3.4.2010 | 20:03
Molar um mįlfar og mišla 282
Bošorš blašamanna
Nżlega fann Molaskrifara gamla śrklippu śr Morgunblašinu,sem hann hafši lagt inn ķ bók og stungiš upp ķ hillu. Śrklippan er frį 30. įgśst 1997 og ber fyrirsögnina: Tólf bošorš góšrar blašamennsku". Bošoršin eru tekin śr ręšu sem spęnski rithöfundurinn Camilo Jose Cela hélt į heimsžingi rithöfunda ķ Granada žaš sama įr. Camilo Jose Cela hlaut bókmenntaveršlaun Nóbels įriš 1989.
Gefum rithöfundinum oršiš:
Blašamenn eiga aš segja frį žvķ sem er aš gerast, ekki žvķ sem žeir vildu eša halda aš sé aš gerast.
Žeir eiga aš segja sannleikann umfram allt og hafa žaš ķ huga aš lygar eru ekki fréttir.
Žeir eiga aš vera hlutlęgir eins og spegillinn og gęta žess aš lita ekki skrifin meš oršavali sķnu og hinum żmsu blębrigšum mįlsins.
Blašamenn eiga aš vera hógvęrir og foršast rangfęrslur. Blašamennskan er hvorki kjötkvešjuhįtķš né hryllingsherbergiš į vaxmyndasafni.
Žeir eiga aš vera óhįšir ķ skrifum sķnum og taka ekki afstöšu ķ hinu pólitķska dęguržrasi.
Góšur skilningur į aš vera ašal hvers blašamanns en honum ber aš foršast aš lįta tilfinningar eša hugboš rįša feršinni.
Blašamenn eiga aš hafa hlišsjón af ritstjórnarstefnu blašsins,sem žeir starfa viš. Sérhvert dagblaš į aš vera ein heild en ekki einhver summa ólķkra višhorfa. Žau eiga sér sinn staš ķ greinum og dįlkum žar sem menn skrifa undir nafni.
Blašamenn eiga aš berjast gegn hverskonar žrżstingi, hvort sem hann er af félags- eša trśarlegum rótum runninn, pólitķskum eša efnahagslegum og svo framvegis. Žaš į einnig viš um žrżsting innan fyrirtękisins.
Žaš er įgętt fyrir blašamenn aš hafa žaš ķ huga aš žeir eru ekki sjįlfir ķ hringišu atburšanna heldur bergmįla žį.
Blašamenn eiga aš vera gagnoršir og sżna tungumįlinu fullkomna viršingu. Fįtt er hjįkįtlegra en žegar blašamenn bśa til sinn eigin oršaforša eftir hendinni.
Blašamenn verša aš standa vörš um sóma sinn og stéttar sinnar, sżna fyllstu kurteisi en beygja sig ekki fyrir neinum.
Og aš lokum: Blašamenn mega aldrei taka žįtt ķ aš śthrópa fólk, kynda undir slśšri eša smjašra fyrir einhverjum. Fyrir žaš fyrstnefnda uppskera menn vanžóknun, slśšriš er skammlķft og smjašraranum er launaš meš fyrirlitlegu bakklappi."
Og svo žessi višbót frį Nóbelshöfundinum : Viršing fyrir sannleikanum į aš vera leišarstjarna hvers blašamanns. annars į hann skiliš sömu ofanķgjöf og Graham Greene veitti Anthony Burgess:Annašhvort ertu óupplżstur eša žś ert haldinn žeirri illu įrįttu sumra blašamanna aš blįsa upp og żkja atburši į kostnaš sannleikans".
Žeir sem ekki kunna deili į Graham Greene og Anthony Burgess geta leitaš fanga į netinu.
Glešilega Pįska !
Athugasemdir
Glešilega pįska!
Žorsteinn Briem, 4.4.2010 kl. 08:42
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.