Að rífa fólk upp með rótum

  Í tilefni af Fiskistofuumræðunni og  furðurlegum og vanhugsuðum ummælum   sjávarútvegsráðherrans  varð mér  hugsað aftur í tímann.

Þegar ég var kosinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn í Vesturlandskjördæmi 1978 var ég  fljótt spurður: Ætlarðu ekki að flytja í kjördæmið?  Ég spurði á móti: Hvert? Á Akranes, í Borgarnes, í Stykkishólm, í Grundarfjörð í Ólafsvík , á Hellissand, í Búðardal? Svo spurði ég aftur: Þótt ég   sitji á þingi í nokkur ár gefur það mér  þá rétt til að rífa konuna mína úr hennar vinnu og segja henni að leita sér að vinnu  annarsstaðar? Nei. Rífa börnin mín úr skólunum sínum og frá öllum  vinum sínum? Nei. Ég hélt áfram að   eiga heimili og lögheimili í Reykjavík, enda þótt  lögheimilisflutningur  hefði  verulega hækkað greiðslur til mín frá Alþingi. Það var ósköp auðvelt að standast þá freistingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÞAÐ ER GOTT AÐ TIL ER ENN FÓLK Á íSLANDI MEÐ RÖKRETTA HUGSUN !

Erla Magna Alexandersdóttir, 3.7.2014 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband