8.4.2015 | 08:06
Molar um málfar og miđla 1709
Ţórarinn skrifađi (03.04.2015): ,, ... segist heldur betur hafa brugđiđ í brún ţegar hún bađ afgreiđslukonuna í greiđasölunni í flugstöđinni á Egilsstöđum um ađ lćkka tónlistina í hátalarakerfinu.
Hann spyr: - Hefđi ekki veriđ betra ađ hafa ţetta: segir, ađ sér hafi heldur betur brugđiđ í brún ? Molaskrifari ţakkar ábendinguna og svarar: Jú, Ţórarinn, ţitt orđalag hefđi veriđ betra. Hitt heyrist samt ć oftar. Kannski hafđi fréttaskrifari ţarna rangt eftir, sem Molaskrifara finnst ekki ósennilegt.
Áskell skrifađi (03.04.2015) Eftirfarandi var ađ finna í frétt hjá Ríkisútvarpinu: "Louis Jordan fannst ofan á hvolfdum bát sínum rúmum 300 kílómetrum undan strönd Norđur-Karólínuríkis í Bandaríkjunum. Ţýskt flutningaskip sá hann..." Áskell segir: ,,Ég er ekki alveg sáttur viđ ţennan texta. Venjulega er talađ um ađ skipbrotsmenn komist á kjöl og ţađ voru ţađ skipverjar á ţýsku flutningaskipi sem sáu Louis ţar sem hann sat á kili bátsins. Auđvitađ sá skipiđ ekki manninn! Ţakka ábendinguna, Áskell. Hér er frétt Ríkisútvarpsins: http://www.ruv.is/frett/truin-helt-honum-a-floti
Og hér er frétt mbl.is um sama atburđ. http://m.mbl.is/frettir/erlent/2015/04/03/fannst_a_lifi_eftir_66_daga_uti_a_sjo/ - Í frétt mbl.is segir m.a.: ,,Umfangsmikil leit stóđ yfir ađ bátnum og fannst Louis loks, ofan á hvolfdum bát sínum, um 300 kílómetrum frá strönd Norđur-Karólínu í Bandaríkjunum. Ţađ voru áhafnarmeđlimir á ţýsku flutningaskipi sem komu auga á Louis og komu honum til bjargar,.. Ofan á hvolfdum bát sínum. Samrćmt orđalag eđa étur hér hver eftir öđrum?
En frétt Stöđvar tvö um ţennan sama atburđ (03.04.2015) var međ ţví skrautlegasta sem Molaskrifari hefur lengi heyrt. Edda Andrésdóttir, ţulur, talađi réttilega um skipverja á ţýsku olíuskipi,sem komiđ hefđu auga á manninn. Fréttamađur talađi hinsvegar um áhafnarmeđlimi á ţýsku flutningiskipi,sem komiđ hefđu auga á manninn. Lífseigt er orđskrípiđ áhafnarmeđlimur. Síđan sagđi fréttamađur okkur ađ mađurinn hefđi vaknađi viđ ađ bátinn hvolfdi og hann hafi haldiđ til uppi á öfugum bátnum síđan. Erfitt er ađ koma jafnmörgum ambögum fyrir í jafnstuttri setningu. Hér er fréttin af Stöđ tvö: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV4B611943-6E00-4414-A5F3-B09F56FB1AA2
Morgunblađiđ sagđi frá sama atburđi (04.04.2015) ,,,... fannst Louis loks uppi á kilinum á hvolfdum bát sínum , ..... en áhafnarmeđlimir ţýsks flutningaskips fundu hann. Enn koma áhafnarmeđlimir viđ sögu. Mađurinn hafđi komist á kjöl eftir ađ bátnum hafđi hvolft. Ef hann hafđi komist á kjöl, hlaut bátnum ađ hafa hvolft.
Ríkissjónvarpiđ komst ágćtlega frá ţví ađ segja okkur ţessa frétt (03.04.2015) : http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20150403
Fartölvuţjófur inn um svalirnar, er undarleg fyrirsögn á mbl.is (02.04.2015) http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/04/02/fartolvuthjofur_inn_um_svalirnar/
Eins gott ađ hann fór ekki í gegnum hurđina, eins og ć oftar má sjá og heyra í fréttum. Í fréttinni er ágćtlega sagt ađ ţjófurinn hafi fariđ inn í íbúđina af svölunum.
Í gćrkvöldi (07.04.2015) horfđi Molaskrifari á endursýningu fjögurra ára gamallar bandarískrar heimildamyndar í danska sjónvarpinu DR2. Sá lungann úr myndinni, sem er nćstum hálfrar annarrar klukkustundar löng og heitir,, Nauđgađ í hernum. Hún er um nauđganir og kynferđislegt ofbeldi, sem viđgengst í herjum Bandaríkjamanna. Ţađ var vćgast ógnvekjandi ađ horfa á ţetta; hjá ríki, sem telur sig í fararbroddi í baráttu fyrir frelsi og mannréttindum. Lang oftast sluppu nauđgararnir og oftar en ekki voru ţeir hćkkađir í tign í hernum og konurnar niđurlćgđar, eftir óbćtanlegt tjón á líkama og sálu sinni. Eiginlega skelfilegra en orđ fá lýst.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.