9.6.2010 | 14:52
Málþóf, málþóf....
Þettta er auðvitað einkar skýrt dæmi um málþóf og ekkert annað en málþóf. Sjálfstæðismenn þora ekki að nefna hlutina réttum nöfnum. Eins og fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær, þá er ekki eftirspurn eftir málþófi og rugli í samfélaginu um þessar mundir. Það skilja Sjálfstæðismenn hinsvegar ekki.
Athugasemd við fréttir mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mikilvægt að fá vitneskju um afstöðu ESG til álitamáls af þessu tagi, þjóðinni er létt, trúi ég, alla vega mér! Hvað þá um að hann er sammála fjármálaráðherra um að ekki sé eftirspurn eftir málþófi og rugli í samfélaginu um þessar mundir. Sá ráðherra var ekki spar á tímann, þegar hann var í andhverfu sinni, og sem stendur svo fyrir því allsherjar rugli í samfélaginu sem stuðlar að gjaldþrotum og landfótta.
Herbert Guðmundsson, 9.6.2010 kl. 15:10
Það sem undrar er að ungt fólk sem kallað hefur eftir nýjum, jafnvel fjölskylduvænni vinnubrögðum dettur í þetta gamla far, að lesa langhunda í ræðustól. Hvað skiptir okkur, Herbert ljúflynda og aðra kjósendur máli? Það er afstaðan. Staðan er þessi. X mörg mál eru á dagskrá, komin úr nefnd, þannig að afstaða er ljós, hvert mál fær svo langan tíma sem það tekur að lýsa afstöðu þingflokka til málsins á þingfundi, þannig má gera það sem þingmenn eru kjörnir til og vinna þrekvirki á skömmum tíma.
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 18:27
Herbert Guðmundsson.
Heimskreppa hefur verið undanfarin ár en hún hefur greinilega farið gjörsamlega framhjá þér og þínum líkum.
Financial crisis of 2007–2010
Economic crisis in Iceland
Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 19:06
Herbert - Hér er ein af mjög mörgum sem deila með þér skoðunum.
Benedikta E, 9.6.2010 kl. 23:18
Benedikta.
Það er ekkert innlegg í opinbera umræðu að segjast deila skoðunum með einhverjum.
Það segir ekki nokkrum manni nokkurn skapaðan hlut.
Fólk á að greiða þau lán sem það hefur tekið og geti það ekki greitt lánin verður það gjaldþrota.
Þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða.
Tugþúsundir Íslendinga tóku glórulaus lán í "góðærinu" hér og þeir eiga sjálfir að bera skaðann af því en ekki þeir sem sýndu fyrirhyggju og ráðdeildarsemi, til að mynda sparifjáreigendur.
Þorsteinn Briem, 9.6.2010 kl. 23:36
Það er eins og það vilji gleymast að fyrir kreppuna voru íslensk heimili meðal þeirra allra skuldsettustu í veröldinni. Hverjum var það að kenna? Þeir eru of margir nú sem nota aðferð strútsins og stinga hausnum í sandinn.
Eiður Svanberg Guðnason, 10.6.2010 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.