Molar um málfar og miđla 1704

   

Ekki er Molaskrifari sáttur viđ orđalagiđ, ađ eitthvađ komi í kjölfariđ á einhverju. Of oft heyrist í fréttum, ađ til dćmis yfirlýsing hafi veriđ birt í kjölfariđ á frétt í dagblađi. Molaskrifari hefđi sagt: Yfirlýsingin var birt í kjölfar fréttar í dagblađi. Eitthvađ kemur í kjölfar einhvers. Hvađ segja lesendur?

 

Ómar benti á ţessa frétt á mbl.is (25.03.2015): http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/03/25/clarkson_yrdi_gullkyr_itv/

Hann segir: ,,Fyrirsögnin er hressandi”. Molaskrifari tekur undir. Ţađ má nú segja!

 

Í dagskrárkynningu í Ríkissjónvarpi (25.03.2015 og raunar oftar) er talađ um tveggja ţátta röđ. Geta tveir veriđ röđ? Ekki í huga Molaskrifara. Tala hefđi átt um tvo ţćtti um tiltekiđ efni. Ţriggja ţátta röđ gćti stađist.

 

Á miđvikudagskvöld (25.03. 2015) talađi fréttaţulur í Ríkissjónvarpi um fjárdrátt, ţađ vćri ađ - ađ draga sér fé. Molaskrifara var kennt ađ fjárdráttur vćri ţegar einhver tćki fjármuni, oftast frá fyrirtćki eđa sjóđi ófrjálsri hendi međ leynd, ţá drćgi sá sér fé, - ekki drćgi sér fé. En ţađ orđalag heyrist ć oftar og er ekki nýtt af nálinni.

 

Skyldi fésbókin vera undanţegin íslenskum lögum um bann viđ áfengisauglýsingum? Ţar eru áfengisauglýsingar nćstum daglegt brauđ. Heyrir ţetta ekki undir neinn?

https://www.facebook.com/budvar.iceland/photos/a.323699237787979.1073741828.323658487792054/435154933309075/?type=1&fref=nf

 

Ţegar miklir atburđir gerast úti í heimi, er ómetanlegt fyrir fréttafíkna, gamla fréttamenn ađ hafa ađgang ađ erlendu fréttastöđvunum í Sjónvarpi Símans, BBC World, Aljazeera, CNN, CNBC og Sky, svo nokkrar séu nefndar. Sjónvarpsstöđvarnar okkar sinna erlendum fréttum í mjög takmörkuđum mćli, - ţótt Bogi Ágústsson geri sitt besta!

 

Í Morgunútgáfu Ríkisútvarpsins (25.03.2015) var í fréttum af veđri talađ um ađ él yrđi á .... Veđurstofan var ekki ađ spá einu éli, - veriđ var ađ spá éljum, éljagangi.

 

Fréttamat er umdeilanlegt eins og yfirleitt allt mat. Molaskrifara fannst ţađ skrítiđ fréttamat í fjögur fréttum Ríkisútvarpsins á miđvikudag (25.03.2015) ţegar sagt var frá ţví stuttum fréttatíma, ađ einhver leikmađur á Englandi hefđi veriđ dćmdur í ţriggja leikja bann.  En Ríkisútvarpiđ leggur sig í framkróka međ ađ gera ţeim hćfis, sem ţyrstir í fótboltafréttir. Enginn hópur fćr eins góđa ţjónustu hjá stofnuninni.

 

Iđnnám er in(n), auglýsir Tćkniskólinn í útvarpi (25.04.2015). Skyldi ekki vera kennd íslenska í Tćkniskólanum? Ţetta var auđvitađ enskuskotin auglýsing. Átt var viđ ađ iđnnám vćri í tísku, eđa vinsćlt um ţessar mundir.

 

Ćvinlega er gaman ađ hlusta og horfa ţegar Egill Helgason í Kiljunni fjallar um bćkur og stađi. Bessastađi í vikunni. Hávćr píanóleikur, ágćtur, reyndar , yfirgnćfđi algjörlega flutning á ljóđi Ţórarins Eldjárns. Gott viđtal – á réttum tíma - viđ Mörđ Árnason um nýja útgáfu Passíusálma. Ástćđa til ađ fagna ţeirri útgáfu.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 

 

 


Bloggfćrslur 27. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband