Molar um málfar og miđla 425

  Lániđ fellur á gjalddaga , sagđi íţróttafréttamađur Stöđvar tvö (06.10.2010). Lán falla ekki á gjalddaga, heldur falla  lán í gjalddaga, ef   ţau eru ekki greidd á réttum  tíma. Eindagi  er gjalddagi, síđasti dagur sem unnt er ađ greiđa skuld án ţess ađ á hana falli dráttarvextir eđa annar kostnađur.

 Vinsamleg ábending  til Kastljóss: Umrćđur um stefnurćđu  forsćtisráđherra eru ekki eldhúsdagsumrćđur. Eldhúsdagsumrćđur  fara fram í ţinglok. Ţetta er málvenja, sem engin ástćđa er til ađ breyta.

 Ekki hvarflađi ţađ  ađ umsjónarmanni Kastljóss Ríkissjónvarpsins (05.10.2010) ađ spyrja ţá mótmćlendur á Austurvelli,  sem vildu ađ  landiđ  fengi  svokallađa neyđarstjórn eđa utanţingsstjórn hver  ćtti ađ skipa slíka   stjórn, eđa hvernig slík stjórn ćtti ađ starfa í sátt viđ  ţingiđ. Né heldur  datt  umsjónarmanni í hug ađ spyrja  ţá sem kröfđust ţess ađ hreinsađ  vćri út úr  ţinghúsinu  hverjir ćttu ađ taka  viđ.  Heldur dapurleg vinnubrögđ. 

Umfjöllun um  atburđina á  Austurvelli   var  betri í fréttum Stöđvar tvö og í  Íslandi í dag en  raun bar vitni í  Ríkismiđlinum (05.10.2010). Ţar kom vel fram  hverskonar skrílslćti ţeir höfđu í frammi sem mest bar á ţetta kvöld. Málefnalegast og skynsamlegast var ţó framlag  Ölmu Jennyar Guđmundsdóttur í ţćtti Ţórhalls Gunnarssonar Í návígi í  Ríkissjónvarpinu (05.10.2010). Fínn ţáttur.

Orđ Kolbrúnar Bergţórsdóttur um  skrílslćti á  Austurvelli í Morgunblađinu ((07.10.2010) eru í tíma töluđ.  Fjölmiđlar ţora ekki ađ nefna  hlutina réttum nöfnum. Ţađ er ámćlisverđur heigulsháttur. Hér hefur veriđ  leitast viđ ađ tala skýrt um ţessi mál.  Viđ sáum skrílslćti í  sjónmvarpinu, en  viđ  sáum líka fullt  af fólki sem fór međ friđi.

 Athyglisvert er  er hvernig  sömu  lögmönnunum  tekst  aftur og  aftur ađ plata   fréttamenn og  komast í sjónvarpsfréttir međ „ekki-fréttir",  sbr. fréttina  um regnhlífina (05.10.2010). Fréttastofur verđa ađ gćta ţess ađ láta óprúttna lögmenn ekki ljúga sig inn í fréttatímana.

Valdfíkinn mađur,sem forseti Íslands er, ţá ţarf engum ađ koma á óvart frétt DV (06.10.2010) um ađ hann skuli  ţegar  byrjađur ađ ţreifa fyrir  sér um  skipun utanţingsstjórnar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Eiđur

ég fylgist öđru hvoru međ ţínum ágćtu fróđlegu pistlum um málfar og ţykir gott ađ vita af ţér á ţeirri vaktinni

og flestir hljóta ađ vera sammála ţér og Kolbrúnu um skrílslćtin og hve allt ofríki/ofbeldi er vítavert í skođanaskiptum fólks

en ţá má einnig spyrja eftir mótmćli međ eggja- og skítkast alţingishúsi og alţingismönnum hvernig komiđ verđur í veg fyrir ofríki/ofbeldi kjörinna fulltrúa almennings gegn eigin ţjóđ, ofríki/ofbeldi seljenda gagnvart kaupendum á markađi (bíla og húsnćđislán), ofríki/ofbeldi fjölmiđla gagnvart t.d. greinarhöfundum og bloggurum og öđrum sem láta uppi ólíkar skođanir en ţćr sem hljóta náđ hjá stjórnendum/eigendum

ţađ er kannski smásmygli ađ segja frá ţví en í morgun 7 okt 10 birtir mogginn smágrein mína á bls 22 og stórskemmir svo svakalega međ viđbótum og breytingum ađ einna helst verđur fyrir manni ađ líkja ţessum greinarstúf viđ alţingishús útatađ eggjum og málningu.

Fátt er um svör í síma hjá mogga gamla ţegar spurt af hverju; en ef ţú kynnir hafa áhuga á má skođa greinina óskaddađa á jonasgunnar.blog.is. Ég ćtla ađ henda henni inn á eftir.

Ef einhver flugufótur skyldi yfirleitt fyrir ţessum óskapa breytingum moggafólksins núverandi (sem hefur haldiđ greininni hjá sér síđan 3.sep. sl.) skal ég vera fyrsti mađur til ţess ađ hrósa mogganum fyrir ofríkiđ/ofbeldiđ.

Fáum held ég sé betur treystandi en ţér ađ véla óvilhallt um íslenskt mál, ţess vegna datt mér í hug ađ nefna ţetta viđ ţig.

mkv

Jónas Gunnar Einarsson  

Jónas Gunnar Einarsson (IP-tala skráđ) 7.10.2010 kl. 14:10

2 Smámynd: Eiđur Svanberg Guđnason

Athyglisvert. Hverju breytti Mogginn?

Eiđur Svanberg Guđnason, 7.10.2010 kl. 18:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband