Molar um mįlfar og mišla 280

 Einhver kann aš halda aš Molaskrifari sitji meš stękkunargler og lśslesi prentblöšin og netblöšin til aš leita uppi ambögur. Svo er ekki. Žęr  hreinlega hrökkva framan ķ Molaskrifara af sķšum og skjįm. Sama er meš śtvarp og sjónvarp. Ambögurnar žar  stinga ķ eyru.  Lķtil minniskompa er sjaldan langt undan. Žį punktar Molaskrifari hjį sér, žaš sem honum finnst vera athugvert eša orka tvķmęlis.  Hlustar sķšan  aftur į  netinu,sé žess kostur, til aš ganga śr skugga um aš ekki  hafi honum misheyrst. Ķslensk oršabók, Mergur mįlsins eftir dr. Jón G. Frišjónsson  og fleiri handbękur, eru oftast innan  seilingar aš ógleymdum netoršabókum og beygingarlżsing ķslensks mįls į netinu er svo sannarlega  til halds og trausts.

 Hversvegna ķ ósköpunum žurfa ķžróttafréttamenn RŚV  sķ  og ę aš tala um aš taka žįtt į móti (RŚV  sjónvarp  31.03.2010) ? Menn taka žįtt ķ einhverju ekki  į einhverju.

Kafarinn féll ķ yfirliš nešansjįvar og lést ķ dag eftir lķfgunartilraunir. Žetta er śr mbl. is (30.03.2010). Ekki veršur annaš sagt en aš žetta sé  heldur aulalega oršaš. Kafarinn lést ekki eftir lķfgunartilraunir. Hann hefur veriš lįtinn, er žęr hófust. Lķfgunartilraunir bįru ekki įrangur.  

Keppendum og įhorfendum į Ólympķuleikunum, sem haldnir verša ķ Rio de Janeiro ķ Brasilķu įriš 2016, gęti bešiš óvenjuleg sjón ...  Žetta er śr dv. is (29.03.2010) Hér ętti aš standa : Keppenda og  įhorfenda...gęti bešiš óvenjuleg sjón..  Eitthvaš bķšur einhvers.

Samkvęmt björgunarsveitarmönnum žį žurftu žeir .... Samkvęmt Höskuldi Schram, fréttamanni Stöšvar 2... Žessi tvö setningabrot eru śr sömu fréttinni, sem birt var į visir.is (28.03.2010). Žaš er  ambögulegt oršalag aš segja  samkvęmt žessum og  samkvęmt hinum.

Eftirfarandi er frį Bjarna Sigtryggssyni (26.03.2010):

„RŚV segir svo ķ Netsķšufyrirsögn:
Hęttuleg eiturgös viš eldstöšvar.
Netmoggi oršar žetta hins vegar betur: Varaš viš banvęnum eiturgufum....
Ég fę ekki betur séš en no. *gas* sé eintöluorš. Ķslensk oršsifjabók telur oršiš vera frį žvķ um 1800 og merkja "eldfim lofttegund." Oršiš var myndaš af efnafręšingnum van Helmont ķ Brussel (lįtinn 1644) meš hlišsjón af grķska oršinu khįos: tóm, loftrśm, óskapnašur (betur žekkt vęntanlega nś til dags sem *kaos* eša ringulreiš)."
 Um margt er ég sammįla žér, Bjarni, en ķ beygingalżsingu ķslensks mįls  hjį Oršabók Hįskólans er  fleirtalan af gas , -  gös og reyndar hef ég alloft heyrt žaš. Fannst žaš asnalegt fyrst, en er  nś sįttur viš žaš.

Śr visir.is (27.03.2010) : Nś um kl.18:00 ķ kvöld varš smį breyting į vind žannig aš gufu og ösku leggur nś ķ įtt aš gönguleišinni upp Fimmvöršuhįls. Smįbreyting į vindi

 Mest spilašasta lag... sagši  fréttamašur RŚV, er kynnt var efni Kastljóss (26.03.2010) Mest spilaša lag , - įtti žetta aušvitaš aš vera.  Meira  frį RŚV, śr fréttum (27.03.2010): Lķtil fisvél hlekktist į. Fréttamašur hefši įtt aš segja: Lķtilli  fisvél hlekktist į.  Einhver hlekkist ekki į, heldur hlekkist einhverjum į.  Gera veršur žęr kröfur til fréttamanna RŚV  aš žeir kunni skil į  frumreglum ķslenskrar mįlfręši. Svo var ekki ķ žessu tilviki.

 Gettu betur hefur veriš  vinsęll žįttur. Spyrill žar sagši (27.03.2010):  Hvernig kemur žetta śt stigalega séš?   Ógott. Nóg hefši veriš aš segja: Hvernig standa stigin ?

Gušmundur Kristjįnsson sendi Molum eftirfarandi vegna  fréttar ķ visir.is (24.03.2010): Hundur beit bréfbera. "Tęplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga viš
skyldustörf, tapaši mįli..."
Veist žś nokkuš hvaš žessi Skuggi starfar viš? :o)
Eša ętli kommurnar hafi kannski villst? Eša oršin ruglast ķ röšinni?Žaš hefur  sitt af hverju brenglast viš ritun  žesarar fréttar ! Takk fyrir žetta Gušmundur.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Pjetur Hafstein Lįrusson

Glešilega pįska, žrįtt fyrir ambögur heims og heljar.

Pjetur Hafstein Lįrusson, 1.4.2010 kl. 23:27

2 Smįmynd: Eišur Svanberg Gušnason

Sömuleišis,Pjetur. Kvešjur śr Hreišri, sunnan undir Hestfjalli, žar sem frostiš var rśmlega  9°C   klukkan sjö ķ morgun, en sól skķn ķ heiši.

Eišur Svanberg Gušnason, 2.4.2010 kl. 08:22

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband