Molar um mįlfar og mišla 443

 Śr frétt į mbl.is (27.10.2010): Žó eru nokkrir įhafnarmešlimir sem völdu aš sigla allt tķmabiliš.  Molaskrifara  finnst įhafnarmešlimur vera oršskrķpi. Žarna hefši aušvitaš įtt aš tala um skipverja (ekki skipsverja eins og  skrifaš var į skjį Rķkissjónvarpsins ķ tķufréttum). Skrķtiš er lķka aš tala um aš sigla allt  tķmabiliš. Betra hefši veriš aš segja, - sem įkvįšu  aš vera um borš allan tķmann.

 Af fréttavef Rķkisśtvarpsins (27.10.2010): „Žį fundum viš 30 tilfelli žar sem um var aš ręša lyf eša nįttśruefni, flest voru aš völdum sżklalyfja en auk žess fjögur žar sem grunur lék į aš aš žetta vęri aš völdum Herbalife žvķ žaš voru engin önnur lyf til stašar.“  Ķ žessari klausu er tvisvar sinnum  sagt aš eitthvaš sé aš völdum einhvers. Į aušvitaš aš vera  af völdum einhvers.  Sķšar  ķ fréttinni er talaš um lifraskaša, - į aš vera lifrarskaša.

  Hagręšingin hjį Fréttastofu Rķkisśtvarpsins gerir aš verkum aš nś  heyrum viš ambögurnar fyrst ķ śtvarpsfréttum klukkan  sex.  Svo eru žęr endurteknar ķ sjónvarpsfréttum klukkan sjö.  Žannig var ķ bįšum fréttatķmunum (27.10.2010) talaš um  aš tjaldi hefši veriš slegiš upp fyrir framan Męšrastyrksnefnd.  Hiš rétta var, aš  tjaldi  hafši veriš slegiš upp viš hśsakynni eša bękistöš  Męšrastyrksnefndar.

  Ķ fréttum Stöšvar  tvö  talaši stjórnmįlamašur um hreyfingu į sköttum. Hann var aš  tala um skattahękkanir. Stjórnmįlamenn eiga aš tala mannamįl og nefna hlutina réttum nöfnum.

  Ķ ķžróttafréttum Rķkissjónvarpsins var talaš um aš  svara könnun og ęfa reglulegar ęfingar. Molaskrifara hefši hér žótt betra aš tala um aš taka žįtt ķ könnun og   aš ęfa reglulega.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband