4.3.2010 | 23:41
Deild í Framsóknarflokknum
Nú vita allir að þetta svokallaða Indefence , er deild í Framsóknarflokknum, rétt eins og UMFÍ.
Furðar sig á ummælum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- aslaugas
- adalheidur
- annaeinars
- skagstrendingur
- baldher
- baldurkr
- kaffi
- birgirorn
- spiro
- launafolk
- bjarnihardar
- gisgis
- elfarlogi
- lillo
- amadeus
- gp
- malmo
- zeriaph
- hallibjarna
- rattati
- hildurhelgas
- himmalingur
- haddih
- ingama
- jakobjonsson
- rabelai
- juliusvalsson
- kje
- andmenning
- stinajohanns
- krissiblo
- ladyelin
- lotta
- mp3
- noosus
- martasmarta
- hafstein
- sigurfang
- einherji
- siggisig
- steffy
- stebbifr
- lehamzdr
- svei
- svp
- saemi7
- valdimarjohannesson
- vefritid
- hallormur
- toj
- iceberg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég heiti Ólafur Elíasson og er meðlimur í hinum svokallaða indefence hópi. Mér sárna þessar endalausu órökstuddu fullyrðingar um að ég og aðrir félagar í hópnum séum á mála hjá framsóknarflokknum. Þær eru ómálefnalegar og ósannar. Mér vitandi er aðeins einn meðlimur í hópnum yfirlýstur framsóknarmaður en við höfum innanborðs aðila úr öllum flokkum og engum flokkum. Satt að segja hef ég enga hugmynd hvar margir þeirra sem ég hef unnið með í þessum hópi eru staddir í pólitík.
Okkar starf að undanförnu hefur fyrst og fremst snúist um það að fá icesave samninginn og fylgiskjöl hans upp á yfirborðið og stuðla að málefnanlegri og upplýstri umræðu um þetta mál sem snertir okkur öll.
Ekki gleyma því að áður en við fórum að taka þátt í umræðunni stóð ekki einu sinni til að sýna þingmönnum okkar samninginn heldur átti bara að skrifa undir. Við höfum einnig lagt á það áherslu að verja hagsmuni íslands með því að kynna sjónarmið íslendinga í erlendum fjölmiðlum.
Síðasta mánuðinn höfum við farið í um 200 viðtöl við erlenda fjölmiðla.
í samtölum við erlenda fjölmiðla hefur InDefence lagt áherslu á, að Íslendingar séu ekki að hlaupa undan lögbundnum skuldbindingum sínum heldur sé um að ræða kröfur Breta og Hollendinga, sem þeir byggi á sinni lagatúlkun á Evrópureglum, sem þeir séu þó ekki sjálfir tilbúnir til að fara með fyrir dómstóla.
Ennfremur höfum við í InDefence bent á, að eignir þrotabús Landsbankans séu metnar á 6,7 milljarða evra en innistæðutryggingarábyrgðirnar séu 3,9 milljarðar evra. Ástæðan fyrir því, að eignir duga ekki fyrir innistæðutryggingunum séu þær, að Bretar og Hollendingar geri kröfur kröfu um helming eignanna til að mæta þeirra kostnaði við að bæta sínum innistæðueigendum langt umfram skyldu og senda síðan íslenskum skattgreiðendum reikninginn. Við bendum einnig á notkun hryðjuverkalaga gegn íslenskri þjóð og afskipti Breta og Hollendinga af efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þrátt fyrir þetta höfum við í öllum okkar viðtölum lagt gríðarlega áherslu á að Íslendingar vilji leysa þetta Icesave-mál með sanngjörnum hætti og séu á engan hátt að hlaupa undan einhverjum lagalegum skuldbindingum. Kjarni málsins hlýtur þó að vera sá að gengið sé frá málinu með þeim hætti, að eigur Landsbankans séu fyrst og fremst notaðar til að greiða skaðann
Eftirtaldir aðilar hafa verið virkastir í hópnum síðustu vikur:
Dr. Agnar Helgason, mannfræðingur
Eiríkur S. Svavarsson, hdl. LL.M.
Dr. Torfi Þórhallsson, verkfræðingur
Ólafur Elíasson, MBA og, tónlistarkennari
Dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur
Jóhannes Þ. Skúlason, kennari
Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur
Ragnar F. Ólafsson, sálfræðingur,
Ólafur Elíasson, 5.3.2010 kl. 00:00
Hvernig á að bæta þeim upp skaðann sem nú hafa þurft að flýja þetta land?
Það er vonandi að einhver sé að hugsa um það í öllu þessu málþófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar?
Hann hefur líklega séð afsal Landsbankans til einka-aðila en það hef ég ekki séð! Þess vegna trúi ég einungis því sem ég hef fengið staðfest og hitt kjaftæðið er í mínum augum bara barnalegt hjal ofur-pólitíkusa sem láta sig engu varða hvernig almannahagur er! M.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2010 kl. 00:44
Ef satt er, þá er framsóknarflokkurinn greinilega skynsamasti flokkurinn!!!
Gunnar Heiðarsson, 5.3.2010 kl. 09:55
Sæll Ólafur, þakka þér skrifin.
Til þess að afmá Framsóknarstimpilinn af Indefence ættuð þið að beina orðum ykkar til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Stimpillinn er fyrst og síðast á hans ábyrgð.
Eiður Svanberg Guðnason, 5.3.2010 kl. 14:04
Og þó svo væri, þá er ég stoltur af Indefence, þau hafa a.m.k. staðið vörð um hagsmuni íslenzku þjóðarinnar - öfugt við gömlu flokkssystkin þín.
Og mundu eitt Eiður: Fyrsti einstaklinguinn til að lýsa því yfir að við værum ekki tilbúin til að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum var Davíð Oddsson. Fyrrum yfirmaður þinn í ríkisstjórn Íslands.
Sigurður Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 14:14
Þetta lið hefur stórskaðað landið. Stóraskaðað. Og er sá skaði óbætanlegur að hluta. Tengsl við framsjalla eru öllum ljós.
Það er þjóðarsómi að vilja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar landsins og mikil ógæfa fylgir andlegri framþróun íslands ef slík skúrkamentalítet nær ríkjum. Því mun fylgja slæmt karma. ´
Nú eru skilaboðin td. sem manni skilst að eigi að "senda útí heim" að ekki eigi að borga "skuldir einkafyrirtækja"
Þarna vanta augljóslega "nema á íslandi"
Þ.e. skilaboðin sem á víst að senda útí heim eru fölsk og hol. Og koma virkilega illa út. Virkilega.
Það er eins og sumir íslendingar geti ekki skilið að vegna alþjóðlegra samninga er landið hefur samykkt aðild sína að, þá verður að sýna samræmi í athöfnum innanlands sem utan.
Þetta virðast sumir ekki geta skilið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2010 kl. 17:43
Ps. smá lagfæring:
Það er þjóðarsómi að vilja að staðið sé við alþjóðlegar skuldbindingar landsins.
Og mikil ógæfa mun fylgja andlegri framþróun íslands ef slíkt skúrkamentalítet nær ríkjum eins og það, að það eigi bara að svikja og pretta, orðhenglast og afkárast til að reyna að smeygja sér undan að uppfylla lagalegann rétt sem einstaklingm hefur verið veittur - bara af því þeir eru útlendingar !
slíku skúrkamentalíteti mun fylgja slæmt karma fyrir Ísland. Vont karma.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2010 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.