12.1.2016 | 10:15
Molar um mįlfar og mišla 1863
UM FRĮLEITA FULLYRŠINGU
Rafn skrifaši Molum (08.01.2016): ,,Sęll Eišur.
Ķ molum nr. 1861 vķkur žś aš žeirri frįleitu fullyršingu, aš vęntanlegir popptónleikar séu stęrsti tónlistarvišburšur į Ķslandi fyrr og sķšar. Jafnvel žótt allir vęru sammįla um hvernig ętti aš męla stęrš tónlistarvišburša og aš į žeim męlikvarša vęri žessi stęrstur žeirra, sem hingaš til hafa fariš fram, žį er žaš ótrśleg framsżni, aš geta sagt fyrir um stęrš allra óoršinna višburša.
Ķ minni mįlvitund er ekki unnt aš tala um eitthvaš sem stęrst, mest eša bezt fyrr eša sķšar nema veriš sé aš tala um einstakan lišinn atburš og annar meiri hafi hvorki oršiš fyrir žann tķma né į žeim tķma, sem sķšan er lišinn. Ef veriš er aš ręša um yfirstandandi, svo ekki sé minnst į vęntanlegan višburš, žį getur hann veriš sį mesti eša bezti hingaš til, en žótt spįdómsgįfan sé mismikil, getum viš fęst sagt fyrir um žaš sem sķšar į eftir aš verša.
Žį tel ég fara betur į aš tala um fyrr eša sķšar ķ slķku samhengi, fremur en fyrr og sķšar, en žaš mį ef til vill flokka sem sérvizku.
Glešilegt įr og žökk fyrir lišin samskipti.
- Ég er viss um, aš hvort heldur mišaš er viš vinnuframlag, hljóšfęramagn eša ašrar męlanlegar stęršir, ef til vill aš hįvaša frįtöldum, žį séu venjulegir Symfónķutónleikar stęrri en vęntanleg poppuppįkoma. Žakka bréfiš, įramótaóskir og samskiptin į lišnum įrum. Allt er žetta rétt hjį Rafni aš mati Molaskrifara.
AŠ FLYTJA ERLENDIS
Ķtrekaš hefur hér ķ Molum veriš bent į ranga notkun atviksoršsins erlendis. Žetta er dvalarorš, - notaš um dvöl į staš, - ekki ferš til stašar. Fólk er erlendis, fer ekki erlendis, fólk flytur ekki erlendis, žegar žaš flytur śr landi, flytur til śtlanda. Ķ Spegli Rķkisśtvarpsins (08.01.2016) var tvisvar , nįnast į sömu mķnśtunni talaš um Ķslendinga sem flytja erlendis.
http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-2/spegillinn/20160108 Į tķundu mķnśtu (09:45). Hvaš mįlfarsrįšunautur athugi.
UNG FORYSTA
Forysta Sunderland var ekki nema sjö mķnśtna gömul, žegar ... Svona var tekiš til orša ķ “žróttafréttum Stöšvar tvö (09.01.2016). Forysta er hvorki ung né gömul. Įtt var viš aš Sunderland-lišiš hefši haft forystu ķ leiknum ķ sjö mķnśtur. Ķžróttafréttamönnum er žetta oršalag undarlega tamt.
GÓŠ MYND
Laugardagskvikmynd Rķkissjónvarpsins var sķgild; The Graduate, meš Dustin Hoffman og Anne Bancroft. Sķgildar myndir eru žęr sem eldast ekki. Žaš į viš um žessa og raunar ótrślega margar myndir Dustins Hoffmans. Finnst Molaskrifara. En svo er margt sinniš .....
STJÖRNUSPĮ
Birt var stjörnumerkjaspį į heilli opnu ķ sunnudagsmogga (10.01.2016). Molaskrifari gjóaši augum į žaš sem sagt var sporšdreka: ,,Sporšdrekar eru djśpir persónuleikar og gįfašir. Taldi öldungis óžarft aš lesa meira !
TIL LESENDA
Žeir lesendur, sem vilja senda mér tölvupóst eru bešnir aš nota póstfangiš eidurgudnason@gmail.com .Eša einkaskilaboš į fésbók.
Fyrirvari: Athugasemdir frį öšrum į žessari sķšu eru į žeirra įbyrgš.
Sķšuskrifari įskilur sér rétt til aš fjarlęgja dónaleg eša meišandi ummęli, nafnlausar athugasemdir eša athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel žegin. Bréfritarar eru bešnir aš taka fram hvort birta megi bréf, eša įbendingar žeirra, undir nafni, - ESG
Bloggar | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)