15.2.2014 | 08:54
Molar um málfar og miðla 1414
Æ fleiri sjá ýmislegt athugavert við sagnfræðina í Eimskipafélagsþáttunum sem Ríkissjónvarpið nýlega sýndi. Í nýjustu útgáfu vefritsins Kjarnans sl. fimmtudag (13.02.2014) er til dæmis bent á að hrikalegs gjaldþrots Eimskipafélagsins er að engu getið. En félagið varð gjaldþrota eftir að hafa komist í hendur fjárglæfra- og ævintýramanna. Einnig er nefnt í Kjarnanum að félagið sem nú starfar er rekið á tíu ára gamalli kennitölu. Því sé félagið í raun aðeins tíu ára gamalt. Þá má einnig benda á að þetta félagi sem lengi var kallað ,,óskabarn þjóðarinnar er nú að verulegu leyti eigu erlendra aðila og ,,Fossarnir skráðir í erlendum höfnum. Sagnfræðin var þarna ekki í lagi. Þótt myndefnið væri gott, spillti það fyrir að textinn var gagnrýnilaus lofgerðarrolla.
Hvar er prófarkalesturinn á Viðskiptablaðinu (13.02.2014)? ... sagði ummæli hans um beina erlenda fjárfestingu geta verið skaðlega.
Ríkisútvarpið flytur engar fréttir frá miðnætti til klukkan sjö að morgni. Það er undarleg skammsýni. Þetta sparar varla mikið fé, þegar maður er vakt og segir hlustendum hvað klukkan er á klukkutíma fresti alla nóttina! Óskiljanleg ráðstöfun. Skortur á þjónustuvilja og einkennileg forgangsröðun hjá yfirmönnum þessarar þjóðarstofnunar.
Af netinu (14.02.2014): ... sem sagði henni hreinskilningslega.... Algeng misritun. Ætti að mati Molaskrifara að vera hreinskilnislega. Orðið hreinskilningslega er ekki að finna á vef Árnastofnunar.
Ekki kannaðist Molaskrifari við jassleikarann (skrifað eftir framburði) vændon Marsalis sem nefndur var oftar en einu sinni í auglýsingu í Ríkisútvarpinu í hádeginu á föstudag (14.02.2014) Sá heimsfrægi tónlistarmaður, sem átt var við og hingað kemur í sumar heitir Wynton ( frb. úvinton) Marsalis.
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.
Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, - ESG
cti� 'sy`�% �� ne: 0px;">
Flokkar
- Blaða- og tímaritsgreinar
- Fréttir
- Minningargreinar
- Molar
- Ræður
- Skrifað og skrafað
- Stjórnmál
Efnisorð
Sérkennis Mynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)