10.10.2010 | 10:19
Molar um málfar og miðla 428
Í fjögurfréttum Ríkisútvarpsins (08.10.2010) var talað um að byggja heimili. Á íslensku tölum við um að byggja hús. Við byggjum ekki heimili. Fólk stofnar hinsvegar heimili, þegar það fer að búa. Við þetta bætist eftirfarandi frá Molavin:
vitnað í DV frétt, sem minnist þó ekkert á að selja eigi heimili
umrædds söngvara, heldur hús hans. Þessi hugtakaruglingur, um uppboð á
heimilum, hefur verið fyrirferðarmikill í fjölmiðlaumræðu liðinnar
viku. Vitaskuld er heimili fólks oftast í húsi, en þótt húsið verði
selt hæstbjóðanda, þá flytur heimili þess, sem húsið missti,
væntanlega eitthvað annað. "Hús er ekki heimili" segir í gömlum slagar
eftir Burt Bacharach (A House is not a Home). Gott er þegar fréttafólk
fer rétt með hugtök. -Molavin.
Það eru alvarleg tíðindi, að eggjaskríllinn á Austurvelli skuli vera að eyðileggja Alþingishúsið. Þrífa þarf húsið með háþrýstidælum eftir hverja eggjakastshrinu. Grágrýtið í húsinu er hvorki hörð né endingargóð steintegund. Þessvegna verða varanlegar skemmdir á húsinu í hvert skipti sem háþrýstidælunum er beitt. En eggjaskrílnum stendur á sama.
Fréttatíminn nýi er snoturt blað á ýmsan veg, enda standa góðir fagmenn að blaðinu. Hann er þó ekkert byltingarblað, en fer ágætlega af stað.
Stefið,sem jafnan er leikið á undan dánarfregnum og jarðarförum í Ríkisútvarpinu er smekklegt og við hæfi. Stefið, sem leikið er á undan hádegisútvarpinu svokallaða klukkan tólf er hinsvegar jarðarfararlegt. Fréttastefið hefur heldur ekki batnað með tímanum. Það var slæmt og er slæmt. Venst ek
Pennum á pressan.is (08.10.2010) er ekki öllum töm rökhugsun, sbr. eftirfarandi: ...hún skrifaði André harðorðan tölvupóst þar sem honum var tilkynnt að hún hefði bannað starfsfólki bankans að eiga ekki frekari samskipti við hann. Það var og. Bannað að eiga ekki frekari samskipti við. Þetta er skrifað á kostnað og fyrir reikning VÍS, Vátryggingafélags Íslands, sem á þátt í að halda þessu fyrirtæki á floti, (pressan.is ) Öllum sé það til athugunar,sem tryggja hjá VÍS. Menn verða að hugsa til þess hvert iðgjaldagreiðslurnar fara. Sumum finnst sjálfsagt gott og gilt, að hluti þeirra fari lóðbeint til gamalla Framsóknarmanna. Molaskrifari er ekki sannfærður um ágæti þess.
Athugasemdir
Það er allt byggt nú til dags. Það má þó þakka fyrir að ekki er talað um "framkvæmd uppbyggingar nýrra heimila" sem væri þó meira í takt við nýtt málfar. Ég skil ekki af hverju fólk þarf alltaf að flækja málið. Eða á ég kannski að segja -ég er ekki að skilja.
Þetta er fín barátta hjá þér Eiður, en því miður held ég hún skili litlu. Viðbrögðin sem ég fékk við einhverjum athugasemdum um málfar einn daginn sýndu mér að það á ekki upp á pallborðið nú til dags og meðal annars fékk ég það svar að samkvæmt því sem málfræðingar segja er ekkert sem getur talist rangt lengur. Einungis málvitund hvers og eins á að ráða hvað hverjum finnst. Þá spyr ég getum við talað saman eftir 10 - 20 ár? Jú líklega á Ensku. Þar er kennd málfræði ennþá.
Sigurður Sigurðarson
Sigurður Sigurðarson, 10.10.2010 kl. 11:28
Það er allt byggt nú til dags. Það má þó þakka fyrir að ekki er talað um "framkvæmd uppbyggingar nýrra heimila" sem væri þó meira í takt við nýtt málfar. Ég skil ekki af hverju fólk þarf alltaf að flækja málið. Eða á ég kannski að segja -ég er ekki að skilja.
Þetta er fín barátta hjá þér Eiður, en því miður held ég hún skili litlu. Viðbrögðin sem ég fékk við einhverjum athugasemdum um málfar einn daginn sýndu mér að það á ekki upp á pallborðið nú til dags og meðal annars fékk ég það svar að samkvæmt því sem málfræðingar segja er ekkert sem getur talist rangt lengur. Einungis málvitund hvers og eins á að ráða hvað hverjum finnst. Þá spyr ég getum við talað saman eftir 10 - 20 ár? Jú líklega á Ensku. Þar er kennd málfræði ennþá.
Sigurður Sigurðarson
Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 11:39
Fyrirsögn fréttar í Pressunni í dag er svona:"Flottar kennitölur fæðast í dag.Samt engin sett í gang að ósk foreldra nema nauðsyn þyki"
Hvaða helv. bull er þetta ? Hvar er sú fæðingardeild þar sem kennitölur fæðast ? Hvernig eru kennitölur settar í gang ?
Fréttin á að vekja athygli á að börn sem fæðast í dag fá kennitölu sem byrjar á 101010 ,kennitölurnar fæðast ekki, a.m.k. ekki fyrir vestan þar sem ég ólst upp.
Emil Ragnar Hjartarson (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.