24.5.2014 | 09:27
Molar um málfar og miðla 1477
Ég treysti biskup, sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, í Kastljósi á fimmtudagskvöld (22.05.2014). Tvisvar. Ég treysti biskupi, hefði það átt að vera.
Hvað skyldi hið oft fremur ógeðfellda Hraðfréttarugl Ríkissjónvarpsins kosta margar milljónir á ári? Um það hefur áður verið spurt, en Ríkissjónvarpið skuldar áhorfendum víst hvorki svör við einu eða neinu. Áhorfendur eiga bara að borga og þegja. Ekki spyrja.
Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt. Af mbl.is (22.05.2014) : ,,Starf rúningsmanns krefst félagslegrar hæfni og tilþrifin hafa heillað marga konuna í gegnum tíðina. Sjá:. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/22/lagni_skiptir_mali_i_runingi/
Það leynir sér ekki að kosningaskjálftinn hefur heltekið Mogga þegar blaðið gerir úr því þriggja dálka frétt (23.05.2014) hvort verið geti að Dagur B. Eggertsson, sem stundum hleypur í skarðið fyrir borgarstjóra, fái afnot af bíl borgarstjóra, þegar hann sinnir embættisskyldum borgarstjóra! http://www.mbl.is/frettir/kosning/2014/05/23/stadgengill_borgarstjora_hefur_afnot_af_bil_hans/
Flest er hey í harðindum. Hér er gripið í hálmstrá. En nú stefnir reyndar í verstu útkomu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá stofnun flokksins.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.
Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, - ESG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)