Molar um málfar og miđla 1644

 

Gleđilegt ár, ágćtu Molalesendur. Kćrar ţakkir fyrir ánćgjuleg samskipti, gagnlegar ábendingar og hlýjar kveđjur á nýliđnu ári.

 

Ađ morgni nýársdags, ţegar Molaskrifari var ađ hreinsa lausamjöll af stéttinni hjá sér, kom granni, sem hann hefur ekki áđur hitt, yfir götuna, kynnti sig og  óskađi Molaskrifara  gleđilegs árs og ţakkađi honum skrifin.

Ţetta ţótti Molaskrifara góđ byrjun á nýju ári. Takk.

 

Í ţáttarlok á Bylgjunni (29.12.2014) rétt fyrir flutning kvöldfrétta  talađi ţáttarstjórnandi um ađ ţennan dag hefđu samtökin Young Men´s Christian Association veriđ stofnuđ í Bandaríkjunum áriđ 1844  (Wikipedia segir samtökin reyndar hafa veriđ stofnuđ 6. júní ţađ ár). Félagi hans bćtti ţví viđ, ađ viđ ţekktum ţessi samtök betur sem vćemmsíei (YMCA)! Hvorugum ţeirra datt í hug ađ nefna hliđstćđ íslensk samtök, KFUM, Kristilegt félag ungra manna.

Ţeir félagar töluđu líka um eftirmála tsunami, flóđbylgjunnar miklu, sem banađi á ţriđja hundrađ ţúsund manns í Asíu á jólum 2004. Ţarna hefđi átt ađ tala um eftirmál eđa afleiđingar. Ekki eftirmála. Eftirmáli er stuttur pistill í lok bókar. Mjög algengt ađ ţessu sé ruglađ saman.

 

Í fréttum (29.12.2014) sagđist félagsmálaráđherra telja ađ ný lög stćđust lög. Ráđherra virtist eiga viđ ađ lögin vćru ekki andstćđ stjórnarskrá.

 

Úr hádegisfréttum Ríkisútvarps (29.12.2014): Afdrif Airbus vélarinnar hefur veriđ líkt viđ afdrif ..... Hér hefđi betur veriđ sagt, til dćmis: Afdrifum Airbus vélarinnar hefur veriđ líkt viđ afdrif ... , eđa .... afdrif Airbus  vélarinnar ţykja minna á afdrif ...

 

Á vef Ríkisútvarpsins ţar sem kynnt var dagskrá Rásar eitt mátti (29.12.2014) lesa eftirfarandi: Málţing  til heiđurs Margrétar Indriđadóttur. - Margréti hefđi ekki ţótt ţetta góđ fyrirsögn. Hún var fréttastjóri fréttastofu útvarpsins um árabil og lagđi mikla áherslu á málvöndun. Málţing  til heiđurs Margréti Indriđadóttur, hefđi ţetta átt ađ vera.

 

Ţakklátt vćri, ef eigendur gćludýra héldu ţeim inni,. - eitthvađ á ţessa leiđ var sagt í hádegisfréttum Bylgjunnar (30.12.2014) í frétt um áhrif flugeldasprenginga á dýr um áramótin. Ekki ţekkir Molaskrifari ţessa notkun orđsins ţakklát eđa ţakklátur. Hér hefđi fariđ betur á ađ segja, til dćmis;goyy vćri,  ćskilegt vćri , ađ, eđa óskandi vćri, ađ...

 

Hvers vegna er veriđ ađ hrópa á okkur? Svona spurđi öldruđ kona ţar sem Molaskrifari var staddur um jólin. Útvarpiđ var á og beđiđ var frétta á Rás eitt. Ekki var spurt ađ ástćđulausu. Í auglýsingum frá Lottóinu, Íslenskri getspá, er til dćmis  hrópađ, eđa nćstum gargađ á hlustendur. Ţađ er  Ríkisútvarpinu ekki til sóma ađ flytja svona auglýsingar.

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband