Molar um málfar og miđla 474

 Í  fréttum  Ríkissjónvarpsins á kjördag (27.11.2010) var rćtt viđ  formann landskjörstjórnar, sem fréttamađur kallađi yfirmann landskjörstjórnar.  Hvernig  hefur ţetta veriđ  svona  heilt yfi spurđi   fréttamađur  formanninn. Heilt yfir? Ţađ var líka einkar ófaglegt ađ ćtlast  til ţess ađ formađur landskjörstjórnar lýsti  vonbrigđum međ  drćma kosningaţátttöku. Fréttamađur  sem segir:  Dáldil traffík og misjafnt er hvenćr kjörstöđum lokar , ţarf  meiri ţjálfun áđur hann er settur á skjáinn og   sendur inn í stofu til okkar. 

 Ţeir sem ćtla ađ hlusta á fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan 17 00 á laugardögum   grípa  í tómt.  Fréttastofu  ríkisins  ţóknast ekki ađ hafa  fréttir ţá  eins og  virka daga. Ţá  er  bara ađ hlusta á  Bylgjuna. Ţar eru fimmfréttir á laugardögum.

Samkvćmt fjárlagafrumvarpinu á ađ fćkka um 96 starfsmenn sem nemur 69 starfsmönnum á  St. Jósefsspítala. Skilur einhver ţetta?  Tilvitnunin  er úr grein eftir  ţingmann Framsóknarflokksins í Fréttablađinu  27. 11.2010. Hér er  svo setning úr  dv.is (27.11.2010): „Kristkirkja á Íslandi ćtlar ekki lengur ađ koma illa fram viđ hvort annađ,“ sagđi Símon Geir Geirsson, úr Fíladelfíukirkjunni... Aftur er spurt: Skilur einhver ţetta?

 Heimildamyndin Aldrei aftur, sem  Ríkissjónvarpiđ sýndi á sunnudagskvöld  (28.11.2010) var of löng. Ţar var illa fariđ međ áhugavert  hráefni. Samhengi var stundum ábótavant, en ágćtum tilţrifum brá  fyrir,  til dćmis viđtölum  viđ gömlu konurnar á Guernsey, öllu heldur frásögnum ţeirra. Ţađ var áhrifamikiđ. Myndina hefđi mátt stytta um allt ađ ţví helming eđa gera   tvćr  styttri myndir međ betri klippingu og leikstjórn. Lokaatriđiđ á Ţingvöllum  hefur ekki veriđ ódýrt í uppsetningu  og var meira en   hallćrislegt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband