betur en žaš vęri plastpakkaš og hrašfryst. En ķ auglżsingunni var okkur sagt aš žaš vęri ferskara en ferskt! Svona glata orš merkingu sinni.
Allt er nś framkvęmt. Ķ umręšum į Alžingi į mįnudag (08.06.2016) talaši žingmašur um aš fundur hefši veriš framkvęmdur! Fundur var haldinn.
Śr frétt į mbl.is um unga menn ķ Keflavķk sem stįlu smįbķl ķ fyllerķi. (08.06.2015): ,, ... og óku žeir sem leiš lį yfir ķ Garš. Og aftur: ,, ... žar sem nokkuš langt er śr Keflavķk yfir ķ Garš ... Žarna hefši įtt, samkvęmt mįlvenju aš tala um aš fara śr Keflavķk śt ķ Garš, ekki yfir ķ Garš. Śr Garšinum fara menn inn ķ Keflavķk. Śr Keflavķk fara menn śt ķ Garš.
Af mbl.is is (08.06.2015): Rafmagn į nś aš vera komiš į alla notendur frį Skipanesi aš Höfn ... Fagnašarefni aš rafmagn skuli komiš į alla notendur! http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/08/vidgerdum_lokid_vid_skipanes/ Vonandi hefur engum oršiš meint af.
Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.
Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.