Molar um málfar og miđla 324

  Úr  mbl.is (09.06.2010): ...vegna kostnađar sem félagiđ hafđi lagt í vegna markađssetningar sem nýttist ekki vegna úthlutun á sérleyfisakstri á Vestfjörđum áriđ 1997.  Hér ćtti auđvitađ ađ standa : .. vegna úthlutunar. Ekki vegna úthlutun, sem er  ambaga. Meira úr  mbl.is (09.062010): Um er ađ rćđa upplýsingar í dag, ekki gögn frá fyrri tíma.Ekki verđur  sagt,ađ ţetta sé snilldarlega orđađ ! Og enn meira úr mbl.is (09.06.2010) : Félag í eigu útgerđarmannsins Jakobs Valgeirs Flosasonar, var í Hérađsdómi Reykjavíkur í dag gert ađ greiđa Landsbankanum 17.923.930 svissneska franka... Félag var ekki gert ađ greiđa, heldur var félagi gert ađ  greiđa. Og ţessu til viđbótar (10.06.2010): Einn fréttamađur lést er hann stóđ viđ hraunelfur og lýsti hitanum. Orđiđ elfur beygist: elfur, elfi,elfi,elfar. Hvađ er eiginlega á seyđi á mbl.is ?

 Gott viđtal  Boga Ágústssonar viđ Göran Persson fv. forsćtisráđherra Svíţjóđar   í  sex fréttum RÚV (09.06.2010).

 Í sjöfréttum Ríkissjónvarps var sagt frá gjaldeyrisskiptasamningi milli Íslands og Kína, sem undirritađur var í Reykjavík (09.06.2010). Í fréttinni  var samningsupphćđin tiltekin í kínverskri mynt, júan.  Hiđ opinbera heiti  gjaldmiđils Kína,sem réttara  hefđi veriđ ađ  nota í fréttinni ,er Renminbi (RMB Ą). Í talmáli er  gjarnan talađ um  kvć, en  viđ Íslendingarnir í   Beijing töluđum ćvinlega um  rimba.

Ţetta kemur fram í nýjum gögnum,sem kynntar voru í dag, las fréttaţulur Ríkissjónvarpsins í tíufréttum (09.06.2010). Hlusta, hlusta. Fréttaţulir verđa á  hlusta á  sig lesa. Grundvallarregla.

Ţáttur Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur og Guđmundar Bergkvists í Ríkissjónvarpinu (09.06.2010) Börn til sölu  var óhugnanlegur og  áreiđanlega mörgum umhugsunarefni. Ţátturinn var vel gerđur í hvívetna , en hefđi ţolađ nokkra styttingu. María Sigrún er vaxandi fréttamađur og góđur fréttalesari.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Ég er sammála ţér međ Maríu Sigrúnu, hún er prýđis fréttalesari.

Lana Kolbrún Eddudóttir, 10.6.2010 kl. 13:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband