Molar um málfar og miđla 336

   Glöggur Molalesandi  sendi eftirfarandi úr  mbl.is (23.06.2010):  „Fabio Capello landsliđsţjálfari Englendinga hrósađi leikmönnum sínum fyrir frábćra baráttu og góđum liđsanda ţegar liđiđ lagđi Slóvena 1:0, og tryggđi sér ţar međ sćti í 16-liđa úrslitum á HM." Ţakka sendinguna. Fjólurnar blómstra  í Hádegismóum.

 Visir.is (23.06.2010): Stjórn RÚV mun svo hittast á ţriđjudaginn og býst Páll viđ ađ ráđningin beri á góma ţar...  Hér  hefđi átt ađ standa: ... og býst Páll viđ ađ ráđninguna  beri á góma ţar. Ráđning á hér  ađ vera í ţolfalli. Sjá.  t.d. Mergur  málsins, dr. Jón G. Friđjónsson , bls. 265.

 Úr dv.is (23.06.2010): Í tilkynningu frá Jafnréttisstofu segir ađ stofnuninni hafi á undanförnum dögum borist ábendingar og kvartanir vegna skorts á sýnileika kvenna viđ lýsingar á leikjum á HM í Suđur Afríku.  Hann bregst ekki kansellístíllinn hjá stofnunum hins opinbera: Skortur á sýnileika kvenna!

 Í hádegisfréttum Bylgjunnar (24.06.2010)  sagđi íţróttafréttamađur međal annars:  Gerđ verđa  skil á  Visaleikjunum....  Eitt  núll   fyrir Englandi....   Vart verđur sagt ađ ţetta sé til  fyrirmyndar eđa eftirbreytni.

Í hádegisfréttum RÚV (24.06.2010) talađi fréttaţulur réttilega  um fund  í Stjórnarráđshúsinu. Fréttamađur talađi hinsvegar um fund í  stjórnarráđinu og   eins  var  til orđa tekiđ í sex fréttum RÚV sjónvarps.  Stjórnarráđiđ er samheiti yfir öll  ráđuneytin.  Forsćtisráđuneytiđ er í Stjórnarráđshúsinu viđ Lćkjartorg.

  Hér kemur uppskrift ađ kartöflusalati sem er ógurlega gott međ silungi eđa álíka sjávarfangi. Ţađ var og ! Pressan.is, Veröld Mörtu (23.06.2010) Silungur úr sjó  er á íslensku nefndur sjóbirtingur. Ekki er talađ um silung sem sjávarfang.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband