Molar um málfar og miđla 1509

 Útvarpsstjóri Útvarps Sögu bauđ hlustendum (02.07.2014) í auglýsingu frá Laxdal ađ versla merkjavöru á góđu verđi. Hvađ ţarf fólk ađ starfa lengi viđ fjölmiđlun til ađ lćra ţá einföldu reglu ađ fólk verslar ekki vörur? Fólk kaupir vörur.

 

Úr frétt á mbl.is (02.07.2014): Hćstirétt­ur ógilti dóm­inn í fyrra og vísađi mál­inu aft­ur til und­ir­rétts. Ţađ var og. Til undirrétts! Ja, hérna, Moggi. Búiđ ađ reka alla yfirlesara?

 

- Ţú ert ađ koma međ stormi inn í ţessa mótaröđ, sagđi golfţáttarstjórnandi á ÍNN (02.07.2014) viđ unga konu sem vegnar vel í golfíţróttinni

 

Ţađ má orđa hlutina á ýmsan veg. Hvalaskođunarbáti var siglt glćfralega nálćgt landi viđ Lundey á Skjálfanda og báturinn strandađi. Morgunblađiđ (03.07.2014). Sem betur fer sakađi engan. Talsmađur hvalaskođunarfyrirtćkisins, sem á og rekur bátinn sagđi viđ Morgunblađiđ: ,, ... í ţessu tilviki var fariđ of nálćgt landi, sem gerđi ţađ ađ verkum ađ báturinn festist”. Hann festist sem sé, strandađi ekki! Eigandi hvalaskođunarfyrirtćkisins endurtók svo í hádegisfréttum Ríkisútvarps , - báturinn festist!  Morgunblađiđ sagđi réttilega í fréttinni, ađ báturinn hefđi strandađ. Í tíufréttum Ríkisútvarps (03.07.2014) var sagt ađ báturinn hefđi tekiđ niđur! Báturinn tók ekki niđur. Báturinn tók niđri. Málfarsráđunautur. Hvar er hann?

 

Hýmt í helli, stóđ í skjátexta í fréttum Ríkissjónvarps (02.07.2014). Hímt í helli hefđi ţetta átt ađ vera. Til er ljómandi góđ Stafsetningarorđbók, sem kom út 2006 á vegum Íslenskrar málnefndar og JPV útgáfu. Svo er alltaf hćgt ađ leita á náđir netsins.

 

Tískuorđalagiđ heilt yfir er vinsćlt hjá sumum. Í fréttum Ríkissjónvarps (02.07.2014) sagđi fréttamađur: Í gegnum tíđina svona heilt yfir.... Ţetta ţykir ýmsum sjálfsagt gott og gilt. En hér í gamla daga hefđi sá fréttamađur, sem hefđi látiđ sér ţetta um munn fara í útsendingu aldeilis fengiđ orđ í eyra frá okkar góđa fréttastjóra séra Emil Björnssyni. Honum var annt um íslenskt mál. Mér var reyndar kennt strax í gagnfrćđaskóla ađ ekki vćri vandađ mál ađ segja í gegnum tíđina. –

Í seinni fréttum Ríkissjónvarps ţetta sama kvöld var sagt ađ ţýskir ferđamenn hefđu leitađ skjóls í steinhelli. Steinhelli? Ţeir leituđu skjóls í helli.

 

Minnugur síđasta sumar, var sagt í hádegisfréttum Bylgjunnar (03.07.2014). Minnugur síđasta sumars, hefđi ţađ átt ađ vera.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 

 


Bloggfćrslur 4. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband