Molar um málfar og miðla 339

 

  Á laugardaginn var (26.06.2010) lenti  Sjálfstæðisflokkurinn í alvarlegu umferðarslysi fyrir ótrúlegan klaufaskap. Það er hárrétt, að  hann hefur nú sest á bekk með örfáum öfgaflokkum yst til hægri. Verði honum og forystu hans að  góðu. Dapurleg  örlög flokks, sem eitt sinn var í fararbroddi  þeirra sem  vildu starfa sem nánast með vestrænum lýðræðisríkjum.  Nú er flokkurinn stjórnlaust rekald á úthafi stjórnmálanna og hefur enga landsýn, bara þröngsýn einangrunarsinna.

 Af AMX öfgavefnum (27.06.2020): Bjarni sýndi að það fer honum vel að tala um hugmyndir og leggja niður skýra framtíðarsýn sem byggir á frelsi einstaklinganna, lágum sköttum og tækifærum.  Af þessu verður ekki annað  ráðið ,en að formaður flokksins hafi lagt niður framtíðarsýn flokksins. Alkunna er  að Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar mikið undir dulnefni/dulnefnum á  AMX vefinn. Hann hefur þó varla skrifað þetta, en einhversstaðar las Molaskrifari að  ritstjóri AMX gæti naumast kallast sendibréfsfær. Það gæti skýrt málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta verða að teljast dapurleg örlög flokksins, en þó alveg í samræmi við stórbrotinn afrekalista hans undanfarin ár.

Guð blessi 62% manninn.

hilmar jónsson, 27.6.2010 kl. 12:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bjarni [Benediktsson] var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 29. mars 2009, er Geir H. Haarde hvarf af vettvangi stjórnmála.

Hann tilkynnti um formannsframboð sitt eftir að Geir tilkynnti um ákvörðun sína að hætta, 31. janúar. Bjarni sigraði Kristján Þór Júlíusson í formannskjörinu. Bjarni hlaut 990 atkvæði, tæp 60%, en Kristján Þór 688, tæp 40%."

Bjarni Benediktsson
- Wikipedia


Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í síðustu alþingiskosningum
, 25. apríl í fyrra, EFTIR að Bjarni var kosinn formaður flokksins, og hann hefur setið á Alþingi frá árinu 2003.

Alþingiskosningar 2009 - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 27.6.2010 kl. 16:41

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Samfylkingin og svokallaðir "kratar", sem ekki eru ekta kratar eins og afar mínir tveir, eru líka öfgaflokkur og -fólk, en vandamálið er að þeir eru jafnt með öfga til hægri sem vinstri, upp en reyndar mest niður, vel undir beltisstað.

ESB-hyggjan er útópíudraumur, votur draumur, fólks sem ekki nennir að hafa fyrir hlutunum, og sem heldur að það geti lifað eins og sníkjudýr í  ESB. Þið ESB-þrælarnir eruð haldin ímyndunarveíki og Pollýönnu-heilkenninu. Hópæsingin er alltaf söm við sig.

Samfylkingarmaurar

myndin eftir Vilhjálm Örn

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2010 kl. 17:59

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson á samúð mína óskipta. Ekki  aðeins vegna þessarar færslu , hedur vegna alls annars sem ég hef lesið  úr hans penna. Vonandi leitar hann sér lækninga.

Eiður Svanberg Guðnason, 27.6.2010 kl. 20:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Þú ert þá væntanlega
sníkjudýr að þínu eigin mati, þar sem þú hefur í mörg ár KOSIÐ að búa í Evrópusambandslandinu Danmörku og nota þar danska krónu sem er bundin gengi evrunnar.

Þar að auki nenna flestallar þjóðir í Evrópu ekki að hafa fyrir hlutunum og þær eru öfgafólk, að þínu mati, þar sem þær hafa KOSIÐ að búa í Evrópusambandinu, EINS OG ÞÚ.

Ísland hefur KOSIÐ að vera á Evrópska efnahagssvæðinu frá árinu 1994, sú aðild er ekki ókeypis fyrir Íslendinga og ekki heldur aðild að Evrópusambandinu.

Enginn þingflokkur á Alþingi er hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Hins vegar er einn og jafnvel tveir þingflokkar vinstra megin við Samfylkinguna, Vinstri grænir og Hreyfingin.

EKKERT af því sem þú segir hér stenst því nokkra skoðun.


Samfylkingin fékk 55.758 atkvæði í síðustu alþingiskosningum en Sjálfstæðisflokkurinn 44.369 atkvæði.

Hvernig lítur þá Sjálfstæðisflokkurinn út samkvæmt teikningunni sem þú settir inn hér að ofan?

Afi þinn hvað?!

Þorsteinn Briem, 27.6.2010 kl. 20:22

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Hef aldrei búið í Danmörku. Hættu þessu lygaþrugli. Vilhjálmur. Hef aldrei átt lögheimili anarsstaðar en á Íslandi. Þú ert samur við þig í lyginni. Sannkallaður lygalaupur.

Eiður Svanberg Guðnason, 27.6.2010 kl. 21:45

7 identicon

Aldrei mundi ég kjósa flokk sem væri með það á stefnuskrá sinni að ganga í Evrópusambandið. Og ég hefði ekki heldur viljað þiggja eða betla neitt af alþjóðagjaldeyrissjó'um, sem skilur eftir sig sviðna jörð/þjóðir þar sem hann kemur til sögu.

Og treystið því að ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur þá stefnu eða fer í stjórnarsamstarf með flokki sem vill fyrir alla muni ganga í ESB þá segi ég mig úr flokknum. Og veit um svo fjölmarga sem gera það líka. Fyrir utan þá sem ekki eru skráðir flokksfélagar, en kjósa XD bara vegna stefnu hans um að ganga EKKI í ESB.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 23:15

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigrún Jóna.

Hvað kemur það öðru fólki við hvaða flokk þú ætlar að kjósa?!

Þar að auki þori ég að veðja að þú veist nánast ekkert um Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 27.6.2010 kl. 23:40

9 identicon

Það kemur fólki ekkert við. En ég ræð hvort ég segi frá því.

Svo Steini Briem er það ég sem hef það alveg kristaltært hvað ég veit.. og hvað ekki.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 01:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigrún Jóna.

Þar sem þú viðurkennir að það komi fólki ekkert við hvaða flokk þú ætlar að kjósa er ákaflega lítið vit í að segja frá því hér.

En þú veist það greinilega ekki.


Þar af leiðandi er líklegt að þú vitir nánast ekkert um flóknari hluta tilverunnar, til að mynda Evrópusambandið.

Þannig er það nú í pottinn búið.

Þorsteinn Briem, 28.6.2010 kl. 01:36

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eiður Guðnason, varast ber maður stóru orðin, þegar maður á ekki inni fyrir þeim. Það er leiðinlegt að fá svona tilsvör frá manni sem hefur verið í utanríkisþjónustunni. En það sýnir ef til vill, það sem ég alltaf hélt, að þar hafi verið frekar kollótt fé á beit.

Steini Briem, ekki valdi ég að búa í Danmörku. Ég missti vinnu mína og viðurværi vegna skoðana og álits á yfirmanni sem nokkrum árum síðar var settur af vegna vamms í starfi.

Kona mín er dönsk og fékk ekki vinnu á Íslandi sem stjórnmálafræðingur. Varð að vinna á elliheimili, meðan BA-menntaðir amlóðar og ómenntað fólk var sett í stöður þær sem hún sótti um. Þar af leiðandi búum við í Danmörku, en það þýðir ekki að við séum í einhverju sæluríki. Atvinnuleysi er landlægt meðal langskólagenginna sem og ómenntaðra.

Annars er Danmörk enn ágæt miðað við aðrar ESB þjóðir, en það er ekki vegna ESB og evru.  Hér njóta menn enn góðs af norræna velferðarþjóðfélagskerfinu, sem kona mín er reyndar sérfræðingur í. Það kerfi er ekki  til staðar á Íslandi, þó svo að samfylkingarfólk virðist ímynda sér það. Með inngöngu í ESB verðu aldrei velferðarríki á Íslandi. Allt mun fara á verri veg, og það er meirihluti þjóðarinnar búinn að gera upp við sig og skilja. Sjá: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1071460/

Úr Össuri í Eldinn

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2010 kl. 10:58

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.7.2010 (í fyrradag): "Bandaríski lögfræðingurinn Lee Buchheit fer fyrir íslensku samninganefndinni. Auk hans skipa nefndina Guðmundur Árnason og Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjórar fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis, ásamt Jóhannesi Karli Sveinssyni lögmanni og Lárusi Blöndal lögmanni, sem tilnefndur er af stjórnarandstöðuflokkunum sameiginlega."

Icesave samningar halda áfram

Þorsteinn Briem, 4.7.2010 kl. 13:54

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV 1.7.2010:

"Nokkuð athyglisvert er að innan við helmingur svarenda telur sig þekkja vel kosti og galla ESB aðildar og viðurkennir fjórðungur mikið þekkingarleysi.

Þá kemur fram að fólk treystir innlendum fjölmiðlum fremur illa til að fræða sig um kosti og galla aðildar. Aukinn meirihluti þjóðarinnar segist þó helst vilja fá upplýsingar um þá kosti og galla í umræðu- og heimildaþáttum í útvarpi og sjónvarpi."

Þorsteinn Briem, 4.7.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband