5.7.2014 | 00:09
Gagnrýni var illa tekið
Þegar ég gagnrýndi byggingu útvarpshússins á sínum tíma og sagði að húsnæðisþarfir útvarps og sjónvarps væru gjörólíkar tók þáverandi útvarpsstjóri það mjög óstinnt upp. Heiðursmaðurinn Andrés Björbsson orðaði það þannig að metnaður formanns fjárveitinganefndar (sem ég var þá) væri að byggja ,,bárujárnsskúr á blásnum mel" fyrir Ríkisútvarpið. Það var nú ofsagt, en ég var ( og er ) þeirrar skoðunar að húsnæðismál Ríkisútvarpsins hefði mátt leysa með miklu ódýrarari og hagkvæmari hætti en gert var.
Dýrkeypt menningarslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.