23.6.2014 | 08:00
Molar um málfar og miđla 1499
Svona til ađ undirstrika ţetta, sagđi landbúnađarráđherra í fréttum Stöđvar tvö í gćrkveldi (22.06.2014): ,, Ég fékk ţađ hlutverk ađ klippa á borđann og vígja ţessa styrkingu innviđanna í sauđfjárrćkt ... Veriđ var ljúka endurbyggingu réttar. Ţarna var ekkert vígt. Sagt var ađ séra Hjálmar Jónsson hefđi blessađ réttina. Ţađ er annar handleggur. Landbúnađarráđherra er ekki vígđur mađur. Hann getur ekkert og engan vígt. Orđalagiđ var út í hött.
Ţađ er orđiđ svo algengt ađ heyra beygingarvillur, innbyrđis málfrćđilegt misrćmi í setningum, í fréttum margra fjölmiđla ađ ţađ mundi ćra óstöđugan ađ telja ţađ allt upp.
Ríkisútvarpiđ er eini fjölmiđillinn ţar sem starfar sérstakur málfarsráđunautur, en starfa hans sér ţví miđur ekki mikinn stađ. Hinir nýju stjórnendur Ríkisútvarpsins, útvarpsstjóri og fréttastjóri eiga ađ hafa metnađ til ađ gera betur.
Auglýsingastofur ráđa málfari í auglýsingum. Enskuslettum í auglýsingum fer fjölgandi. Hrćrt er saman íslensku og ensku. Í Fréttablađinu (20.06.2014) er heilsíđuauglýsing frá fyrirtćki sem kallar sig Culiacan. Ţar segir: Hćttu í megrun vertu fit. Orđiđ fit er ekki íslenska. Ţađ er enska. Keep fit, vertu í góđri ţjálfun , í góđu formi.
Í myndatexta í DV (20.-23.06.2014) segir, ađ skip sem var selt hafi skipt um hendur. Molaskrifari vissi ekki ađ skip hefđu hendur og enn síđur ađ skip gćtu skipt um hendur!
Í fréttum Stöđvar tvö (19.06.2014) var sagt: ,, ... kvađ innanríkisráđherra sér hljóđs ... Ráđherrann kvađ sér ekki hljóđs. Ráđherrann kvaddi sér hljóđs.
Í kynningu á dagskrá Ríkisútvarpsins (20.06.2014) var aftur og aftur talađ um ađ gera tónlist. Er ţađ ađ flytja tónlist eđa semja tónlist?
Mbl.is sagđi okkur á föstudag frá kúm í lausagangi (http://www.mbl.is/sport/frettir/2014/06/20/kyr_i_lausagangi_a_kastsvaedinu_myndband/). Fyrirsögnin var: Kýr í lausagangi á kastsvćđinu, - svćđi ţar sem veriđ ađ keppa í sleggjukasti. Í fréttinni segir: ,, Á međfylgjandi myndskeiđi sem Óđinn Björn tók upp á símann sinn má sjá kýr í lausagangi og ýmislegt fleira áhugavert sem menn eiga ekki ađ venjast á kastsvćđum frjálsíţróttavalla. Fréttabarniđ á mbl.is sem ţarna var ađ verki greinir ekki milli lausagangs , ţegar bílvél er í gangi en bíllinn stendur kyrr, og lausagöngu, - ţegar gripir ganga á ógirtu landi, utan girđinga! Ţađ léttir lundina ađ lesa svona !
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Athugasemdir
Hvađ veist ţú nema ţessar kýr hafi veriđ vélknúnar?
Ég sé fyrir mér ađ ţár hljóti ađ vera međ 3.8 Buick V6. Ţađ er eitthvađ svo beljuleg vél.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.6.2014 kl. 20:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.