2.6.2015 | 09:53
Molar um málfar og miđla 1727
Í auglýsingablađi um stóreldhús frá Ekru,sem fylgdi Fréttablađinu á laugardag (30.05.2015) segir á forsíđu: Ţađ felst mikill sparnađur í ţví ađ versla alla matvöru á einum stađ. Viđ verslum ekki matvöru. Viđ kaupum matvöru.
Ţar segir líka: Nýlega hóf fyrirtćkiđ ađ selja matvöru í erlend skemmtiferđaskip sem stoppa hér á landi yfir sumartímann, en mikill vöxtur er í ţeirra ţjónustu. Ţennan texta hefđi ţurft ađ lesa yfir. Ć oftar sést og heyrist röng notkun sagnarinnar ađ versla. Í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins (01.06.2015) talađi alţingismađur (efnislega) um ađ auđvelda fólki ađ versla ţessa vöru. Ađ kaupa ţessa vöru, hefđi ţađ átt ađ vera.
Gćsluvélin bjargar 5000 manns,segir í fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins (01.06.2015). Fyrirsögnin er ekki í samrćmi viđ ţađ sem segir í fréttinni. http://www.ruv.is/frett/gaesluvelin-bjargar-5000-manns Flugvél Gćslunnar átti ţátt í björgun 5000 flóttamanna.
Á fréttavefnum sama dag segir í íţróttafrétt: ,,Landsliđsmađurinn Alfređ Finnbogason gćti veriđ lánađur frá spćnska liđinu Real Sociedad til enska úrvalsdeildarliđsins Everton á nćstu leiktíđ. Gćti veriđ lánađur ! Ekki vel orđađ. http://www.ruv.is/frett/alfred-finnbogason-gaeti-farid-til-everton
Bylgjan auglýsir too hot for you sósu (29.05.2015). Hversvegna ekki tala viđ okkur á íslensku?
Ţá er viđ komin á rúmsjó, sagđi formađur fjárlaganefndar í Viklokunum í Ríkisútvarpinu (30.05.2015). Sennilega átti konan viđ,ađ ţá vćrum viđ komin á lygnan sjó. Ţađ er ekki alltaf logn úti á rúmsjó. Ţegar notađar eru myndlíkingar er betra ađ fólk viti hvađ ţćr merkja.
Undarleg, löng frétt, af mótmćlum í Bandaríkjunum ţar sem ekkert gerđist, var í átta fréttum Ríkisútvarps ţennan sama laugardagsmorgun. Fréttin hefst á 01:55 - http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/morgunfrettir/20150530
Oft veltir mađur fréttamatinu fyrir sér. Auđvitađ sýnist sitt hverjum.
Enn tala ţeir í Ríkissjónvarpinu um íţróttafréttirnar sem íţróttapakka. Ekki bara ađ pakkarnir séu stórir eđa ţéttir! Á laugardagskvöld (30.05.2015) ađ margt vćri ađ gerast í íţróttapakkanum!
Meira um íţróttafréttir ţennan sama dag: Í hádegisfréttum sagđi íţróttafréttamađur: Einar tryggđi sér bráđabana međ ţví ađ ná fugl á átjándu holu. Ađ ná fugli er ađ leika golfbraut á einu höggi undir pari, eins og sagt er á golfmáli. Ćttađ úr ensku , birdie.
Ţetta má heyra á 18:02 http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20150530
Í ţessum sama íţróttafréttatíma var líka talađ um ađ spila stórt hlutverk. Ekki mjög vandađ orđalag.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.