Molar um málfar og miđla 386

  Ţađ er til marks um algjöra veruleikafirringu dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins,ađ ţeir skuli halda  ađ ţjóđin vilji ţátt eins og Popppúnkt í meira en klukkutíma   klukkan rúmlega  hálf átta á laugardagskvöldum.  Ţetta er besti  sjónvarpstími vikunnar. Ţennan ţátt ćtti ađ sýna klukkan hálf  átta á mánudagsmorgnum. Lifi nauđungaráskriftin. Ţađ skal í ţađ. Í kjölfar poppţáttarins kemur svo unglingaefni sem unglingarnir í minni fjölskyldu , ađ minnsta kosti ,hafa ekki minnsta áhuga á.

Úr hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (21.08.2010): .. í verklagsreglum Vestiu eignarhaldsfélagi Landsbankans.  Hefđi átt ađ vera ...í verklagsreglum eignarhaldsfélags Landsbankans. Fréttamađur sagđi: Menntaskólinn á Tröllaskaga er til húsa í gamla  gagnfrćđaskólahúsinu í Ólafsfirđi,sem hefur gengiđ í gegnum töluverđur endurbćtur ađ undanförnu. Nýr skólameistara sagđi: ... ţađ vćri veriđ ađ  auka fjárveitingar ţar inn,  og  ... á Eyjafjarđarsvćđinu njótum viđ ţess ađ skólinn er ađ koma inn. Á mbl.is er haft eftir sama skólameistara: : „Viđ förum ađ sjá unga fólkiđ meira heimaviđ og menntunarstigiđ eykst. Samvirkni milli menntastofnunar og samfélagsins skiptir máli,“ . Ekki finnst Molaskrifara ţetta lofa  góđu. Ef hann ćtti heima á Tröllaskaga mundi hann sennilega senda börn sín í MA. 

 Úr íţróttafréttum Ríkisútvarpsins  í hádeginu (21.08.2010):  Leikurinn,sem fram fór í gćrkvöld, lauk međ   fjögurra marka sigri Póllands. Hér hefđi íţróttafréttamađur  auđvitađ átt ađ segja: Leiknum, sem fram  fór í gćrkvöld, lauk međ  fjögurra marka  sigri  Póllands. Eđa: leiknum í gćrkveldi lauk međ fjögurra marka sigri Póllands.  Leikurinn lauk ekki. Líklega ćtti Ríkisútvarpiđ  frekar átt ađ ráđa handritalesara ,en málfarsráđunaut.

Hversvegna ţurfa ágćt íslensk byggđarlög ađ nota í  í netfangaheitum,  ţegar veriđ er ađ  auglýsa á íslensku og auglýsingunum er beint ađ Íslendingum? Dćmi:  visitakureyri.is og visithunathing.is. Ţetta eru óţarfa slettur,sem  Ríkisútvarpiđ ćtur dynja á okkur dag eftir dag.

visir.is (21.08.2010): Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, setti Menningarnótt fyrir stundu í tjaldi viđ Ferđamálastofu Íslands Fréttavefur Ríkisútvarpsins (21.08.2010):Menningarnótt í Reykjavík var sett í 15. sinn af Jóni Gnarr borgarstjóra klukkan 13.Germynd  á visir.is er betri óţörf ţolmynd ruv.is.

   Ţađ var eitthvađ barnslega bjálfalegt viđ ţađ, ţegar Kjartan Magnússon  fv. stjórnarformađur Orkuveitu Reykjavíkur kom í  fjölmiđla  um helgina til ađ kenna öđrum um ófarir Orkuveitunnar.  Sjálfstćđismenn eru  saklausir sem ungabörn. Ţetta er allt öđrum ađ kenna.  Ţađ er  međ ólíkindum hve  sumir  stjórnmálamenn halda kjósendur heimska.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilađi

Popppúnktur er eđalsjónvarpsefni. Alveg eins og Kontrapúnktur var á sínum tíma. Hann er á fínum tíma, takk fyrir.

Billi bilađi, 23.8.2010 kl. 11:02

2 Smámynd: Vendetta

Ég er algjörlega ósammála hr. Bilađa. Mér finnst popppunktur (alveg eins og Kontrapunktur á sínum tíma) afburđa leiđinlegur. Og ţađ á laugardagskvöldi, ţegar ćtti ađ sýna spennumynd eđa gott skemmtiefni! Ţađ mćtti alveg sýna ţennan Popppunkt rétt eftir hádegi, ţá horfi ég nefnilega aldrei á sjónvarpiđ.

En ţar eđ ég er sveigjanlegur, ţá gćti ég fallizt á ađ hafa svona spurningarţátt ađ kvöldi til, en ţá međ öđruvísi uppsetningu. Ađ hafa alltaf sömu menina ţrjá og ţrjá saman er bara svo hallćrislegt. Ţetta fyrirkomulag minnir helzt á spurningakeppnirnar í Kanasjónvarpinu fyrir 45 árum.

Varđandi spurningakeppnir almennt: Ég tel, ađ eru börn síns tíma or eru úreltar. Eina spurningakeppnin sem mér hefur fundizt variđ í, var Mastermind sem var sýnt á BBC2 sem Magnús Magnússon heitinn stjórnađi. Fjórir keppendur tóku ţatt í ađ svara ca. 30 spurningum á 2 mínútum (eđa eins mörgum og ţeir gátu á 2 mín.) fyrst ţungar og léttar um almennt efni og síđan mjög ţungar um efni sem ţeir höfđu sérhćft sig í. Í samanburđi er Viltu vinna milljón? bara brandari.

Eiđur: Ég leyfđi mér ađ nota keppni í fleirtölu. Má ţađ ekki örugglega? (Bezt ađ fara varlega á ţessu bloggi).

Vendetta, 23.8.2010 kl. 22:53

3 Smámynd: Eiđur Svanberg Guđnason

 Ég reyni nú frekar ađ forđast fleirtöluna keppnir, en vefur Árnastofnunar , beygingalýsing íslensks nútímamáls ,er međ  fleirtöluna keppnir. Sami vefur  hefur orđiđ verđ  einnig í fleirtölu  sem, ég hneigist mjög til ađ nota ađeins í eintölu.

Eiđur Svanberg Guđnason, 24.8.2010 kl. 07:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband