12.2.2014 | 09:17
Molar um málfar og miðla 1411
Trausti benti á eftirfarandi (10.02.2014): http://www.visir.is/vatnid-i-thames-vex-og-vex/article/2014140219992
Og segir:
,,Áin er í vexti og þá EYKST vatnið Molaskrifari þakkar bréfið. Þetta hefur komið fréttabarninu alveg í opna skjöldu!
Í frétt á sunnudagsmorgni í Ríkisútvarpinu (09.02.2014) var sagt frá banaslysum í Tókýó vegna hálku. Sagt var, að slysin hefðu orðið eftir hálku. Slysin urðu í hálku, ekki eftir hálku.
Í fyrirsögn á visir.is (09.02.2014) segir: Bandaríkin fékk aftur gull í brekkufimi. Ja, hérna.
http://www.visir.is/bandarikin-fekk-aftur-gull-i-brekkufimi---myndband/article/2014140209071
Svo fengum við að heyra í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að Skúla Helgasyni hefði aðeins vantað 13 atkvæði í prófkjörinu til að ná 3. sæti. Pest á ferðum í Efstaleiti. Hvar er málfarsráðunauturinn? Hann á að lækna svona lagað.
Í morgunfréttum Ríkisútvarps (10.02.2014) var sagt að flest ný hótel mundu opna í miðborginni. Opna hvað? Flest ný hótel verða í miðborginni.
Ingibjörg vakti athygli Molaskrifara (10.002.2014) á viðtali úr fréttum Stöðvar tvö: ,,Langaði að vekja athygli þína á þessu viðtali. Mér finnst það óábyrgt að senda svona lagað út.
http://www.visir.is/vaettir-og-afturgongur-i-arbaejarsafni/article/2014140209024 - Þetta er auðvitað með endemum: - Miklabæjar Sólveig var höfnuð af presti, heyrist sagt þarna !
Fyrirvari: Athugasemdir frá öðrum á þessari síðu eru á þeirra ábyrgð.
Síðuskrifari áskilur sér rétt til að fjarlægja dónaleg eða meiðandi ummæli, nafnlausar athugasemdir eða athugasemdir undir dulnefni. Lesendabréf eru vel þegin. Bréfritarar eru beðnir að taka fram hvort birta megi bréf, eða ábendingar þeirra, undir nafni, - ESG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)