21.7.2014 | 08:50
Molar um málfar og miđla 1522
KŢ vitnar (17.07.2014) í frétt á dv. is: ,,Hrannar Björn Arnarsson, ađstođarmađur Jóhönnu Sigurđardóttur á síđasta kjörtímabili og núverandi framkvćmdastjóri Sósíaldemókrata í Norđlenska ráđinu, segir ţessa yfirlýsingu forsetans hljóta ađ marka tímamót í ţróun lýđrćđis á vesturlöndum. Hann spyr hvar hefur Norđlenska ráđiđ ađsetur ? Von er ađ spurt sé. Fréttabarniđ sem ţetta skrifađi hefur líklega aldrei heyrt minnst á Norđurlandaráđ ! https://www.dv.is/frettir/2014/7/17/i-thessum-ordum-felst-ekki-adeins-valdhroki-heldur-byr-lika-i-theim-frae-einraedis/
Annar lesandi, SGS, vitnađi einnig í dv.is (17.07.2014) og segir: ,,Síđan hvenćr ţarf ađ taka fram ađ ţotur sem hrapa úr 10 km hćđ séu gjörónýtar? Og segja í sömu setningu, en á eftir ađ allir séu látnir. Kjánalegt og barnalegt.
"Vél Malaysian Airlines, sem hrapađi yfir Úkraínu í dag og er sögđ hafa veriđ skotin niđur yfir átakasvćđi í Úkraínu, er gjörónýt og allir farţegar og áhafnarmeđlimir eru sagđir látnir". Satt er ţađ. Hér hefur enn eitt fréttabarniđ veriđ eftirlitslaust viđ lyklaborđ og tölvuskjá.
Í Molum (1521) fyrir helgi var vikiđ ađ vondum ţularlestri í Ríkisútvarpinu. Ţađ er sem betur fer algjör undantekning. Á laugardagsmorgni (19.07.2014) var Anna Sigríđur Einarsdóttir ţulur á Rás eitt í Ríkisútvarpinu. Hún hefur einstaklega ţćgilega rödd og viđfelldna. Ţađ var gott ađ hlusta á hana. Óađfinnanlegt. Ţannig eiga ţulir ađ vera.
Heyra ráđamenn í Ríkisútvarpinu ekki ţegar ţulartexti er illa fluttur, óáheyrilegur, lćtur illa í eyrum ? Engu líkara.
Af forsíđu visir.is (18.07.2014): Kona frá Ástralíu hefur missti bróđir sinn í hvarfi MH 370 í suđur Indlandshafi og stjúpdóttir í MH 17 sem skotin var niđur yfir Úkraínu í gćr. Rétt beyging orđanna bróđir og systir virđist ţeim sem ţetta skrifađi algjörlega ókunn, - fyrir nú utan annađ. Svo koma fjölskyldumeđlimir einnig viđ sögu í fréttinni.
Í hádegisfréttum Bylgjunnar (18.07.2014) var sagt frá fólskulegri líkamsárás á karlmanni. Hefđi átt ađ vera , líkamsárás á karlmann.
Jón Hákon Magnússon, framkvćmdastjóri og fyrrverandi fréttamađur lést í Reykjavík föstudaginn 18. júlí , 72 ára ađ aldri, eftir stutta baráttu viđ illvígan sjúkdóm. Sá sem ţetta skrifar naut vináttu Jóns í hálfa öld. Í átta ár vorum viđ vaktfélagar á fréttastofu Sjónvarpsins. Jón sinnti mest erlendum fréttum á sjónvarpsárunum. Á ţví sviđi bjó hann yfir yfirgripsmikilli ţekkingu og reynslu. Ekki síst var hann fróđur um bandarísk stjórnmál. Hann skrifađi óteljandi greinar og fréttir frá Íslandi í erlend blöđ og tímarit og stjórnađi sjónvarpsţáttum um erlend málefni. Hann kom víđa viđ og stofnađi ásamt Áslaugu Guđrúnu konu sinni fyrirtćkiđ Kynningu og markađ, KOM, sem var brautryđjandi á sínu sviđ og naut trausts og virđingar.
Jón Hákon Magnússon var drengur góđur og sannur vinur. Hann var vandađur fagmađur sem kunni sitt starf og sinnti ţví af heiđarleika og trúmennsku. Molaskrifari saknar nú vinar í stađ. Ţađ gera margir. Far ţú vel, góđi vin.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.