28.4.2014 | 12:56
Molar um málfar og miđla 1460
Ţađ vefst fyrir sumum fréttamönnum Ríkisútvarpsins ađ hafa réttan framburđ á heiti ríkisins Arkansas í Bandaríkjunum. Í átta fréttum (28.04.2014) var sagt ađ skýstrokkar, skýstrókar, eđa hvirfilbyljir hefđu ţar orđiđ tólf manns ađ bana. Ýmist var talađ um / arkansas / eđa / arkansa /, ţegar réttur framburđur er nćr ţví ađ vera / arkanso /. Ţetta má heyra hér: https://www.youtube.com/watch?v=We2VJKTvkCA
Í nćsta fréttatíma var ekki á ţetta minnst. Ţá var fyrsta frétt upptugga úr morgunútvarpi um ađ landbúnađur í veröldinni vćri ekki sjálfbćr. Ţađ er hreint ekki ný frétt. Í yfirliti hádegisfrétta klukkan tólf var enn talađ um / arkansa /! En Broddi Broddason og Sveinn Helgason í Washington voru međ ţetta rétt og alveg á hreinu í ađalfréttatímanum í hádeginu.
Blikarnir fengu blóđ á tennurnar, sagđi íţróttafréttamađur Ríkisútvarps (26.04.2014). Ţetta er danskt orđatiltćki sem á sér ekki hefđ í íslensku máli. Leyfum Dönum ađ eiga ţađ. Blod pĺ tanden, segja Danir. Ţarna hefđi til dćmis mátts segja ađ Blikar hefđu allir fćrst í aukana, ţeim hafi hlaupiđ kapp í kinn. Danir mega áfram vera blóđtenntir.
Undarlegt ađ fréttamađur Ríkisútvarps (28.04.2014) skuli tala um setningu bráđabirgđalaga , ef til verkfalls flugvallastarfsmanna skyldi koma. Fréttamenn eiga ađ vita ađ ekki er hćgt ađ setja bráđabirgđalög međan Alţingi situr. Alţingi situr og er ađ störfum. Furđuleg fáfrćđi.
Sífellt er talađ um íţróttapakka. Ţađ gera íţróttafréttamenn, fréttamenn og nýr fréttastjóri Ríkissjónvarps. Hvađ er ađ ţví ađ tala um íţróttafréttir eđa íţróttaţćtti?
Svokallađir Hrađfréttamenn Ríkissjónvarps sáu ástćđu til ađ hafa kristna trú í flimtingum í ríkismiđlinum á laugardagskvöld (26.04.2014). Er stjórnendum Ríkissjónvarpsins ekkert heilagt? Hversvegna er fé sóađ í ţennan vitleysisgang?
KŢ bendir á eftirfarandi frétt (27.04.2014) á dv.is: https://www.dv.is/skrytid/2014/4/27/simpansi-kaerir-eiganda-sinn/ Hann spyr: ,,Er ţetta nýyrđi, lifnađarađstćđur?
Hvar í heiminum ćtli máliđ sé rekiđ? Ţađ kemur ekki fram í fréttinni. Ţetta er hálfgerđ endemisfrétt, ef ţannig má ađ orđi komast.
KŢ vísar einnig til ţessarar fréttar (26.04.2014) á fréttavef Ríkisútvarpsins og spyr hvort syndaflóđ sé hafiđ? Sjá http://www.ruv.is/frett/ukrainumenn-haetta-ad-sja-krim-fyrir-vatni
Molaskrifari ţakkar KŢ ábendingarnar.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.