27.4.2010 | 08:06
Gröfur á Laugarnestanga
Unnið var með tveimur stórvirkum gröfum á Laugarnestanga í gær (26.04.2010) við að bæta þau umhverfisspjöll,sem kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Gunnlaugsson hefur unnið á landi borgarbúa, - utan marka lóðar sinnar. Það er ótrúlegt að koma þarna og sjá hverjum kynstrum af járnarusli hefur verið hlaðið upp undir því yfirskini að um sé að ræða listaverk. Þegar gröfurnar hafa lokið sér af hljóta borgaryfirvöld að senda brotajárnsfyrirtæki á vettvang til að safna saman ruslinu.
Laugarnestangi ætti að vera ein af perlum borgarlandsins. Þar ætti að vera útvistaraðstaða fyrir borgarbúa. Látum vera þótt hið ágæta Listasafn Sigurjóns Ólafssonar sé á tanganum. Það fer vel á því. Aðra byggð hefði ekki átt að leyfa þar.
Furðulegast af öllu er þó að kvikmyndagerðarmaðurinn skuli hafa látið sér detta í hug að selja aðgang að svæðinu þar með að Laugarnesvörinni, sem eðli máls samkvæmt hlýtur að vera eign borgarbúa en ekki hans.
Varla verða útsvarsgreiðendur í Reykjavík látnir bera kostnað af því að hreinsa ruslið af Laugarnestanga, - eða hvað ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.