Molar um mįlfar og mišla 1519

 KŽ bendir į žessa frétt į dv.is (13.07.2014): https://www.dv.is/lifsstill/2014/7/13/kuldi-veldur-ekki-kvefi/

Hann spyr;

,,Žaš er vissulega jįkvętt aš leitast viš aš fręša fólk. Hvort skyldi žaš nś vera bakterķa eša veira sem veldur kvefi?”. Molaskrifari žakkar įbendinguna.

 

Nś, žegar fótboltanum linnir, fįum viš danska žętti um kökubakstur og eftirréttagerš (15.07.2014). Žaš gerir ekki endasleppt viš okkur, blessaš Rķkissjónvarpiš. Dįsamleg dagskrįrstjórn. Žessir žęttir eiga ekkert erindi ķ kvölddagskrį į besta tķma.

 

Haukur skrifaši Molum (14.07.2014):

„Bestu tón­leik­ar sem ég hef séš," skrifar Hallur Mįr ķ mbl.is ķ dag.
Er žaš rétt aš tala um tónleika sem sjónleik? Vęri ekki nęr aš tala um bestu tónleika sem ég hef fariš į, upplifaš eša jafnvel heyrt. Hvaš finnst žér? - Molaskrifari er sammįla Hauki. Dįlķtiš skrķtiš aš tala um aš ,,sjį tónleika”. Sjį: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/07/14/bestu_tonleikar_sem_eg_hef_sed/

 

Molaskrifari jįtar, aš hann nįši ekki aš skilja nema annaš hvert orš og illa žaš ķ tveimur fréttum ķ fréttatķma Stöšvar tvö ķ gęrkveldi , žrišjudagskvöld (15.07.2014). Žetta voru fréttir um skattaeftirlit og nżtt ķslenskt snjallsķmaforrit. Fréttamašurinn sem fréttirnar flutti var svo óskżrmęltur aš ekki er bošlegt. Annašhvort žarf fréttamašurinn raddžjįlfun eša annaš starf. Žaš er vęntanlega ętlunin aš fólk skilji žęr fréttir sem fluttar eru.

 

Ķ įgętri fréttaskżringu um įstandiš į Gaza-svęšinu ķ Speglinum į Rįs eitt (14.07.2014) var sagt: ,, ... žar af žrjįr herbśšir”. Žarna hefši įtt aš tala um žrennar herbśšir, - ekki žrjįr.

 

Höfnušu kröfu um ógildu kosninga, var sagt į forsķšu visir.is į žrišjudag (15.07.2014). Žaš var og. Ógilda? Er žaš nżtt nafnorš?

 

Ķ seinni fréttum Rķkissjónvarps (14.07.2014) var landbśnašarrįšherra Framsóknarflokksins spuršur hvort nįttśran ętti ekki aš njóta vafans žegar beitarįlag vęri til umręšu. Rįšherrann reyndi ekki einu sinni aš svara spurningunni. Fréttamašur lét žaš bara gott heita og fylgdi mįlinu ekki eftir. Ekki geta žaš talist góš vinnubrögš. En ekki nż af nįlinni.

 

Ķ hįdegisfréttum Rķkisśtvarps (14.07.2014) var sagt aš hópur utangaršsmanna ķ Reykjavķk vęri hreyfanlegur. Žetta hafa sennilega ekki allir skiliš, enda undarlegt stofnanamįl. Sennilega var įtt viš aš ekki vęri alltaf sama fólkiš ķ hópnum.

Ķ frétt Rķkisśtvarps (14.07) um aš 40 įr vęru frį opnun hringvegarins var Siguršur Siguršsson sagšur fréttažulur. Siguršur var ekki fréttažulur. Hann var lengi ķžróttafréttamašur, fręgur af lżsingum knattspyrnuleikja. Hann var fyrsti ķžróttafréttamašur Sjónvarpsins og framan af einn į žeim vettvangi. Hann starfaši svo sem fréttamašur į fréttastofu śtvarpsins, en žetta vita blessuš börnin į fréttastofu Rķkisśtvarpsins ķ dag aušvitaš ekki. Alltaf er betra aš afla sér upplżsinga įšur en fullyrt er.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.

Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband