27.1.2014 | 09:25
Molar um málfar og miđla 1397
Félag íslenskra bókaútgefenda auglýsir vćntanlegan bókamarkađ í nćsta mánuđi í blöđum ţessa dagana og ţar segir, orđrétt: ,,Útgefendur sem vilja bjóđa bćkur sínar á markađinum er bent á ađ hafa samband...." Hér er sitthvađ athugavert en einkum er átakanlegt er menn ráđa ekki viđ aukasetningar, né afmarka ţćr međ kommum. Oft má sleppa ţeim alveg og ţađ hefđi til dćmis dugađ ađ segja: ,,Útgefendum er bent á ađ hafa samband... -- Molaskrifari ţakkar bréfiđ.
Ţađ sýnist vel ráđiđ ađ stjórn Ríkisútvarpsins skuli hafa valiđ Magnús Geir Ţórđarson í starf útvarpsstjóra. Honum er árnađ allra heilla í erfiđu starfi. Í Efstaleiti ţarf ađ taka til hendinni eftir langa óstjórn. Margir hćfir sóttu um starfiđ og ekki efast Molaskrifari um ađ til dćmis Salvör Nordal eđa Stefán Jón Hafstein hefđu bćđi getađ gegnt ţessu mikilvćga starfi međ sóma.
Í fréttum Ríkissjónvarps (24.01.2014) talađi Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson forsćtisráđherra um ađ gera ćtti öllum kleift ađ eignast heimili. Hann ruglađi hér greinilega saman húsnćđi og heimili sem er sitthvađ.
Í sama fréttatíma Ríkissjónvarps kom rangt nafn á skjáinn ţegar rćtt var viđ Björgólf Jóhannsson, formann Samtaka atvinnulífsins. Engin afsökun. Engin skýring. Stundum er eins og enginn horfi á fréttirnar í útvarpshöllinni viđ Efstaleiti, eđa ţađ ađ rangt sé fariđ međ nafn ţess sem viđ er rćtt skipti bara engu máli. Ţađ er fúsk.
Gamall ţáttur Jökuls Jakobssonar sem endurfluttur var á laugardagsmorgni (25.01.2014) um Áfanga Jóns Helgasonar var sannkölluđ útvarpsperla. Ćtti ađ nýtast sem ítarefni, ţegar fjallađ er um Áfanga í bókmenntakennslu í íslenskum skólum. Vonandi er staldrađ viđ ţetta einstaka ljóđ í bókmenntakennslu einhversstađar á leiđinni til stúdentsprófs. Eitt af öndvegisljóđum íslenskra bókmennta. Molalesari kynntist Áföngum í öđrum bekk í gagnfrćđaskóla, ţá 14 eđa 15 ára.
Í veđurfréttum Ríkissjónvarps (25.01.2014) voru nokkur borganöfn komin á Norđur Ameríkukortiđ. Takk fyrir ţađ. Vonandi fer ţeim fjölgandi, - einnig á Evrópukortinu. Hvađa regla gildir annars um veđurkort frá öđrum svćđum heims en Evrópu? Rćđur hver veđurfrćđingur ţví hvađa kort hann sýnir okkur?
Stundum er gaman ađ fréttamatinu. Á miđnćtti á föstudagskvöld (24.01.2014) var fyrsta frétt í Ríkisútvarpinu um eld í bíl undir Hafnarfjalli. Eldurinn lognađist útaf af sjálfu sér. Nćsta frétt var um eld í potti á veitingastađ í Reykjavík. Svo leyfir Ríkisútvarpiđ sér ađ flytja engar fréttir fyrr en sjö klukkutímum síđar, - klukkan sjö nćsta morgun. Lélegt hjá ţjónustustofnun í eigu ţjóđarinnar sem jafnframt á ađ sinna öryggishlutverki. Međ ţessum hćtti er ţví alls ekki sinnt svo sem skyldi.
Ţeir voru prýđilegir Bogi Ágústsson og Ţórđur Snćr Júlíusson í Sunnudagsmorgni Gísla Marteins (26.01.2014). Elín Hirst einbeitti sér ađ ţví auglýsa Sjálfstćđisflokkinn. Ţađ er sjálfsagt skylda ţingmanna Sjálfstćđisflokksins ţegar Gísli Marteinn, fyrrum borgarfulltrúi flokksins, bođar ţá á sinn fund.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Athugasemdir
Sćll. Er ekki háttsettur eitt samsett orđ,? Hernig er ţá miđstigiđ? Háttsettari,ég tel ţetta lo. Dettur ţá í hug hve margir skrifa hćstur međ-đ-i,hćđstur. Ţegar reglan er ađ stofn lýsingarorđa finnst í kvk eint. nf. hún er há, hvorki đ eđa r finnst ţar ţá er ţađ svo í öllum stigbreytingum. Fréttir ađ byrja....
Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2014 kl. 18:22
Sćll Eiđur.
Kann ađ vera um lítilsháttar misskilning ađ rćđa hjá ţér
en lýsingarorđiđ sem ţú gerir ađ umtalsefni er nákvćmlega
tilfćrt ţannig: háttsettur.
Frumstig
Sterk beyging
Veik beyging
Miđstig
Veik beyging
Efsta stig
Sterk beyging
Veik beyging
Húsari. (IP-tala skráđ) 28.1.2014 kl. 00:38
Athugasemdin var í bréfi frá Molalesanda.
Eiđur Guđnason (IP-tala skráđ) 28.1.2014 kl. 10:11
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.