23.1.2011 | 21:10
Molar um málfar og miđla 512
Úr mbl.is (24.01.2011): Ţurrkurinn fer illa međ uppskerur, s.s. hveitiuppskeruna, ....Ţrátt fyrir mikinn ţurrk ţá er einnig mjög kalt í landinu. Viđ austurströnd landsins hefur ís truflađ skipasamgöngur. Stćrri skip hafa neyđst til ţess ađ hćgja á sér og ţau minni komast ekki af stađ. Ekki er eđlilegt ađ tala um uppskerur í fleirtölu í ţessu sambandi. Samhengi milli ţurrka og kulda er ekki rökrétt. Í heild er ţetta heldur klaufalega orđađ.
Í Landanum" í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld var kvenskörungurinn Halldóra Bjarnadóttir kölluđ skólastýra til margra ára. Molaskrifari man ekki betur en Halldóra hafi kallađ sig skólastjóra og til margra ára er ekki til fyrirmyndar. Betra er ađ segja í mörg ár. Ţetta sama kvöld var í fréttum talađ um ađ hafa gaman saman, skemmta sér saman. Molaskrifara hugnast ekki ţetta orđalag. Kannski er ţađ bara sérviska. Í ţeim sama fréttatíma Ríkissjónvarps var fróđlegur og vel unninn pistill um Túnis. Fréttastofan mćtti gera meira af slíku.
Í íţróttafréttum heyrđi Molaskrifari nýlega talađ um ungkarlamet. Molaskrifari er ekki sérfrćđingur í íţróttamáli, en orđiđ ungkarl finnur hann ekki í Íslenskri orđabók. Ungkarl (ungkar á norsku) er hinsvegar til í dönsku og ţýđir piparsveinn, ókvćntur karl.
Tónlistarval í morgunútvarpi Rásar eitt, Vítt og breitt, fellur yfirleitt prýđisvel ađ smekk Molaskrifara. Ţar léku Dave Brubeck og félagar lagiđ Theme from Elementals (24.01.2011). Umsjónarmađur ţýddi heiti lagsins og tengdi ţađ frumefnum. Víst er ađ orđiđ enska orđiđ element er notađ um frumefni og höfuđskepnunar fjórar. En Molaskrifari hefur nokkrar efasemdir um ađ orđiđ elementals í ţessu tilviki tengist frumefnunum. Er ţó ekki viss, svo óyggjandi sé.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.