Molar um málfar og miđla 1528

  Í fréttayfirliti og fyrstu frétt í hádegisfréttum Bylgjunnar á laugardag (26.07.2014) talađi fréttaţulur/fréttamađur um hćstlaunuđustu (skattgreiđendur). Hćstlaunuđu hefđi dugađ. Sami fréttamađur las frétt um makrílveiđar og sagđi: ,,.. ţegar veiđarnar ná hámćli”. Ná hámarki átt hann sjálfsagt viđ.  Ef eitthvađ kemst í hámćli, er ţađ altalađ, eitthvađ sem allir vita. Fleiri hnökrar voru á lestrinum. Enginn fullorđinn á vaktinni?

Molavin tók eftir ţessu líka. Hann skrifađi Molum (26.07.2014) ,,Ţađ eru kannski sumarbörn í afleysingum, sem eiga bróđurpartinn af málvillum í fréttum Bylgjunnar en ţar koma líka vanari fréttamenn til sögu. Ţađ var nánast engin frétt villulaus í hádegisfréttum í dag, laugardag, og byrjađ á ţví ađ tala ítrekađ um "hćst launuđustu" skattgreiđendur. Hátt launađur - hćrra launađur - hćst launađur. Einnig var talađ um ađ markrílveiđar kćmust brátt í hámćli (nćđu hámarki). Vonandi tekur nýskipađur útgefandi 365 miđla á ţessum vanda, sem er slíkur ađ hann rýrir trúverđugleika fréttastofunnar.” Molaskrifari ţakkar bréfiđ.

 

Á forsíđu helgarblađs Fréttatímans (25.-27.07.2014) segir:,,Hann flutti tíu ára til Danmerkur međ móđur sinni, Sigrúnu Davíđsdóttur fréttamanns, en heldur tengsl viđ systkini sín hér, ...” Hann flutti međ móđur sinni , Sigrúnu Davíđsdóttur fréttamanni en heldur tengslum viđ systkini sín ... Fleiri áberandi villur eru í blađinu međal annars í fyrirsögn á bls. 7 í SÁA blađinu sem er lagt inn í Fréttatímann. Ţar segir: ,,Ríkiđ borgar skimum fyrir alla ađra en sjúklinga á Vogi” á vera skimun, ekki skimum.

 

Af visir.is (25.07.2014) . Ósköp er dapurlegt ađ lesa aftur og aftur ađ fréttabörn skuli halda ađ til sé í íslensku sögnin ađ olla. ,,Slökkt var á útsendingunni á ţeim forsendum ađ hún gćti olliđ „pólitískum ágreiningi“.” Gćtiđ valdiđ.

http://www.visir.is/utvarpsfrett-med-nofnum-latinna-palestinskra-barna-ritskodud/article/2014140729316

Raunar er margt fleira athugavert viđ ţessa stuttu frétt, sem ýmsir hafa orđiđ til ađ benda á . Hér er tvennt: ,,...en ţađ kom fyrir ekkert undir lok.” Undir hvađa lok? Og svo ţetta: ,, ... og biđja um ađ banninu verđi lyft og ţau geti haldiđ áfram útsendingum sínum.” Lyfta banninu? Vćntanlega er hér átt viđ ađ aflétta banninu. Afnema banniđ.

 

Jón greiđir hćstu skattana er afar innihaldsrík og ákaflega upplýsandi fyrirsögn á mbl.is (25.07.2014) http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/07/25/jon_greidir_haestu_skattana/

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 

 


Bloggfćrslur 28. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband