Háhyrningar eru ekki gáfuð gæludýr

  Því var á sínum tíma haldið fram á  svokölluðum Hvalavef RÚV ,sem ætlaður er börnum, að háhyrningar væru gáfuð gæludýr, sem  gerðu ekki mönnum mein. Það kostaði nokkrar blaðagreinar og tilvitnanir í skráð  tilvik um árásir háhyrninga á fólk að  fá þetta leiðrétt. Konurnar sem  sáu um vefinn þrjóskuðust lengi  við. Leiðrétting fékkst að lokum eftir að Markúsi Erni útvarpsstjóra hafði verið kynnt málið.  Háhyrningar eru  grimmustu dýr sem hafdjúpin hýsa. Það er ekki að ástæðulausu, að þeir eru kallaðir  „killer whales" ,drápshvalir,á ensku. Séð hef ég  myndir af háhyrningahópi, sem kastar  lifandi kópi  á   milli sín áður en þeir tæta hann í sig.
mbl.is Háhyrningur í Orlando drap konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já, spurning hvað er gáfað dýr eða gáfað gæludýr.

Ólafur Þórðarson, 25.2.2010 kl. 13:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar Hollywood gerir draumóramyndir, líkt og "Free Willy", þar sem öllu er nánast snúið á haus og nýjar "staðreyndir" spunnar utanum mistúlkaðar tilfinningar, þá trúir fólk þvælunni eins og nýju neti.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.2.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Aron Ingi Ólason

já ég held að áhyrningar súu bbráð gáfuð dýr. gáfuð gáludýr er líklega átt við að það er auðvelt að kenna þeim kúnstir hitt er svo annað að það er spurning hvort þeim finnist sérlega gaman að vera lokaðir inn í pínulítilli sundlaug því er ekki nema von að drápseðli þeira komi stöku sinnum fram.

Aron Ingi Ólason, 25.2.2010 kl. 17:36

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Háhyrningar munu vera þokkalega vel gefnir, enda ofarlega í fæðukeðjunni, eins og flest rándýr.

Grimmir eru þeir líka.

Þekki mann sem átti sundfótum fjör að launa þegar hann var eltur af háhyrningavöðu undan Surtsey fyrir nokkrum árum.

Hver segir hins vegar að dýr þurfi að vera blíð og krúttleg -á mælikvarða manna- til að eiga sér tilverurétt í lífríkinu ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.2.2010 kl. 22:23

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hver er grimmari en maðurinn.

Eyjólfur G Svavarsson, 25.2.2010 kl. 22:31

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég þekkti einu sinni mann. Konan hans var bölvaður hvalur, og ekki var hún heldur sérstaklega gáfuð.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.2.2010 kl. 00:42

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hefur enginn sagt að Háhyrningar hafi ekki tilverurétt í lífríkinu, Hildur Helga. Það er kannski svolítill munur á því, eða nota þá sem sýningar og gæludýr. Þetta slys í Sea World er ekki það fyrsta þar, það hafa orðið að minnsta kost tvö önnur á síðasta áratug. Að vísu ekki banaslys eins og nú, en mjög alvarleg þó.

Gunnar Heiðarsson, 26.2.2010 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband