23.5.2014 | 09:16
Molar um málfar og miđla 1476
Ótrúlegar tölur sem ţarna voru nefndar. Lofsvert ađ biskup skuli ćtla ađ endurskođa ţetta gamla, úrelta og rotna kerfi. Agnes biskup mun mćta harđri andstöđu, trúir Molaskrifari, frá laxa- og dúnklerkum. Hér má hinsvegar ekki láta deigan sígan. Ţetta eru gamlar ranglćtisleifar sem ber ađ upprćta. Tölur um tekjur af ţessum hlunnindum hljómuđu ekki allar trúlega í eyrum Molaskrifara.
En dettur einhverjum í hug ađ hlunnindaprestar gjaldi ekki keisaranum ţađ sem keisarans er og guđi ţađ sem guđs er? Auđvitađ ekki.
Trausti sendi Molum línu og sagđi: ,,Ţetta stingur í augu: ,,Jarđskjálfti upp á 6,0 átti sér stađ á Bengal-flóa út af austurströnd Indlands í dagum klukkan 16:20. Af mbl.is (21.05.2014).Einnig af mbl.is sama dag: ,,Einn var međ allar tölur réttar í Víkingalottóinu og fćr ţví fyrsta vinning óskiptan en vinningurinn hljóđar upp á hvorki meira né minna en 1.152.366.140 krónur. Molaskrifari ţakkar ábendinguna. Mikiđ hljóđađ á mbl.is ţennan dag !
Af visir.is (21.05.2014) Vesturport hlaut tvö verđlaun á hinum vertu Elliot Norton Awards í gćr. Ţetta var lagfćrt síđar og réttilega sagt ađ Vesturport hefđi hlotiđ tvenn verđlaun. Kannski var eitt af fréttabörnunum,sem svo eru stundum nefnd, á vaktinni.
Á ţriđjudagskvöld (20.05.2014) sá Molaskrifari síđari hluta heimildamyndar í norska sjónvarpinu (NRK2) um umsvif Kínverja í námarekstri og málmvinnslu í Afríku. Myndin hét ,,Kínverjarnir koma. Molaskrifari sá ekki betur en hún vćri gerđ á vegum BBC. Ríkissjónvarpiđ kaupir mikiđ af efni frá BBC, en ţađ takmarkast eiginlega alveg viđ dýralífsmyndir. Ţćr eru fínar, en einhćfur kostur. Ţessi mynd um framsókn Kínverja utan Kína á erindi viđ okkur.
Rangt var fariđ međ nafn Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra og stjórnarformanns Icelandair í tíu fréttum Ríkisútvarps (22.05.2014). Ekki leiđrétt. Fréttamenn eiga ađ geta fariđ rétt nöfn forystumanna í atvinnulífinu. Enn einu sinni: Enginn lesiđ yfir áđur en lesiđ er yfir okkur.
Fótboltamót. Mesta veisla í heimi, segir Ríkissjónvarpiđ. Veruleikafirring hins ofur sjálfhverfa íţróttaheims.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Athugasemdir
Ég sá um daginn samískar fréttir í norska sjónvarpinu. Samar telja Huang Nubo grunsamlegan. Enginn segir samískar fréttir í íslenskum fjölmiđlum.
FORNLEIFUR, 24.5.2014 kl. 08:13
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.