Molar um málfar og miđla 501

  Ţeir eru engir  aukvisar okkar menn í  Landhelgisgćslunni. Ţađ sást vel,  ţegar  gćsluţyrla sótti   sjómann um borđ í erlent flutningaskip  hálfs annars  tíma flug  undan  Reykjanesi í vondu veđri og stórsjó. Frábćrar myndir í  fréttum Ríkissjónvarpsins (13,01.2011) Ţađ er okkur til háborinnar skammar, ađ  Landhelgisgćslan  skuli ekki  geta veriđ međ   nćgan ţyrlukost til  björgunarstarfa vegna niđurskurđar. Ţađ  mćtti  alveg hugsa sér ađ skerđa  framlög  til stjórnmálaflokka svo bćta  mćtti einni ţyrlu á vaktina. Ţađ gćti bjargađ mannslífum. Ţađ fara engin mannslíf forgörđum ţótt klipiđ sé ađeins af flokkunum.

  Hallgrímur Indriđason  fćr hrós fyrir ađ segja í tvöfréttum Ríkisútvarpsins (12.01.2011), ađ fundur hafi  veriđ  haldinn í Stjórnarráđshúsinu. Of margir  fréttamenn segja  fundi  haldna í  stjórnarráđinu, ţegar átt er  viđ Stjórnarráđshúsiđ  viđ Lćkjartorg.   Stjórnarráđiđ er samheiti yfir öll ráđuneytin. Kristján Sigurjónsson leiđrétti rangan texta í  fréttalestri klukkan  sjö  Í Ríkisútvarpinu. (13.01.2011). Hann fćr  líka   hrós fyrir ţađ. Hann var greinilega bćđi ađ hugsa og hlusta  međan hann las. Fínt.

  Nćturútvarp  Rásar eitt er nú á nýjum brautum. Ţar var áđur útvarpađ  sígildri tónlist án  kynninga    frá miđnćtti til klukkan 06 40  ađ morgni. Fyrst   var tónlistin kynnt. Svo var ţví hćtt í sparnađarskyni, ađ sagt var. Líklega ţurfti íţróttadeildin  meiri peninga. Ţetta hefur  oft veriđ gagnrýnt í  Molum, enda  algjört  virđingarleysi viđ   höfunda, flytjendur og   hlustendur ađ  flytja  svona tónlist í  síbylju.Eins og ađ selja landakort án örnefna.  Nú er breyting orđin á.  Endurflutt er menningarefni af ýmsu  tagi frá  deginum áđur. Ţađ er  mjög til bóta. Margt af ţessu efni er prýđilegt og ţolir endurflutning.

Tryggvi M. Ţórđarson kom ađ máli  viđ Molaskrifara og sendi  síđan  eftirfarandi:

„Lćt hér fylgja međ textann sem ég minntist á viđ ţig:

Íhugum eftirfarandi setningar og gerum okkur í hugarlund ađ kosningar séu í nánd:

Tökum ţátt og bindum enda á stjórnina
Tökum ţátt í kosningunum og bindum endi á stjórnina.
Báđar eru setningarnar réttar, en ţćr lýsa tveimur ólíkum hlutum.
Fyrri setningin ţýđir:

Tökum ţátt úr reipi/kađli og bindum stjórnina međ honum.

Sú seinni ţýđir:

Međ ţátttöku okkar í kosningunum skulum viđ skipta um stjórn."  Kćrar ţakkir fyrir ţetta Tryggvi.

Eins og áđur var vikiđ ađ í Molum var  ítrekađ sagt í Ríkisútvarpinu, ađ Kaupţing hefđi veriđ eigandi fćreyska bankans Eik.  Ţađ var rangt. Ţetta var aldrei leiđrétt svo Molaskrifari heyrđi, en hinsvegar var ţetta tekiđ úr frétt um bankamál í Fćreyjum. Enn eitt dćmiđ um óvönduđ vinnubrögđ ríkisfréttastofunnar í Efstaleiti.  Ţetta var tekiđ út úr fréttinni eftir ađ hringt hafđi veriđ til fréttastofunnar og sagt ađ Kaupţing hefđi aldrei átt Eik banka.

  Leiđarar Morgunblađsins eru í vaxandi mćli árásir á nafngreinda einstaklinga (12.01.2011) sem leyfa sér ţá ósvinnu ađ  hafa skođanir,  sem  eru Morgunblađinu  ekki ţóknanlegar. Í stjórnmálaskrifum leggur Morgunblađiđ einstaklinga í einelti  og gengur stundum lengra en gamli Ţjóđviljinn, málgagn kommúnista, gerđi ţegar ofsóknirnar  og eineltiđ gegn Bjarna Benediktssyni og Guđmundi Í. Guđmundssyni gekk hvađ lengst. Ţetta eru sömu  ađferđir og  íslenskir kommúnistar lćrđu í  sérstökum byltingarskólum í Sovétríkjunum eins og  segir frá í gagnmerkri nýrri bók Ţórs Whiethead.   Ţađ er ekki leiđum ađ líkjast hjá Mogganum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Mér finnst áhugavert ađ heyra ţessa skýringu hjá Tryggva. Ég veit ekki hvort hún er rétt eđa röng. En mín máltilfinning bindur einfaldlega enda á allt. Ég bind sem sagt ekki endi á neitt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 14.1.2011 kl. 20:21

2 identicon

Satt segir ţú um leiđara Morgunblađsins. Ţađ er átakanlegt ađ sjá hve lágt höfundur ţeirra sumra og reyndar ekki síđur Staksteina getur lagst í skrifum sínum. Ţessum  skrifara hlýtur ađ líđa mjög illa "á sálinni" eins og sagt er.  Getur veriđ ađ Matthildur í Móum skrifi ţetta ? Ţetta líkist henni.

Emil Ragnar Hjartarson (IP-tala skráđ) 14.1.2011 kl. 21:05

3 identicon

 Ţetta er rétt hjá ţér  Ben. Ax. en hvort tveggja  heyrist í talmáli.

Eiđur (IP-tala skráđ) 15.1.2011 kl. 10:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband