27.1.2010 | 01:05
Halda menn.... ?
Eru Íslendingar svo einfaldir að halda að þetta sé einsdæmi ? Ef svo er , erum við öll hálfvitar.
Hvar annarsstaðar í veröldinni gæti svona lagað gerst? Smámistök og alþingismaðurinn endurgreiðir 20 milljónir. Og enginn segir neitt. Lítið pláss á Litla Hrauni.
Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér mun ekkert breytast, engin endurreisn verða, ekkert nýtt siðferði, ekkert nýtt Ísland líta dagsins ljós, á meðan spilltir Sjálfstæðismenn fá áfram að leika lausum hala í stjórnkerfinu, þrátt fyrir þær hamfarir sem þeir hafa nú þegar leitt yfir þjóðina.
hilmar jónsson, 27.1.2010 kl. 01:11
Umræddur maður er ekki í Alþýðuflokknum, er það? Væri svo, þætti okkur þetta ekki ámælisvert!
Við sem erum svona miklir einstefnumenn í pólitík að við sjáum ekki út fyrir brúnina á hlandkoppnum okkar, ættum að skrifa um blómarækt og frímerkjasöfnun en ekki um málefni líðandi stundar
Flosi Kristjánsson, 27.1.2010 kl. 08:29
Koma fjárglæfrar af þessu tagi pólitík við? Eigum við að ræða gjaldþrot Seðlabankans, vafningamál formannsins og kúlulán og sjóðasukk annarra í forystunni. Þetta snýst um siðferði, heiðarleika og hreinskiptni. Ekki pólitík. Til er ég í slíka umræðu.
Hvar annarsstaðar í grannlöndum okkar gæti það gerst að hæstaréttardómari hellti sér út í suðupott hápólitískrar umræðu? Hverra hagsmuna er hann að gæta?Hæstaréttardómari sem svona gerir hefur um leið dæmt sig óhæfan til starfa við æðsta dómstól lýðveldisins. Þessvegna á hann að segja af sér. Hann hefur dæmt sig úr leik.
Eiður Svanberg Guðnason, 27.1.2010 kl. 14:04
Oft hefur maður séð athugasemdir "út úr kortinu" en þessi athugasemd Flosa slær öllu slíku við. Starfar sem rágjafi hjá hiu opinbera. Stemmir nokk.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2010 kl. 15:15
ÞAð var spurt á Eyjunni hjá Agli sjóðshaldara, hvenær mætti rita óefnislegar eigur í bækur félaga. Ég skrifaði nokkurn pistil um málið en auðvitað er mörgu við að bæta.
Hinsvegar sameinast he´r í þessu, allt hið versta í Kvótakerfinu, (sem er Kratískt kerfi ) og allar þær ræður sem við félagarnir í Sjálfstæðisflokknum, he´ldum tila ð vara menn við, allt frá byrjun, hefðu átt að vera lengri og harðari.
ÞEtta setti ég inn á hjá Agli sjóðshaldara.
Bjarni Kjartansson
27.01 2010 kl.14:48
Slóð
Óefnislegar eignir má ekki skrifa í bækur sínar NEMA að búið sé að greiða fyrir þær.
Viðskiptavild (sem getur verið að ýmsum toga) má ekki færa í bækur sem eign, nema að greitt hafi verið fyrir hana, til dæmis þegar fyrirtæki er keypt á ,,yfirverði” sem er verð umffram bókfært verðmæti.
Þess vegna eru Kvóta-gróðapungar búnir að búa til (með hjálp sinna endurskoðenda) nokkur fyrirtæki, sem kaupa sín á milli bátana með kvóta eða bara kvóta, sífellt á hærra verð.
ÞEtta gerir það að verkum, að gróði myndast hjá því fyrirtæki sem selur en skuldin verðu til í dótturfyrirtækinu, sem síðar lækkar heildar skattgreiðslur en ,,eignin” í seim óefnislegu (Kvótanum) hækkar verulega í dótturfyrirtækinu.
Nú selur dótturfyrirtlkið öðru dótturfyrirtæki sama móðurfélags bátinn, sem ekki hefur einusinni þurft að leggja úr höfn í millitíðinni, greiðir fyrir verulegt yfirverð, vegna ,,hækkunar Kvóta” og ,,hagræðingar í GREININNI” sem skuldsetur nýja dótturfyrirtækið verulega en myndar gróða hjá hinu. ÞANN GRÓÐA má svo auðvitað greiða út, sem arð, og því verður skuldin, sem nú er í dótturfélagi no2 til að lækka verulega skattgreiðslur móðurfélags, því nokkrar ´ivilnunar gætir i upgjörum milli Móður og Dótturfyrirtækja og ,,Samstæðan” getur því þurft að greiða enn minni skatt en ella.
Svo þarf auðvitða að taka lá, með veði í óefnislegu eignunun, svo greiða megi arð til eigenda.
Semsagt, Kvótinn er ekki bara efni til að svindla og stela með úti á sjó, heldur einnig kærkomin æfingarstöð fyrir endurskoðendur, að fullkomna millifærslur, sýndarviðskipti og annað svoleiðis, sem síðar má nota í bankakerfinu og eignarhaldsfélögum. Þetta sanna dæmin fjölmörg.
Um þennann tiltekna svindlara, sem nú er milli tanna á mönnum, vil ég benda á, að hann er ekki bara snillingur í bókhaldi, heldur líka ótrúlegur mannþekkjari og slyngur samningamaður, við útlenda skúrka, sem fá EINKARÉTT Á AUÐLINDINNI- HREINU VATNI í heimahéraði hans til YFIR 90ÁRA
Viðskiptafélaginn er nú til skoðunar hjá þar til bærum yfirvöldum í Kanada.
Bjarni Ben Á að vita þetta og taka miðið eftir forsögunni en ekki verja svona lagað.
Svo helvíti dýr má ekki stuðningur LÍjúgarna vera við hann , að hann afhendi pólitíska æru sína þeim á silfur fati.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 27.1.2010 kl. 15:56
Breskir þingmenn þurfa að skrá sínar "auka" tekjur í það sem almennt er kallað " The Register of Member´s Financial Interests".
Getur verið að sú skrá eigi sér enga hliðstæðu á Alþingi okkar?
Agla (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 18:15
Látinn endurskoðandi. Blessuð sé minning hans. Það þarf tvo í tangó. Líka í feluleik.
PS. Góður punktur varðandi Jón Steinar Gunnlaugsson. Sá er að launa ofeldið.
Björn Birgisson, 27.1.2010 kl. 19:59
Litla Hraun er bara fyrir skinkuþjófa.
Þráinn Jökull Elísson, 27.1.2010 kl. 21:08
Þann 31.12.2009 | 13:53 sá ég á moggabloggi "Eiðs": „ – að enn er hann, þú Eiður að skrifa á þessum vettvangi. Hvað skeði, varst þú ekki kominn með aðra síðu? og segja aupp aðstöðu þarna á blaðinu semþó ehrr svo greinalega lýst að þú "elskar mikið"
En þar er nýtt frá efni frá 27./1/2010 – „Er einhver að hakka“ sig þarna inn? Nýja síðan þín http://eidur.is/ er nú færsla frá 25/1 sl. (orðin gömul)
Steingrímur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.