Umburðarlyndið heyrir sögunni til í Sjálfstæðisflokki

  

 Það er  deginum ljósara, að grundvallarbreyting hefur  orðið á Sjálfstæðisflokknum á tiltölulega fáum árum. Þar er nú ekki sem var  rúm fyrir ólíkar skoðanir eins og  áður.   Á landsfundi flokksins varð  formaðurinn  að lúta í gras fyrir öfgafólki ,sem ekki mátti heyra minnst á málamiðlanir, og  þar var samþykkt  tillaga  þar sem  valtað var yfir þá flokksmenn, sem  vildu  að þjóðin fengi  að skera úr  um ágæti þess samnings,sem  kynni að nást  við Evrópusambandið. Hvað skyldu nú  fulltrúar atvinnulífsins í flokknum (aðrir en kvótakóngar, sægreifar og  sauðfjárbændur) segja?

  Það kom í ljós fyrir landsfundinn að  Sjálfstæðismenn, sem  í sveitarstjórnarkosningum höfðu boðið sig fram á listum  sem ekki voru hreinir flokkslistar voru reknir úr flokknum. Hvað er það annað en brottrekstur, þegar  hringt er í fólk og  því tilkynnt  formlega , að það sé lengur félagar í Sjálfstæðisflokknum? Auðvitað er það brottrekstur.

 Snemma árs 1980 myndaði Gunnar Thoroddsen ríkisstjórn í óþökk forystu Sjálfstæðisflokksins. Gunnar varð forsætisráðherra þeirrar stjórnar. Tveir aðrir þingmenn  flokksins urðu ráðherrar í þessari  ríkisstjórn, þeir  Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson.  Var  Gunnar rekinn? Nei. Var Friðjón rekinn? Nei.  Var Pálmi  rekinn?   Nei.   Þetta var auðvitað mjög erfið staða  fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en flokkurinn hafði sig í gegnum það. Þá var meirihlutinn ekki styrkari en  svo, að ráðherrarnir þrír urðu að taka  sæti í þingnefndum, sem  var nær óþekkt áður.

  Sjálfstæðisflokkurinn hefur  löngum verið  fylgjandi víðtæku samstarfi  við  aðrar þjóðir einkum  lýðræðisþjóðir. Stundum hefur  flokkurinn  meira að segja  gengið svo langt að  reyna að eigna sér hluta þess  sem aðrir höfðu forgöngu um í þeim efnum.  Hinn kunni  fræðimaður Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur   séð um  endurritun Íslandssögunnar hvað þetta varðar fyrir hönd flokksins. Meðal annars í alræmdum sjónvarpsþáttum Ríkissjónvarpsins.

  Nú  vill Sjálfstæðisflokkurinn að við verðum að athlægi með því að  draga umsókn um ESB  aðild  til baka. Er ekki nóg að efnahagsóstjórn  Sjálfstæðisflokks með hjálp Framsóknar lengst af og  Samfylkingar í blálokin  skuli hafa gert okkur að viðundri um víða veröld, fyrir nú utan það  að leiða hörmungar yfir  tugþúsundir  heimila í landinu ?  Það  nægir þeim greinilega ekki.

  Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú illu heilli skipað sér í sveit öfgaþjóðernisflokka yst á  hægri væg stjórnmálanna. Það er dapurlegt , ömurlegt hlutskipti flokks ,sem eitt  sinn var víðsýnn og frjálslyndur. Flokks  þar sem  var rúm  fyrir   fólk , - líka  þótt það  væri ekki sammála stefnu flokksins í öllum  greinum. Það nú er liðin tíð. Umburðarlyndið heyrir nú sögunni til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel Sjálftæðisflokkinn hafa skýrt stefnu sína vel og hún endurspeglar mjög vel eindreginn vilja mikils meirihluta stuðningsmanna flokksins.

Það er gott fyrir lýðræðið að flokkar hafi skýra stefnu í jafn stóru máli og ESB málið er fyrir þjóðina.

Annars gætum við allt eins haft hér bara einn Stjórnmálaflokk sem t.d. héti Samfylkingin, það væri miklu ódýrara og það þyrfti ekki einu sinni að kjósa því að Flokkurinn rúmaði allar skoðanir og hvaða tækifærismennsku sem er, allt í nafni þessa margrómaða umburðarlyndis.

Þeir reyndu þetta í Sovétt með afleitum árangri og lítið fór þar fyrir umburðarlyndinu.

Það er miklu nær að við séum að gera þjóðina að atlægi með þessu bjölluati þarna í Brussel með því að senda inn þessa rándýru ESB umsókn í  algerri óþökk mikils meirihluta þjóðarinnar.

ESB innlimunarsinnar eru á hröðum undanhaldi og njóta nú sáralítils fylgis meða allra þjóðfélagshópa og allra starfsstétta. Meira að segja er aðeins minnihluti atvinnurekenda sem styður þessa ESB umsókn þó oft sé reynt að guma að öðru.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 13:24

2 identicon

Hálfkák hefur alltaf reyst okkur gagnslaust og fáránlegt að fólk sem á meiri samleið með Samfylkingunni skuli ráða því að okkar flokkur sé útvatnaður Framsóknarflokkur.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 13:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur Ingvarsson hefur KOSIÐ að búa í Evrópusambandslandinu Spáni, rétt eins og gyðingurinn hefur KOSIÐ að búa í Evrópusambandslandinu Danmörku en ekki til að mynda Ísrael.

Ríkjum er ekki stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum og skyggnilýsingum, heldur kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í síðustu alþingiskosningum, í fyrra, EFTIR að Bjarni Benediktsson hafði verið kosinn formaður flokksins með um 60% atkvæða, eins og nú.

Fjöldi fólks kýs EKKI Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 28.6.2010 kl. 13:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sic transit gloria mundi, mætti segja,
svo mjög er breytt frá því sem áður var.
Og Sjálfstæðis- var hér frægur flokkur,
sem fólksins merki hreint og tigið bar.

Svo hættulegt var ekkert auð né valdi
og yfirdrottnan sérhvers glæframanns.
Svo dó hann hljóðalaust og allt í einu,
og allir Bretar vissu banameinið hans.

En minning hans mun lifa ár og aldir,
þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí.
Á gröf hins látna blikar bensíntunna
frá Bjarna Ben í Enn einum Company.

Þorsteinn Briem, 28.6.2010 kl. 13:52

5 identicon

Jóhann Hauksson blaðamaður á DV er með skemmtilega grein í dag um valdakerfi. Minnir á valdabröltið í Sjálfstæðisflokknum. Netið í kringum flokkinn og völdin. Fjölmiðlamenn sem skara fram úr sjá oft lengra, en kjósendur eru líka miklu betur upplýsir í dag. Svigrúm til breytinga myndast þegar ákveðnir hópar eru útilokaðir frá þátttöku. Flokkurinn og kjósendur hafa enn tvö og hálft ár til stefnu.  

Sigurrafn (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 15:55

6 identicon

Er ekki nóg af stjórnmálaflokkum sem líta á sig eins og kjörbúð og bjóða upp á allt sem fólk kann að hafa áhuga á að versla. Á að berjast bæði með og á móti málum? Hefði Sjálfstæðisflokkurinn átt að berjast bæði með því að vera aðili að NATÓ og einnig á móti því. Ætti Samfylkingin að leyfa hörðum hópi andstæðinga aðildar að ESB að taka allt bit úr áhuga flokksins á að sækja um aðild? Er ekki bara ágætt að fólk viti til hvers það er að fylgja einhverju stjórnmálaafli að málum. Ekkert mál var afgreitt með jafn afgerandi hætti á landsfundinum og vil ég meina að það hafi verið sama sem ágreiningslaust á þessum fundi.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 18:31

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Elvar Eyvindsson.

ENGINN kjósandi veit hvar hann hefur Sjálfstæðisflokkinn.


Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn laugardag:

"Við segjum ... NEI við: ...

Löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu."

ALLIR
þingflokkar, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Hreyfingarinnar, hafa EFTIR þjóðaratkvæðagreiðsluna hér í vetur verið í viðræðum við Breta um skilmála fyrir greiðslu íslenska ríkisins á IceSave-reikningunum EN EKKI HVORT íslenska ríkið muni greiða þessa reikninga.

Þorsteinn Briem, 28.6.2010 kl. 19:54

8 identicon

Þetta er ekki rétt samkvæmt mínum heimildum. Er ekki þar með að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið rétt á þeim málum í upphafi. Þetta er hins vegar klár skoðun Landsfundarins.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 20:21

9 identicon

Komið þið sælir; Eiður síðuhafi - sem og, þið aðrir, hér !

Steini Briem !

Rifa þú nú segl; ágæti drengur - og sýndu okkur Elvari og öðrum þeim, sem óþokka höfum, á gamla Evrópska nýlenduvelda farganinu, hvar; þær nótur liggja, frá nýlendum Breta og Hollendinga (B&H), sem vottfesta kvittanir nokkrar, fyrir þeim spjöllum, sem þeir B&H urðu valdir að, í gömlu nýlendunum, um veröldu víða.

Þó svo; ég foragti ''Sjálfstæðisflokkinn'' , sem hina þrjá (B-S og V listana), að þá er ég reiðubúinn, að halda uppi vörnum, með Elvari, og fleirrum, gegn uppi vöðslu ESB ríkjanna, hér á Íslandi - sem og annars staðar.

Og munum; Norðvesturhluti Íslands, er órofa hluti Norður- Ameríku einnig, piltar.

Með ágætum kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 21:00

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Elvar Eyvindsson.

Þjóðaratkvæðagreiðslan var 6. mars síðastliðinn.

Fréttir á Mbl.is með mánaðar millibili á Mbl.is í vetur:

Mbl.is 19. febrúar síðastliðinn:

"Viðræður Íslendinga við Breta og Hollendinga um Icesave eru í járnum og óvíst hver niðurstaðan verður. Vonast er eftir því að fjármálaráðherrar landanna þriggja eigi símafund um deiluna en það er þó ekki frágengið.

Formenn flokkanna
áttu fund í stjórnarráðinu í gærkvöldi þar sem farið var yfir stöðuna. Formennirnir munu hitta samninganefndina í dag og heyra hvernig hún metur stöðuna og leggja á ráðin um næstu skref."

Staðan í Icesave mjög tvísýn
- (Sjá mynd af formönnum allra flokkanna á Alþingi) - mbl.is


Mbl.is 19. mars síðastliðinn (hálfum mánuði EFTIR þjóðaratkvæðagreiðsluna):


"UTANRÍKISMÁLANEFND Alþingis fer á mánudag til Lundúna til fundar við fulltrúa utanríkismálanefndar og fjárlaganefndar breska þingsins. Í nefndinni er einn fulltrúi frá hverjum flokki."

Til fundar við Breta um Icesave
- mbl.is


Aðalmenn í Utanríkismálanefnd
Alþingis:

Árni Þór Sigurðsson
Vinstri grænum, formaður nefndarinnar,
Birgitta Jónsdóttir
Hreyfingunni,
Bjarni Benediktsson
formaður Sjálfstæðisflokksins,
Helgi Hjörvar
Samfylkingu,
Ragnheiður E. Árnadóttir
Sjálfstæðisflokki,
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
f
ormaður Framsóknarflokksins,
Valgerður Bjarnadóttir
Samfylkingu,
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Samfylkingu,
Ögmundur Jónasson
Vinstri grænum.

Mbl.is 19. apríl síðastliðinn:


"Íslensk stjórnvöld standa við fyrri yfirlýsingar um að þau séu viljug til að tryggja að Bretland og Holland fái greitt til baka fé sem ríkin greiddu innistæðueigendum Icesave.

Þar segir einnig að Ísland hafi sagt breskum og hollenskum stjórnvöldum að þau muni fá eðlilega vexti á féð, að því gefnu að heildstætt samkomulag náist um Icesave-málið."

Ábyrgjast Icesave-greiðslur
- Mbl.is

Þorsteinn Briem, 28.6.2010 kl. 21:42

11 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Harður , - og  rökfastur að venju, Steini Briem !  Nú verður fátt um svör hjá sumum.

Eiður Svanberg Guðnason, 28.6.2010 kl. 21:51

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mbl.is 26. mars síðastliðinn, þremur vikum EFTIR þjóðaratkvæðagreiðsluna:

"Við hittum þrjár nefndir. Í fyrsta lagi Íslandsvinahópinn svonefnda á breska þinginu. Við hittum þá á mánudeginum. Á þeim fundi kom fram almennur stuðningur við okkar sjónarmið og skilningur á okkar málstað," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrsta fund utanríkismálanefndar með fulltrúum breska þingsins um Icesave-deiluna fyrr í vikunni.

"Síðan á þriðjudeginum áttum við fund með nokkrum fulltrúum úr fjárlaganefndinni. Þar kom í ljós að þeir voru ágætlega upplýstir um málið en kannski ekki stöðu viðræðnanna.

Maður fékk það á tilfinninguna að það væri talsverð fjarlægð frá viðræðunum yfir í þessa þingnefnd þótt hún hefði áhuga á að vera vel upplýst. Þar var skipst á skoðunum og þeir lýstu því sjónarmiði að þeir teldu ólíklegt að eitthvað myndi gerast fyrr en eftir kosningar.

Að því loknu hittum við nokkra fulltrúa úr utanríkismálanefndinni síðar um daginn og þar var þeirri skoðun lýst, líkt og á báðum fyrri fundunum, að mönnum þætti ólíklegt að eitthvað myndi leysast fyrr en eftir kosningar, það er að segja að það myndi komast skriður á viðræður fyrr en eftir kosningar."

Líklegt að Icesave verði sett á ís
- mbl.is

Þorsteinn Briem, 28.6.2010 kl. 22:26

13 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Eiður; og Steini Briem !

Rétt er; og skylt, að minna ykkur á, að Alþingi hefir ekkert vald til, að taka ráðin af fólkinu í landinu, þegar fullveldi og öryggishagsmunum er ógnað, jafn freklega, og reyndin varð, af hálfu þessarra Evrópsku ribbalda þjóða - og það; fyrir sakir glæpa og óhæfuverka, fyrrum ''eigenda'' Landsbanka Íslands.

Þið skuluð ekki reyna; að kasta svona ómerkilegu trosi, framan í landsmenn, þið fylgismenn hagsmunagæzlu, Brussel alræðisins.

Punktur !

Með; ágætum kveðjum enn, samt; sem áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 22:30

14 identicon

Steini Briem

Ég sé nú ekki að hægt sé að klína loforðarugli ríkisstjórnarinnar á minnihluta Utanríkismálanefndar þó að hún sé að fylgjast með eins og augljóslega er eðlilegt. Enda kemur greinilega fram þarna í tilvitnun hjá þér að það séu Íslensk stjórnvöld sem vilja endilega borga. Sjálfstæðismenn áréttuðu hinsvegar að þeir vilja standa við skuldbindingar landsins, en þeir hafa ekki áhuga á að greiða löglausar kröfur annarra vegna einkafyrirtækja. Þetta er eindregin skoðun grasrótarinnar í flokknum, sem og flestra þingmanna hans.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 22:44

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Elvar Eyvindsson og Óskar Helgi Helgason.

Þetta er ORÐRÉTT haft eftir 60% formanni Sjálfstæðisflokksins
, bjarniben@althingi.is

"Símanúmer á lögheimili: 565-6009."

Það er engan veginn mitt mál ef þið eruð óánægðir með formanninn.

Þorsteinn Briem, 28.6.2010 kl. 22:51

16 identicon

1. Átta mig ekki á því hvernig Bjarni á að vera orðinn sammála samningsmarkmiðum samninganefndarinnar og ríkisstjórnarinnar, þó hann fari til Bretlands og hitti nokkra menn og nefndir og kynni málstað sinn.

2. Landsfundur mótar stefnu Sjálfstæðisflokksins

3. Ef ég væri óánægður með formanninn (sem gæti svosem vel verið í einhverjum tilvikum og væri ekki fréttnæmt)þá mundi ég ekki gera þig ábyrgan fyrir því.

4. Farðu nú að draga úr feitletrunum og upphrópunum og koma meira samhengi í málflutninginn.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 23:05

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Elvar Eyvindsson.

60% formaður Sjálfstæðisflokksins
á hér að sjálfsögðu við frekari viðræður Breta og Íslendinga um skilmála fyrir greiðslu íslenska ríkisins á IceSave-reikningunum, til að mynda vexti og lánstíma, EN EKKI HVORT íslenska ríkið muni greiða IceSave-reikningana.

60% formaðurinn hefði að sjálfsögðu ekki tekið þátt í þessum viðræðum og setið hjá á Alþingi þegar lög um IceSave voru samþykkt þar í fyrrahaust EF hann væri alfarið á móti því að íslenska ríkið greiddi IceSave-reikningana.

Lög um IceSave nr. 96/2009
Samþykkt: 34 já, 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði, 1 fjarstaddur.

"6. gr. Eftirlit Alþingis.      Fjármálaráðuneytið, viðskiptaráðuneytið og Seðlabanki Íslands skulu reglubundið meta þróun heildarskulda, greiðslubyrði og skuldaþol íslenska ríkisins og þjóðarbúsins, þ.m.t. vegna ábyrgðar ríkisins samkvæmt lögum þessum."

Greiddu ekki atkvæði:


"Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."

Og 60% formaðurinn þremur vikum EFTIR þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars síðastliðinn:


"Að því loknu hittum við nokkra fulltrúa úr utanríkismálanefndinni [breska þingsins] síðar um daginn og þar var þeirri skoðun lýst, líkt og á báðum fyrri fundunum, að mönnum þætti ólíklegt að eitthvað myndi leysast fyrr en eftir kosningar, það er að segja að það myndi komast skriður á VIÐRÆÐUR fyrr en eftir kosningar."

Líklegt að Icesave verði sett á ís
- mbl.is

Þorsteinn Briem, 29.6.2010 kl. 00:54

18 identicon

Sæll.

Eru skiptar skoðanir og lýðræði nú allt í einu orðið að skorti á umburðarlyndi. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki ESB. Þá hlaupa ESB sinnar í fýlu með upphrópunum og hótunum. Er það ekki frekar skortur á umburðarlyndi? Kosið var um ákveðna tillögu og meirihlutinn komst að ákveðinni niðurstöðu. Ykkar skoðanir fá kannski hljómgrunn innan Samfylkingar.

Svo væri nú gaman að sjá ESB sinna rökstyðja kosti aðildar núna. Stór hluti Breta t.d. vill losa um tengslin við ESB. Stór hluti Þjóðverja vill markið aftur. Grikkland og fleiri lönd myndu rétta fyrr úr kútnum ef þeir hefðu sinn eigin gjaldmiðil, þ.e. evran heldur þeim í spennitreyju. Finnst ESB sinnum það mikla og viðvarandi atvinnuleysi sem er ríkjandi í ESB ríkjunum svona dásamlegt? Þjóðverjar sögðu okkur nýlega að við þyrftum að borga með okkur sem aðilar að sambandinu. Höfum við ekki nóg annað með okkar fjármuni að gera? Vissir þú að hagvöxtur hefur farið minnkandi í ESB ríkjunum undanfarin 40 ár. Hver heldur þú að orsökin fyrir því sé (hugsaðu það mál í samhengi við þróun mála annars staðar í heiminum)?

Eiður, þú segir: "Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú illu heilli skipað sér í sveit öfgaþjóðernisflokka yst á  hægri væg stjórnmálanna". Þetta er ekkert annað en innantóm fullyrðing. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hægri flokkur (hægri flokkar þenja ekki út ríkið líkt og hann gerði og hægri flokkar bjarga ekki illa reknum bönkum með skattfé bara svo 2 einföld dæmi séu tekin) heldur er hann miðjuflokkur. Öfgaþjóðernisflokkur? Er þá hinn stóri meirihluti þjóðarinnar sem er á móti ESB aðild öfgasinnaður? Fleiri og fleiri íbúar innan ESB er að verða ósáttir við ESB eins og ég nefndi áðan. Svo má ekki gleyma lýðræðisást ESB, kosið er þangað til niðurstaða fæst sem elítunni er að skapi. Hvað er svona frábært við aðild?

Helgi (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 09:11

19 identicon

Ég get skilið að það sé mikilvægt að koma þessu klúðri yfir á minn flokk, sem tjáði sig skýrt um þetta á Landsfundi. Þetta hefur verið ótrúlegt klúður frá fyrsta degi og á það líka við um þann flokk sem var í ríkisstjórn með fulltrúum Evrópusambandsins á þeim tíma. Af núverandi stjórn hefur verið haldið þannig á málinu að málstaður Íslands hefur verið fyrir borð borinn. Forsetinn, af öllum, bjargaði því sem bjargað varð og bætti stöðu okkar til muna. Ég er ekki viss um að við eigum að semja eitt eða neitt en ef þess þarf þá treysti ég Bjarna betur til þess en þeim sem nú ráða ferð.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 09:22

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helgi.

Atvinnuleysi
hefur verið svipað undanfarið hérlendis, í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, um 9%.

Þar að auki hefur verið heimskreppa síðastliðin ár en hún hefur trúlega farið framhjá Sjálfstæðisflokknum.

Enginn þingflokkur er hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn á Alþingi og hann er kosningabandalag íhaldsmanna, frjálslyndra og frjálshyggjumanna.

Það er mikið kraðak.

Þorsteinn Briem, 29.6.2010 kl. 11:22

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á öllu Evrópska efnahagssvæðinu er frjáls fjármagnsflutningur undir venjulegum kringumstæðum, þannig að við Íslendingar getum átt bankareikninga hvar sem er á evrusvæðinu og tekið þar lán í evrum, rétt eins og íbúar á evrusvæðinu hafa átt peninga á bankareikningum hérlendis, ekki síst vegna þess að vextir voru mun hærri hér en á evrusvæðinu.

Við tökum lán erlendis í erlendum gjaldeyri og þurfum að greiða þau til baka í erlendum gjaldeyri, ásamt vöxtum.

Tekjur íslenskra fyrirtækja eru aðallega í evrum og þar af leiðandi er eðlilegast að þau að greiði hér laun í evrum.

Vörur í verslunum hérlendis eru aðallega keyptar í evrum og því eðlilegast að þær séu einnig seldar hér í evrum.


Vöruverð hérlendis hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár, fyrst og fremst vegna gengishruns íslensku krónunnar og hækkun á vöruverðinu veldur hér verðhækkun á öllu sem tengt er vísitölu neysluverðs.


"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."

Vegna gengishruns íslensku krónunnar og mikillar verðbólgu hér undanfarin ár hafa erlend aðföng og rekstrarvörur einnig hækkað hér mikið í verði.

Og kaupmáttur hefur fallið mikið hérlendis undanfarin ár vegna gengishrunsins og verðbólgunnar hér.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu. Við Íslendingar ferðumst einnig aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og þurfum að kaupa evrur fyrir íslenskar krónur þegar við greiðum fyrir vörur og þjónustu á evrusvæðinu.

Við Íslendingar getum hvorki notað íslenska mynt né rússneska á ferðalögum okkar á evrusvæðinu og er rússneska rúblan þó mun stærri gjaldmiðill en íslenska krónan.

Mun færri Íslendingar ferðast nú til útlanda en fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

Hérlendis hefur hins vegar verið stöðug árleg fjölgun erlendra ferðamanna allan þennan áratug, að meðaltali
6,8% á ári, þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi verið bæði mjög hátt og mjög lágt á þessu tímabili.

Nú eru 1% stýrivextir og 1,6% verðbólga á evrusvæðinu, sem eru mun lægri stýrivextir og verðbólga en hér.
Þar af leiðandi er mun auðveldara fyrir fyrirtæki og einstaklinga á evrusvæðinu að gera áætlanir varðandi rekstur og fasteignakaup en íslensk fyrirtæki og einstaklinga.

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru
15.685 milljarðar króna í árslok 2007 en sjö milljörðum króna hærri ári síðar, eða 22.675 milljarðar króna í árslok 2008.

Þegar litið er á heildarmyndina bjargar íslenska krónan því ENGU fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár fyrir bankahrunið."

"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Fréttablaðið.

Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.

Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [í fyrra]."

Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin


Gengi evru er
nú um 40% hærra gagnvart bandaríkjadal og sterlingspundi en í árslok 2001 en evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002.

"The euro is the official currency of the Eurozone, 16 of the 27 Member States of the European Union (EU), and is the currency used by the EU institutions.

The
eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia and Spain.

Estonia
is due to join the eurozone on the 1st January 2011."

"... other EU memberstates have a direct peg [to the Euro] due to ERM II: the Danish krone, the Lithuanian litas and the Latvian lats."

Og sænska krónan hefur fylgt gengi evrunnar.

"The euro
is consequently used daily by some 327 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro.

Over 150 million people in Africa use a currency pegged to the euro, 25 million people outside the eurozone in Europe and another 500,000 people on Pacific islands."

Evran - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 29.6.2010 kl. 11:48

22 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Umburðarlyndi og lýðræði eru eiginlega andhverfur  og erfitt að að beita báðu fyrir sig í einu.

Lýðræði er þegar meirihlutinn ræður, sam hversu vitlaus meirihlutinn er , eins og þegar ákveðið var í kosningum um daginn að  gera Jón Gnarr að hæstráðenda í Reykjavík.

Umburðarlyndi er þegar maður unnir nágranna sínum að eiga ekki fyrir hellum á lóðina hjá sér jafnvel þó það kosti að maður þurfi að sópa oftar hjá sér.   

Guðmundur Jónsson, 30.6.2010 kl. 09:38

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.7.2010 (í fyrradag): "Bandaríski lögfræðingurinn Lee Buchheit fer fyrir íslensku samninganefndinni. Auk hans skipa nefndina Guðmundur Árnason og Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjórar fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis, ásamt Jóhannesi Karli Sveinssyni lögmanni og Lárusi Blöndal lögmanni, sem tilnefndur er af stjórnarandstöðuflokkunum sameiginlega."

Icesave samningar halda áfram

Þorsteinn Briem, 4.7.2010 kl. 13:52

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV 1.7.2010:

"Nokkuð athyglisvert er að innan við helmingur svarenda telur sig þekkja vel kosti og galla ESB aðildar og viðurkennir fjórðungur mikið þekkingarleysi.

Þá kemur fram að fólk treystir innlendum fjölmiðlum fremur illa til að fræða sig um kosti og galla aðildar. Aukinn meirihluti þjóðarinnar segist þó helst vilja fá upplýsingar um þá kosti og galla í umræðu- og heimildaþáttum í útvarpi og sjónvarpi."

Þorsteinn Briem, 4.7.2010 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband