Molar um mįlfar og mišla 286

  Samfylkingin vill aš bęrinn kaupi óklįruš ķbśšarhśsnęši ķ bęnum og breyti žeim ķ kaupleiguķbśšir og félagslegar ķbśšir.Śr dv.is (08.04.2010). Oršiš hśsnęši er  eintöluorš. Žaš er ekki til ķ fleirtölu. Ķ  fréttum Rķkissjónvarpsins (08.04.2010) var fjallaš um aušlindagjald og sagt: Gjaldtakan gęti aukiš tekjur rķkisins af erlendum stórišjum.Oršiš  stórišja er eintöluorš, ekki til ķ fleirtölu.  Sjį Beygingarlżsingu ķslensks nśtķmamįls į vef Stofnunar Įrna Magnśssonar ķ ķslenskum fręšum.

Žar kemur jafnframt fram aš mešfylgjandi loftmynd hafi veriš tekin um pįskahelgina af Arnóri Pįli Valdimarssyni hjį Flugfélagi Vestmannaeyja. Žetta er śr mbl.is. (08.04.2010) . Var Arnór Pįll beittur ofbeldi um sjįlfa pįskahelgina?  Molaskrifari  ętlar rétt aš vona,  aš  svo hafi ekki veriš, heldur hafi Pįll Arnór lįtiš myndina af hendi įtakalaust. Žetta finnst  Molaskrifara allsendis óžörf žolmyndarnotkun.- Mešfylgjandi loftmynd  tók Pįll Arnór Valdimarsson hjį Flugfélagi Vestmannaeyja um pįskahelgina.  

 Nżlega var svo til orša tekiš  ķ fréttapistli ķ RŚV , aš einhverjum hefši ekki enst erindiš eša e-n hefši žrotiš erindiš. Žarna var  ruglaš saman oršunum erindi og örendi.  Žegar einhvern žrżtur örendiš, žį er įtt viš aš hann  skorti  kraft eša śthald til aš ljśka  einhverju (Mergur Mįlsins , Jón G,. Frišjónsson bls.1002). Žar kemur lķka fram aš örendi er hk. et. , śtöndum, sį tķmi sem śtöndun tekur. Sį sem er örendur ,  er lķfvana eša  daušur. Erindi er allt annaš.

  Rķkissjónvarpiš hefur fariš  langt fram śr  sjįlfu sér ķ umfjölluninni um moršįrįs bandarķskra hermanna ķ  Bagdad ķ jślķ įriš 2007. Žaš er eins og dómgreind hafi brenglast  hjį stjórnendum.  Ķ seinni féttum  sjónvarps (07.04.2010) sagši  fréttamašur:.. myndbandiš sżnir skotįrįs śr heržotu Bandarķkjahers...    Eins myndirnar bera meš sér var įrįsin gerš śr  žyrlu, ekki žotu.  

 Oršiš nepotismi var notaš ķ morgunfréttum  RŚV (08.04.2010), vina og kunningjastjórnmįl, sagši fréttamašur. Oršiš nepotismi er  alžjólegt orš, notaš ķ mörgum tungumįlum. Betri žżšing į oršinu hefši veriš fręndhygli; nepotismi er žaš žegar stjórnmįlamenn hygla ęttmennum sķnum sérstaklega. Alžekkt  fyrirbęri ķ ķslenskum  stjórnmįlum um įratugaskeiš.

Ķ yfirliti hįdegisfrétta RŚV (08.04.2010) klukkan tólf var talaš um valdahroka. Ķ hįdegisfréttunum var hinsvegar  talaš um valdhroka, sem Molaskrifara  finnst betra, žótt vera megi aš bįšar séu oršmyndirnar réttar.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Siguršur Hreišar

Góšar įbendingar aš vanda. Langar žó ašeins aš hnykkja į meš Arnór Pįl: Hann tók loftmyndina alls ekki hjį Flugfélagi Vestmannaeyja um pįskahelgina. Hśn var tekin af allt öšrum staš.

Siguršur Hreišar, 9.4.2010 kl. 10:54

2 Smįmynd: Eišur Svanberg Gušnason

Žetta er hverju orši sannara, Siguršur Hreišar. Ég hefši įtt aš taka eftir žessu. Stundum er mašur of velviljašur aš lesa ķ mįliš.

Eišur Svanberg Gušnason, 9.4.2010 kl. 13:42

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband