1.6.2015 | 08:56
Molar um málfar og miđla 1726
Glöggur Molalesandi sendi eftirfarandi (29.05.2015): ,,Enginn mađur hefur gengt ráđherraembćttum lengur en Halldór en hann sat á Alţingi í rúm ţrjátíu ár," sagđi Heimir Már Pétursson í fréttum Stöđvar 2 fimmtudaginn 28. maí ţegar Halldórs Ásgrímsson var jarđsettur. ,,Á hverju skyldi hann hafa reist ţessa skođun? Í Handbók Alţingis segir, ađ Halldór hafi setiđ nćst lengst sem ráđherra, rúm 19 ár, lengst hafi setiđ Bjarni Benediktsson eldri, rúm 20 ár. Rétt skal vera rétt. Molaskrifari ţakkar ábendinguna. Fréttamenn eiga ađ fara varlega í fullyrđingum og kanna heimildir, - eins og til dćmis Handbók Alţingis í ţessu tilviki. Ekki bara hafa eftir ţađ sem annarsstađar hefur veriđ , stundum ranglega -, sagt.
Ef Ísland sigrar Evróvisjón, - auglýsti Netgíró á dögunum. Ţađ lćrist seint, bćđi fréttastofum og auglýsingastofum, ađ ţađ sigrar enginn keppni. Er alveg ómögulegt ađ hafa ţetta rétt?
Í Vikulokum Ríkisútvarpsins nýlega talađi ritstjóri um ađ gera ađ ţví skóna. Rétt er ađ tala um ađ gera einhverju skóna, gera ráđ fyrir einhverju , spá einhverju. Hefur veriđ nefnt hér áđur.
Er Molaskrifari einn um ađ vera farinn ađ ţreytast svolítiđ á ţví ađ heyra sífellt í fréttum ađ unniđ sé hörđum höndum, ađ öllu milli himins og jarđar. Ţálítiđ einhćft og ţreytandi til lengdar.
Hvađ eruđ til tilbúnir ađ ganga langt? Svona spurđi fréttamađur samningamann í kjaraviđrćđunum í síđustu viku. Hvernig í ósköpunum datt fréttamanni í hug ađ viđmćlandi hans gćti svarađ ţeirri spurningu?
Međ góđum árangri gera hinar hallćrislegu Hrađfréttir Ríkissjónvarpsins út á hégómagirnd stjórnmálamanna og ţotuliđs. Ótrúlega margir reynast tilbúnir til ađ láta hafa sig ađ fífli fyrir augnablik á skjánum.
Skyldi ţáttaröđin Glćpahneigđ og endalausir ţćttir um löggur og slökkviliđsmenn vera efni, sem Ríkissjónvarpiđ er búiđ kaupa til nćstu fimm ára, eđa svo? Er ţetta endalaust?
Í fréttum Stöđvar tvö var nýlega (14.05.2015) sagt um hópferđ hjólreiđamanna: Hópurinn lagđi af stađ frá versluninni Örninn í Skeifunni. Frá versluninni Erninum í Skeifunni. Beygja. Í gamla daga sögđu börn og unglingar: Hjóliđ mitt er í viđgerđ í Erninum, - eđa í Fálkanum. Í sama fréttatíma var sagt: Forseti Íslands mun eiga afmćli í dag. Ţar var ekkert mun. Forseti Íslands átti afmćli ţennan dag, 14. maí.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.
Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)