24.8.2010 | 10:49
Molar um málfar og miđla 387
Sumir fréttamenn eiga í erfiđleikum međ sögnina ađ ljúka. Fréttaţulur Ríkissjónvarpsins sagđi í tíufréttum (23.08.2010): ... ţegar sautjánda umferđ úrvalsdeildar karla í knattspyrnu lauk. Sautjánda umferđ lauk ekki , heldur lauk sautjándu umferđ. Á ţessu er munur. Munurinn á réttu og röngu. Rétt var hinsvegar fariđ međ ţetta í sexfréttum útvarps ađ morgni nćsta dags (24.08.2010).
Stjórnendur Stöđvar tvö eru ekki vandir ađ virđingu sinni ,ţegar ađ málvöndun kemur. Íţróttafréttir Stöđvar tvö eru á stundum mikill ambögugrautur. 21.08.2010 sagđi íţróttafréttamađur Stöđvar tvö okkur , ađ sveit ţeirra Bergţórs, Óskars, Benediktar og Jóns hefđi boriđ sigur úr býtum. Sami fréttamađur sagđi:.. var mikill samhugur í öllum. Fréttamađur ,sem kann ekki ađ beygja mannsnafniđ Benedikt á ekkert erindi á skjáinn. Látiđ ţennan fréttamann ekki fara ađ hljóđnema, nema einhver sem er sćmilegur í íslensku sé búinn ađ lesa handritin áđur.
Ţađ er röng stefna hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins ađ láta alla fréttamenn lesa fréttir. Sumir eru óhćfir fréttalesarar ,en geta veriđ ágćtir fréttamenn. Ţetta er sagt m.a. í tilefni fréttalesturs um miđjan dag 22.08.2010. Ef ţetta á ađ heita einhverskonar jafnréttisstefna, ţá er hún byggđ á misskilningi og kemur niđur á hlustendum. Ţađ á ađ velja fólk til fréttalesturs sem hefur skýra rödd og áheyrilega.
Ţađ ber ekki vott um ríkan málskilning ,ţegar fréttamađur Stöđvar tvö (22..08.2010) segir: Ţađ er ekki spurning um hvort eđa hvenćr slys muni verđa. Veriđ var ađ segja frá slćmum frágangi verktaka á byggingarsvćđum í Hafnarfirđi. Hér hefđi fréttamađur átt ađ segja: Ţađ er ekki spurning um hvort, heldur hvenćr slys muni verđa.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.