6.3.2010 | 12:54
Er nú ekki mælirinn fullur, -- og skekinn
Til þess að geta baðað sig enn einu sinni í ljósi fjölmiðla athyglinnar tilkynnti ábúandinn á Bessastöðum, , Ólafur Ragnar Grímsson forseti, hvenær hann mundi mæta á kjörstað. Þangað fór hann til að greiða atkvæði um sína eigin ákvörðun.
Það markar hinsvegar tímamót í sögu forsetaembættisins, að hann skyldi senda forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóninn eins og hann gerði í dag. Það hefur enginn forseti áður gert. Maðurinn hefur aldrei kunnað sér hóf hvorki í orðum né gjörðum.
Ólafur Ragnar búinn að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vantaði spurningamerkið aftan við fyrirsögnina: Er nú ekki mælirinn fullur, og skekinn?
Eiður Svanberg Guðnason, 6.3.2010 kl. 12:56
Voðalega ertu dapur og hrollvekjandi leiðinleg týpa af homo sapiens Eiður.
Forseti hefir staðið með fólki eins og allar reglur segja og hann verður að fara eftir! Hann mun verða skáður í sögubækur Íslands sem albesti Forseti bæði fyrr og síðar.
Óskar Arnórsson, 6.3.2010 kl. 13:05
Aldrei í sögunni hafa verið sambærilegir tímar og nú. Við höfum upplifað hrun í efnahagslífinu hér á Íslandi. Af hverju ? Af því að við höfum haft afspyrnu slaka stjórnmálmenn. Aldrei er meiri þörf á þvi en nú að, stjórnmálamenn nýir og gamlir noti önnur vinnubrögð en hér áður voru stunduð. Frekar keyrðu menn bensínlausir en að kaupa bensín hjá öðrum en esso. Öll höfum við hlutver í að endurbyggja hér á íslandi. Gamlir sendiherrar líka. Ég skora á þig að leggja eitthvað annað og bitastæðar fram Eyður en eð kalla eftir gömlu tímunum. Því þá förum við aftur í þrot. Við þekkjum veginn. Enginn hefur skorað eins hátt og Ólafur Ragnar í þessari Icesave vinnu. Stöndum frekar að baki Ólafs en að kalla eftir "gömlu" tímunum.
Egill Jón
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 13:16
Karlinn er greinilega tilbúinn að gera hvað sem er, til að bæta ímynd sína eftir "útrásarsukkið". Skiftir þar greinilega engu máli, þó á öðrum sé troðið, við það verk. "Halló heimur, hér kem ég"..!
Þegar maður sér að íhaldið er komið með u.þ.b. 35% fylgi, þá skyldi engan undra, þó að Ólafur yrði álitinn albesti Forseti Íslands. Þar kemur "gullfiskaminnið" inn í myndina.
Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 13:23
það er engin með "gullfiskaminni" Snæbjörn. það eru til eiginleikar sem t.d. að maður er ekki að elta ólar um hluti sem skeðu hjá fólki ef það breytist til batnaðar. Og það á svo sannarlega við um Forseta Íslands. Hvað hann gerði hér áður fyrr eða hvaða skoðun hann hafði áður, hefur bara ekkert með þetta mál að gera. Þeir sem eru endlaust að taka upp "minnisskottið" sitt, verða bara að sætta sig við að lifa í gömlum minningum. Ef ekki ætti að taka neitt mark á neinum sem hefur einhverntíma gert mistök á æfinni, væri ekki mark takandi á neinni manneskju á Íslandi og kanski víðar...
Óskar Arnórsson, 6.3.2010 kl. 13:52
Er hægt að lúta lægra en þú Eiður besserwisser?
Forseti vor er þrátt fyrir alla sína annmarka, nýja og gamla, í himinhæðum ofar þér og þínum skoðanasystkinum hvað skynsemi varðar. Skítt með að það skuli jafnframt henta til að upphefja hans virðingu á nýjan leik, ef það má gagnast þessari þjóð jafnframt.
Forsetinn er einfaldlega til þess þjóðkjörinn, að grípa inní og leiðrétta kúrsinn ef önnur stjórnvöld bregðast!
Honum ber auðvitað skylda til að leiðrétta þetta bull um markleysu þjóðaratkvæðagreiðslunnar núna.
Kristján H Theódórsson, 6.3.2010 kl. 14:09
Því verður ekki neitað, að nokkuð hefur fallið á ljóma Ólafs.
hilmar jónsson, 6.3.2010 kl. 14:17
Gott framlag hjá forseta vorum. reyndar man ég ekki eftir kosningu hjá okkur, hvort heldur sveitastjórnar- eða alþingiskosningu þar sem ekki hefur verið tilkynnt hvenaær forsetinn ætli að kjósa.
Hann er alltaf að sanna sig betur og betur!!!
Síðasta afrekið að ná að rasskella tvo ráðherra opinberlega með einni lítilli setningu.
Gunnar Heiðarsson, 6.3.2010 kl. 17:57
Mikið er ég sammála þér, Óskar, hann er svo leiðinlegur hann Eiður að það er BARA skemmtilegt :) !!
Egill Þór (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 19:54
Mér finnst það gengur ekki upp að forsetin getur kosið um lög sem hann sjálfur hefur sent til þjóðarafgreiðslu. Hann er þá með "forskot" á okkur hinum sem ekki hafa það val. Hann fær tækifæri til að kjósa vegna þess að hann synjaði lögin. Ég get ekki gert það. Ég get ekki synjað neitt. Nema - eins og ég er búinn að gera - að halda mér heima og með þvi kjósi ég ekki að taka þátt í þetta rugl. Ég er búinn að synja forsetan!
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 20:59
Var það ekki svo , að ábúandinn á Bessastöðum kaus í rauninni tvisvar? Hann hefði ekki átt að greiða atkvæði um eigin ákvörðun. Það stríðir gegn grundvallarreglum lýðiræðisins,sem hann talaði svo fjálglega um í sjónvarpinu.
Eiður Svanberg Guðnason, 6.3.2010 kl. 21:31
Guði sé lof fyrir að við skulum hafa haft kjarkmikinn forseta á þessum tímum þegar að samfylkingin er tilbúinn til að fórna öllu fyrir aðgöngumiðann í esb
Nú þegar hefur ákvörðun forsetans um að hafna því að skrifa undir sparað tugi milljarða ,
m.a.s Steingrímur J er búin að viðurkenna það
Hvers vegna gerir Eiður ekki athugasemd við að heilög jóhanna mætti ekki á kjörstað til að greiða atkvæði með sínum eigin ólögum
sæmundur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:54
Hann Óskar hefur svo innilega rétt fyrir sér, þú ert hrollvekjandi leiðinlegur homo sapiens Eiður!!
Og svo kemurðu ekki einni einustu setningu frá þér villulaust!
. . . lifðu heill í þínu volæði
Egill Þór (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:38
Egill Þór, -- þú átt alla mína samúð, -- en hún er reyndar ekki ýkja mikil.
Eiður Svanberg Guðnason, 6.3.2010 kl. 22:50
Egill Þór, - smáviðbót . Þú ert svo fúll að líklega býrð þú í Fýlshólum.
Eiður Svanberg Guðnason, 6.3.2010 kl. 22:53
Ég trúði aldrei á geimverur fyrr enn ég las bloggið hans Eiðs... Það er líf á öðrum hnöttum eftir alltsaman. Eiður! Hvað ertu að gera á jörðinni? Af hverju ertu ekki heima hjá þér?
Óskar Arnórsson, 7.3.2010 kl. 00:49
Hvaða stælar eru þetta með "Ábúandann að Bessastöðum" Halló Eiður erum við ekki að tala um Forseta Íslands. Ég ber virðingu fyrir þeirri ákvörðun Forseta okkar að bera Icesave lögin undir þjóðaratkvæði. Átt þú ekki og þitt kratahyski betur heima í þeim löndum þar sem ekkert lýðræði er?
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.3.2010 kl. 01:48
Óskar Arnórsson, 7.3.2010 kl. 02:08
Forsetinn er að koma nokkuð sterkur inn í málinu - í annað sinn
Kristinn Pétursson, 7.3.2010 kl. 11:11
Sæll Eidur
Thu afsakar stafsetninguna, en lyklabordid (og eg) buum erlendis. Thad er dalitid merkilegt ad thid fyrrverandi thingmenn, thu sjalfur, Thorsteinn Palsson og Svavar Gestss. megid ekki til thess hugsa ad einhver gripi fram fyrir hendurnar a althingsmonnum thegar dellan a theirri samkomu gengur ut i ofgar. Ykkur virdidst, thvi midur, fyrirmunad ad skilja ad thott ad thid seud kosnir a thing that thydir thad ekkki endilega ad thid vitid allt, kunnid allt og getid allt. Icesave samningur Svavars og Steingrims er skolabokardæmi um algjort kunnattu - og getuleysi, svo ekki se minnst a Steingrim og vesalings kerlinguna hana Johonnu. Hreinlega eins og álfar út úr hól. Ad fylgjast med thessu ollu utanfra var storfurdulegt og engu likara en ad handritid væri stundum skrifad af Dario Fo. Ymislegt misjafnt ma segja um Bessastadabondann en tharna hafdi hann eftirminnilega rett fyrir ser og mun thessi synjun halda nafni hans a lofti vida um heimsbyggdina. Hann vakti nefnilega upp 2 drauga sem allir althingismenn og radherrar vilja sem minnst af vita a milli kosninga: Litlu Gunnu og litla Jon. Og thau sogdu nei! Hvilik osvifni ad vilja ekki samthykkja Icesave okurkjor gomlu nylenduveldanna.
Dómur sogunnar er oft skondinn og stundum allt ad thvi íllgirnislegur. Gamall valdasjukur flokkaflakkari, Olafur Ragnar er ordinn bjargvættur og thodhetja en hin skínandi hird fyrrum "vidskiptasnillinga" og bankastjornenda er stimplud i dag sem verstu andskotar og skemmdarverkamenn sem sem thjodin hefur alid. Sumir theirra munu bera glæpamannsstimpilinn ævilangt.
Oli (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.