Nákvæmlega sömu viðbrögðin

  Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður  skrifar:,,Það sætir undrun og veldur vonbrigðum hversu stjórnlagaráðsfulltrúar og ýmsir þingmenn taka því illa þegar tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrár eru gagnrýndar með málefnalegum hætti. ... Þegar slík gagnrýni kemur fram er henni svarað með þjósti, kjaftbrúki, uppnefnum og heift. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra og getur ekki verið viðunandi þegar svo mikið mál er í húfi."  Þetta er alveg rétt hjá Einari Kr. Mjög athyglisvert. Ekki þíst þegar haft er í huga að þetta er   nákvæm lýsing á  viðbrögðum Nei-sinna  sem hamast gegn  aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.  Allt stemmir þetta: heift, kjaftbrúk og uppnefni, að ógleymdum nasistatilvísunum. Varla hægt að orða það betur og ekki þarf lengi að lesa Mogga til að finna þessu öllu stað.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband