Molar um málfar og miđla 1485

  Í fréttayfirliti Ríkisútvarps (Speglinum 03.06.2014) var sagt: ,,Lćknir segir ađ árásin í Selbrekku á föstudag ţar sem mađur fannst liggjandi í blóđi sínu hafi greinilega veriđ ćtlađ ađ valda sem mestum skađa.” Hér er fallafćlni á ferđinni, enn einu sinni. Ţulur/fréttamađur hefđi átt ađ segja: ,,Lćknir segir ađ árásinni ... hafi greinilega veriđ ćtlađ ađ valda mestum skađa”.

 

Lesandi benti á ţessa frétt á visir.is (02.06.2014): http://www.visir.is/spanarkonungur-stigur-til-hlidar/article/2014140609863

Hér er talađ um ađ einhver stígi til hliđar , er hann lćtur af störfum, sest í helgan stein eđa afsalar sér völdum eins og er í ţessu  tilviki. Ađ stíga til hliđar er ekki íslenskulegt orđalag.  Ţar ađ auki bendir ţessi lesandi á ţá íslensku venju ađ tala um Jóhann Karl, Spánarkonung og ríkisarfann, Filippus prins. Ríkisútvarpiđ notađi ţau nöfn í hádegisfréttum ţennan sama dag.

 

Fréttabarn á vaktinni á mbl.is á ţriđjudagskvöldi (03.06.2014), dćmigerđ viđvaningsfrétt. Ţrjár stuttar málsgreinar og eitthvađ athugavert  viđ ţćr allar: ,, Koma ţurfti bátn­um Skvísu KÓ í land eft­ir ađ sjór lak inn á véla­rúm báts­ins rétt utan viđ Rif á Snć­fellsnesi.

Nćr­liggj­andi bát­ur fylgdi Skvísu til hafn­ar, en af ör­ygg­is­ástćđum var Land­helg­is­gćsl­an einnig kölluđ út

Sam­kvćmt upp­lýs­ing­um er nú veriđ ađ hirđa afl­ann úr bátn­um og verđur vatniđ losađ úr véla­rúm­inu ađ ţví loknu.”

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/06/03/skvisa_i_vanda/

Molaskrifara hefur veriđ bent á ađ ekkert sé athugavert viđ ađ segja eđa skrifa réttum megin. Molar 1483. Sjá: http://malfar.arnastofnun.is/?p=8043

réttum megin » Málfarsbankinn

malfar.arnastofnun.is.  Molaskrifari ţakkar ábendinguna.

 

Í morgunfréttum Ríkisútvarps klukkan 07 00 (03.06.2014) var sagt: ,, ... gćti ástandiđ í Evrópu fariđ ađ svipa til kalda stríđsins”. – Gćti ástandinu í Evrópu fariđ ađ svipa til kalda stríđsins. Ţetta var reyndar lagfćrt í fréttum klukkan 08 00.

 

Fyrirvari: Athugasemdir frá öđrum á ţessari síđu eru á ţeirra ábyrgđ.

Síđuskrifari áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja dónaleg eđa meiđandi ummćli, nafnlausar athugasemdir eđa athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel ţegin. Bréfritarar eru beđnir ađ taka fram hvort birta megi bréf, eđa ábendingar ţeirra, undir nafni, - ESG

 


Bloggfćrslur 4. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband