Molar um mįlfar og mišla 1685

 

Hér koma nokkrar lķnur frį gömlum vinnufélaga, sem stundum gaukar įgętum athugasemdum aš Molaskrifara:

,,Fréttablašiš lķti ķ eigin barm.

 Ķ dag (27.02.2014) er įgętur leišari ķ Fréttablašinu um heimskupör foreldra sem hętta lķfi barna sinna meš žvķ aš fį žau ekki bólusett viš hęttulegum barnasjśkdómum. Žar er lķka vikiš aš stórišnaši, sem óhefšbundnar lękningar eru oršnar og fer stöšugt vaxandi. Hann felst ķ žvķ aš fólki er talin trś um aš alls kyns „töfraefni“ geti lęknaš hin margvķslegu mein, allt frį vindgangi til krabbameins. Žaš er hins vegar athyglisvert ķ žessu sambandi aš Fréttablašiš sjįlft byggir afkomu sķna aš talsveršu leyti į žessu trśboši sölumanna snįkaolķu. Nęr daglega eru margar blašsķšur lagšar undir žetta efni; auglżsingar um „allra meina bót“, sem settar eru fram sem raunveruleg blašamennska”. Molaskrifari žakkar bréfiš. Hverju orši sannara.

 

Molavin skrifaši (28.02.2015): ,,Ķ Netmogga (28.2.2015) segir m.a.: "veršur Toyota Corolla-bif­reiš dreg­in śr potti meš nöfn­um įskrif­enda..." Myndlķkingar eru algengar ķ mįli okkar en ekki eru allir alltaf kunnugir merkingu žeirra. Talaš um aš detta ķ lukkupottinn (vera heppinn, t.d. ķ happdrętti) - og nöfn hinna heppnu eru stundum dregin (śr hatti eša skįl). En bifreišar eru varla dregnar śr potti meš aušveldum hętti. Og varla er gott aš vera sį heppni, sem er dreginn śt (af veitingastaš), eins og fęrist ķ vöxt aš segja žegar matstašir auglżsa sig į fólksmišlum. Ef til vill finnst einhverjum žessi ašfinnsla nöldur, en mér finnst betra aš fólk, sem starfar viš aš tjį sig, hugsi žaš til enda, sem žaš skrifar.” - Molaskrifari žakkar bréfiš. Žetta er ósköp hallęrislegt oršalag, sem  vikiš hefur veriš aš hér ķ Molum įšur.

 

Žįgufallssżkin, sem svo er nefnd er hvimleiš , en viršist žvķ mišur heldur vera ķ sókn. Undir lok Morgunvaktar Rķkisśtvarpsins į föstudag (27.02.2015) sagši einn umsjónarmanna: Oft langaši manni mest til aš vera heima. Er žetta ekki umhugsunarefni fyrir mįlfarsrįšunaut?

 

Ekki veršur annaš séš, frį sjónarhóli Molaskrifara, en vel hafi til tekist meš śthlutum Blašamannaveršlaunanna ķ įr, sem tilkynnt var į laugardag (28.02.2015). Allt hafi žaš veriš veršskuldaš. Til hamingju žiš öll, sem žarna komiš viš sögu. http://www.ruv.is/frett/unnu-annad-arid-i-rod-verdlaunamyndirnar

 

Žegar Rķkissjónvarpiš birtir okkur frétt og sagt er aš fréttin og myndin séu frį ķ gęr, en efniš er ķ raun hįlfsmįnašar gamalt , žį er eitthvaš aš ķ verkstjórn og vinnulagi į žessari fjölmennustu fréttastofu landsins. Žetta geršist fyrr ķ sķšustu viku.

 

Góšur Landi ķ Rķkissjónvarpinu į sunnudagskvöld (01.03.2015) og ómetanlegar myndir og ręšur  frį Kvennafrķdeginum 1975 ķ žęttinum Öldin hennar sem kom ķ kjölfar Landans.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.

Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband