6.1.2011 | 09:01
Molar um málfar og miđla 493
Í fréttatíma Stöđvar tvö (05.01.2011) var sagt frá verđbreytingum á bílum, - verđlćkkun á lúxusjeppum. Ţá spara ég mest á ađ versla Porsche-inn, sagđi fréttamađur. Versla Porsche-inn !Hvílíkt endemisbull. Kaupa Porsche-inn átti hann viđ.
Í sexfréttum Ríkisútvarps var sagt frá lýsingu í Hvalfjarđargöngunum. Fréttamađur sagđi um lýsinguna: ... ţó ţurfi ađ bćta úr henni nćst gangnamunnanum beggja vegna ganganna. Ekki góđ setning. Orđiđ göng er fréttamönnum stundum erfitt viđfangs. Orđiđ beygist: göng, göng, göngum til ganga. Orđiđ göngur í merkingunni fjárleitir beygist hinsvegar: göngur göngur, göngum , gangna. Ţví er talađ um gangnamenn, ţá sem fara til fjárleita á fjöllum. Ţarna ruglast menn stundum. Betri hefđi setningin hér ađ ofan veriđ svona: Ţó ţurfi ađ bćta lýsinguna ( ekki úr henni) viđ gangamunnana (beggja megin).
Ţađ er ađ sjálfsögđu fréttnćmt hvern íţróttafréttamenn velja íţróttamann ársins. Ţađ er hinsvegar ekki tilefni til 50 mínútna beinnar útsendingar á besta tíma kvölds á ţessari einu sjónvarps rás ríkisins. Nćgt hefđi ađ segja og sýna frá valinu í tíu fréttum Ríkissjónvarpsins. Ţetta er bara enn eitt dćmiđ um ţađ hvernig íţróttadeild Ríkissjónvarpsins hefur tekiđ völdin viđ gerđ dagskrár. Í íţróttahúsi ţjóđarinnar viđ Efstaleiti er gengiđ út frá ţví ađ ţjóđin öll standi á öndinni yfir íţróttafréttum. Svo er reyndar ekki.
Í íţróttafréttum í tíufréttum Ríkissjónvarpsins (05.01.2011) voru ótal ambögur. Molaskrifari lćtur ţó nćgja ađ vitna orđa íţróttafréttamannsins sem sagđi um nýkjörinn íţróttamann ársins , ađ hann vćri tuttugu ára gamall, fćddur í Lettlandi áriđ 1982. Enn einu sinni lesiđ án ţess ađ hlusta eđa skilja.
Fyrirsögn á visir.is um jólin : Flugmenn Icelandair mokuđu snjóinn burt. Málvenja eru ađ tala um ađ moka einhverju. Ţess vegna hefđi veriđ betra ađ segja: Mokuđu snjónum burt. Ţetta minnir á vísuna alkunnu eftir Pál J. Árdal:
Ó hve margur yrđi sćll,
og elska mundi landiđ heitt,
mćtti hann vera í mánuđ ţrćll
og moka skít fyrir ekki neitt.
Međ ţessu vísukorni var hugmynd um ţegnskylduvinnu,sem ţá var mjög til umrćđu, drepin á augabragđi.
Fréttir af ţingflokksfundi VG bera međ sér ađ ţar var ekkert samkomulag. Menn hnakkrifust (hreinskiptnar umrćđur). Ásmundur Dađi segist verja ríkisstjórnina vantrausti. En hann styđur hana ekki. Hann segir ađ ríkisstjórnin verđi ađ breyta um stefnu. Taka upp hans stefnu. Lilja Mósesdóttir segir fjölmiđla hafa brugđist í túlkun á hjásetu ţremenninganna viđ fjárlagaafgreiđsluna. Erfitt er ađ skilja ţau ummćli.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.